Þekktasti blaðamaður Hollands dáinn eftir skotárás í síðustu viku Samúel Karl Ólason skrifar 15. júlí 2021 14:49 Peter R. de Vries hafði lengi barist gegn skipulagðri glæpastarfsemi í Amsterdam. AP/Peter Dejong Peter R. de Vries, þekktur hollenskur rannsóknarblaðamaður er látinn. Hann dó í dag eftir að hafa verið skotinn á götu út í Amsterdam í síðustu viku, þann 6. júlí. De Vries dó af sárum sínum í dag en hann var 64 ára gamall. RTL, sjónvarpsstöð sem de Vries vann reglulega fyrir tilkynnti dauða hans í dag. Þar segir að hann hafi dáið umkringdur ástvinum sínum. Þá eru þeir sem virtu de Vries hvattir til að halda áfram baráttu hans fyrir réttlæti. Í yfirlýsingunni segir einnig að de Vries hafi lifað eftir þeirri sannfæringu sinni að berjast fyrir frelsi. Í frétt AP segir að de Vries hafi verið þekktasti blaðamaður Hollands. Hann hafi lengi barst gegn óréttlæti í Hollandi og hafi verið þyrnir í síðu glæpagengja í sífellt harðnandi undirheimi Amsterdam. Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, vottaði de Vries virðingu sína á Twitter í dag. Hann sagði blaðamanninn hafa verið óttalausan í baráttu sinni fyrir sannleika og réttlæti. Peter R. de Vries was altijd toegewijd, vasthoudend, voor niets en niemand bang. Altijd op zoek naar de waarheid en op de bres voor gerechtigheid. En daarom des te dramatischer dat hij nu zelf slachtoffer is geworden van een groot onrecht.— Mark Rutte (@MinPres) July 15, 2021 De Vries var skotinn skömmu eftir að hann var í umræðuþætti í sjónvarpi. Hann hafði nýlega verið ráðgjafi vitnis sem hafði borið vitni í réttarhöldum gegn meintum foringja glæpagengis sem lögreglan hefur lýst sem hópi morðingja. Tveir hafa verið handteknir vegna skotárásarinnar. Lögreglan segir 21 árs Hollending vera grunaðan um að skjóta blaðamanninn og 35 ára Pólverji er grunaður um að hafa ekið flóttabílnum. Holland Andlát Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Sjá meira
RTL, sjónvarpsstöð sem de Vries vann reglulega fyrir tilkynnti dauða hans í dag. Þar segir að hann hafi dáið umkringdur ástvinum sínum. Þá eru þeir sem virtu de Vries hvattir til að halda áfram baráttu hans fyrir réttlæti. Í yfirlýsingunni segir einnig að de Vries hafi lifað eftir þeirri sannfæringu sinni að berjast fyrir frelsi. Í frétt AP segir að de Vries hafi verið þekktasti blaðamaður Hollands. Hann hafi lengi barst gegn óréttlæti í Hollandi og hafi verið þyrnir í síðu glæpagengja í sífellt harðnandi undirheimi Amsterdam. Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, vottaði de Vries virðingu sína á Twitter í dag. Hann sagði blaðamanninn hafa verið óttalausan í baráttu sinni fyrir sannleika og réttlæti. Peter R. de Vries was altijd toegewijd, vasthoudend, voor niets en niemand bang. Altijd op zoek naar de waarheid en op de bres voor gerechtigheid. En daarom des te dramatischer dat hij nu zelf slachtoffer is geworden van een groot onrecht.— Mark Rutte (@MinPres) July 15, 2021 De Vries var skotinn skömmu eftir að hann var í umræðuþætti í sjónvarpi. Hann hafði nýlega verið ráðgjafi vitnis sem hafði borið vitni í réttarhöldum gegn meintum foringja glæpagengis sem lögreglan hefur lýst sem hópi morðingja. Tveir hafa verið handteknir vegna skotárásarinnar. Lögreglan segir 21 árs Hollending vera grunaðan um að skjóta blaðamanninn og 35 ára Pólverji er grunaður um að hafa ekið flóttabílnum.
Holland Andlát Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Sjá meira