Forsetinn þakkar heilsugæslunni en segir verk að vinna í baráttu við veiruna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. júlí 2021 10:47 Guðni Th. Jóhannesson forseti þakkar starfsfólki Heilsugæslunnar fyrir vel unnin störf í bólusetningarátakinu. Vísir/Vilhelm „Kæru vinir. Bólusetningu vegna heimsfaraldurs er núna lokið í bili. Sú aðgerð tókst með eindæmum vel, meðal annars vegna þess að landsmenn áttuðu sig vel á nauðsyn þess að grípa til varna af því tagi.“ Svona hefst bréf Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Bréfið var sent í gær en birtist á Facebook-síðu Heilsugæslunnar í dag. Það er stílað á Óskar Reykdalsson, forstjóra heilusgæslunnar, Ragnheiði Ósk Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar, Jórlaugu Heimisdóttur verkefnisstjóra, og Heilsugæsluna alla. Þar segir að áhuga landans á að þiggja bólusetningu megi þakka skilaboðum sérfræðinga, trúverðugleika þeirra og fumlausri framgöngu. „En bólusetningaráætlun okkar heppnaðist ekki síður vel vegna þess að starfsfólk á vettvangi vann sín verk af stakri samviskusemi og þekkingu, lipurð og hlýju.“ Fyrir hönd íbúa landsins færir forsetinn öllu því fólki sem komið hefur að bólusetningu vegna farsóttarinnar með einhverjum hætti, innilegar þakkir og hlýjar kveðjur og segir að án starfsliðs Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á vettvangi hefði ekki náðst jafn góður árangur í baráttunni við veiruna sem raun ber vitni. „Enn þurfum við að hafa varann á. Enn er verk að vinna. En gott gengi hingað til má blása okkur bjartsýni í brjóst. Með góðri kveðju, Guðni Th. Jóhannesson.“ Forseti Íslands Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Heilbrigðismál Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Svona hefst bréf Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Bréfið var sent í gær en birtist á Facebook-síðu Heilsugæslunnar í dag. Það er stílað á Óskar Reykdalsson, forstjóra heilusgæslunnar, Ragnheiði Ósk Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar, Jórlaugu Heimisdóttur verkefnisstjóra, og Heilsugæsluna alla. Þar segir að áhuga landans á að þiggja bólusetningu megi þakka skilaboðum sérfræðinga, trúverðugleika þeirra og fumlausri framgöngu. „En bólusetningaráætlun okkar heppnaðist ekki síður vel vegna þess að starfsfólk á vettvangi vann sín verk af stakri samviskusemi og þekkingu, lipurð og hlýju.“ Fyrir hönd íbúa landsins færir forsetinn öllu því fólki sem komið hefur að bólusetningu vegna farsóttarinnar með einhverjum hætti, innilegar þakkir og hlýjar kveðjur og segir að án starfsliðs Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á vettvangi hefði ekki náðst jafn góður árangur í baráttunni við veiruna sem raun ber vitni. „Enn þurfum við að hafa varann á. Enn er verk að vinna. En gott gengi hingað til má blása okkur bjartsýni í brjóst. Með góðri kveðju, Guðni Th. Jóhannesson.“
Forseti Íslands Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Heilbrigðismál Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira