Blaðamaður Reuters felldur í átökum við Talibana Samúel Karl Ólason skrifar 16. júlí 2021 10:29 Harðir bardagar hafa beisað við landamæri Afganistans og Pakistans. EPA/M. SADIQ Danish Siddiqui, blaðamaður og ljósmyndari Reuters fréttaveitunnar, féll í bardögum stjórnarhers Afganistans og Talibana við landamæri Afganistans og Pakistans í morgun. Siddiqui var á ferð með afgönskum hermönnum þar sem þeir reyndu að ná aftur tökum á bænum Spin Boldak. Árið 2018 vann Siddiqui Pulitzer-verðlaun, auk annarra ljósmyndara fréttaveitunnar, fyrir myndir þeirra í tengslum við flótta Róhingjafólksins frá Mjanmar. Í tilkynningu Reuters segir að hann hafi verið skotinn til bana af vígamönnum Talibana, ásamt afgönskum liðsforingja. Ljósmyndarinn var á ferð með deild sérsveitarmanna í Kandahar í Afganistan og hafði verið að taka myndir og skrifa fréttir um bardaga þeirra við Talibana. Siddiqui hafði unnið fyrir Reuters frá 2010. Hann var frá Indlandi og hafði meðal annars starfað í Afganistan, Írak, Hong Kong og í Nepal í kjölfar jarðskjálfta. Í meðfylgjandi þræði má sjá myndir og myndskeið sem Siddiqui tók þegar Talibanar sátu fyrir honum og sérsveitarmönnunum fyrr í vikunni. Þá björguðu þeir særðum lögregluþjóni sem var umkringdur í útjaðri Kandahar-borgar. The Humvee in which I was travelling with other special forces was also targeted by at least 3 RPG rounds and other weapons. I was lucky to be safe and capture the visual of one of the rockets hitting the armour plate overhead. pic.twitter.com/wipJmmtupp— Danish Siddiqui (@dansiddiqui) July 13, 2021 Talibanar náðu stjórn á landamærunum fyrr í vikunni og hafa meðlimir stjórnarhersins reynt að ná tökum á landamærastöðinni aftur. AP fréttaveitan segir harða bardaga hafa geisað þar. Fréttaveitan hefur komið höndum yfir myndefni sem sýnir vígamenn Talibana fá aðhlynningu á sjúkrahúsi í Chaman í Pakistan. Ráðamenn í Afganistan hafa um langt skeið sakað Pakistana um að skýla Talibönum en vitað er að leiðtogar þeirra halda til þar í landi. Afganir og Bandaríkjamenn hafa einnig sakað Pakistan um að hleypa vígamönnum inn í landið til að fá aðhlynningu. Afganistan Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Árið 2018 vann Siddiqui Pulitzer-verðlaun, auk annarra ljósmyndara fréttaveitunnar, fyrir myndir þeirra í tengslum við flótta Róhingjafólksins frá Mjanmar. Í tilkynningu Reuters segir að hann hafi verið skotinn til bana af vígamönnum Talibana, ásamt afgönskum liðsforingja. Ljósmyndarinn var á ferð með deild sérsveitarmanna í Kandahar í Afganistan og hafði verið að taka myndir og skrifa fréttir um bardaga þeirra við Talibana. Siddiqui hafði unnið fyrir Reuters frá 2010. Hann var frá Indlandi og hafði meðal annars starfað í Afganistan, Írak, Hong Kong og í Nepal í kjölfar jarðskjálfta. Í meðfylgjandi þræði má sjá myndir og myndskeið sem Siddiqui tók þegar Talibanar sátu fyrir honum og sérsveitarmönnunum fyrr í vikunni. Þá björguðu þeir særðum lögregluþjóni sem var umkringdur í útjaðri Kandahar-borgar. The Humvee in which I was travelling with other special forces was also targeted by at least 3 RPG rounds and other weapons. I was lucky to be safe and capture the visual of one of the rockets hitting the armour plate overhead. pic.twitter.com/wipJmmtupp— Danish Siddiqui (@dansiddiqui) July 13, 2021 Talibanar náðu stjórn á landamærunum fyrr í vikunni og hafa meðlimir stjórnarhersins reynt að ná tökum á landamærastöðinni aftur. AP fréttaveitan segir harða bardaga hafa geisað þar. Fréttaveitan hefur komið höndum yfir myndefni sem sýnir vígamenn Talibana fá aðhlynningu á sjúkrahúsi í Chaman í Pakistan. Ráðamenn í Afganistan hafa um langt skeið sakað Pakistana um að skýla Talibönum en vitað er að leiðtogar þeirra halda til þar í landi. Afganir og Bandaríkjamenn hafa einnig sakað Pakistan um að hleypa vígamönnum inn í landið til að fá aðhlynningu.
Afganistan Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira