Bólusetning með breyttu sniði í haust Eiður Þór Árnason skrifar 15. júlí 2021 11:29 Engir bólusetningadagar eru fram undan í Laugardaghöll. Vísir/vilhelm Í gær fór fram síðasta fjöldabólusetningin í Laugardalshöll og hér eftir verður bólusetning á höfuðborgarsvæðinu með breyttu sniði. Næstu vikur verður bólusett eftir þörfum á Suðurlandsbraut 34. Stendur fólki til boða að mæta þangað klukkan 14 alla virka daga til að fá bóluefni Janssen eða Pfizer/BioNTech. Þetta á ekki við um tólf til fimmtán ára börn nema í sérstökum tilvikum, til dæmis ef fólk er að flytja erlendis eða börnin eru með áhættuþætti með tilliti til alvarlegra veikinda vegna Covid-19. Frá þessu er greint á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Í kringum 17. ágúst verður fólk boðað í síðustu miðlægu fjöldabólusetninguna þegar Pfizer/BioNTech endurbólusetning fer fram á Suðurlandsbraut. Fjallað var breytingarnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Mælir ekki með því að hraust börn séu bólusett að svo stöddu Í haust er líklegt að fólk geti pantað bólusetningu á sinni heilsugæslu og eru allar líkur á því að Pfizer/BioNTech og Janssen verði þar í boði. Foreldrar munu geta óskað eftir bólusetningu tólf til fimmtán ára barna sinna eftir sumarleyfi heilsugæslu en nánari upplýsingar verða veittar um fyrirkomulagið síðar. Sóttvarnalæknir mælir ekki með almennum bólusetningum hraustra barna 12-15 ára við Covid-19 að svo stöddu en foreldrar munu geta óskað eftir bólusetningu í haust. Mælt er með að börn með áhættuþætti séu bólusett. 5.560 einstaklingar voru bólusettir á landsvísu í gær og hafa 90,2 prósent íbúa á aldrinum 16 ára og eldri nú fengið minnst einn skammt. 85,3 prósent eru nú fullbólusettir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Langþráð frí eftir „vertíð“ í bólusetningum Gleði og tilhlökkun var einkennandi hjá starfsfólki í Laugardalshöll sem stóð sína síðustu vakt þar í dag – að öllu óbreyttu. Fjöldabólusetningum er nú lokið og þó bólusetningum verði framhaldið þá verða þær með breyttu sniði í haust. 14. júlí 2021 19:15 Afgangsbóluefni fer til landa sem á þurfa að halda Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að bóluefni sem verði afangs verði gefið þeim þjóðum sem á þurfi að halda. 14. júlí 2021 15:39 Verða með „björgunarlínu“ í bólusetningu meðan á fríinu stendur Búist er við um 1.700 manns í endurbólusetningu með bóluefni Moderna í Laugardalshöll í dag, síðasta bólusetningardaginn fyrir sumarfrí Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þá hafa 2.000 manns verið boðaðir í bólusetningu með AstraZeneca, en búist er við einhverjum afföllum úr þeim hópi. Þrátt fyrir frí verður ekki ómögulegt að fá bólusetningu á höfuðborgarsvæðinu í sumar. 14. júlí 2021 10:54 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Næstu vikur verður bólusett eftir þörfum á Suðurlandsbraut 34. Stendur fólki til boða að mæta þangað klukkan 14 alla virka daga til að fá bóluefni Janssen eða Pfizer/BioNTech. Þetta á ekki við um tólf til fimmtán ára börn nema í sérstökum tilvikum, til dæmis ef fólk er að flytja erlendis eða börnin eru með áhættuþætti með tilliti til alvarlegra veikinda vegna Covid-19. Frá þessu er greint á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Í kringum 17. ágúst verður fólk boðað í síðustu miðlægu fjöldabólusetninguna þegar Pfizer/BioNTech endurbólusetning fer fram á Suðurlandsbraut. Fjallað var breytingarnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Mælir ekki með því að hraust börn séu bólusett að svo stöddu Í haust er líklegt að fólk geti pantað bólusetningu á sinni heilsugæslu og eru allar líkur á því að Pfizer/BioNTech og Janssen verði þar í boði. Foreldrar munu geta óskað eftir bólusetningu tólf til fimmtán ára barna sinna eftir sumarleyfi heilsugæslu en nánari upplýsingar verða veittar um fyrirkomulagið síðar. Sóttvarnalæknir mælir ekki með almennum bólusetningum hraustra barna 12-15 ára við Covid-19 að svo stöddu en foreldrar munu geta óskað eftir bólusetningu í haust. Mælt er með að börn með áhættuþætti séu bólusett. 5.560 einstaklingar voru bólusettir á landsvísu í gær og hafa 90,2 prósent íbúa á aldrinum 16 ára og eldri nú fengið minnst einn skammt. 85,3 prósent eru nú fullbólusettir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Langþráð frí eftir „vertíð“ í bólusetningum Gleði og tilhlökkun var einkennandi hjá starfsfólki í Laugardalshöll sem stóð sína síðustu vakt þar í dag – að öllu óbreyttu. Fjöldabólusetningum er nú lokið og þó bólusetningum verði framhaldið þá verða þær með breyttu sniði í haust. 14. júlí 2021 19:15 Afgangsbóluefni fer til landa sem á þurfa að halda Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að bóluefni sem verði afangs verði gefið þeim þjóðum sem á þurfi að halda. 14. júlí 2021 15:39 Verða með „björgunarlínu“ í bólusetningu meðan á fríinu stendur Búist er við um 1.700 manns í endurbólusetningu með bóluefni Moderna í Laugardalshöll í dag, síðasta bólusetningardaginn fyrir sumarfrí Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þá hafa 2.000 manns verið boðaðir í bólusetningu með AstraZeneca, en búist er við einhverjum afföllum úr þeim hópi. Þrátt fyrir frí verður ekki ómögulegt að fá bólusetningu á höfuðborgarsvæðinu í sumar. 14. júlí 2021 10:54 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Langþráð frí eftir „vertíð“ í bólusetningum Gleði og tilhlökkun var einkennandi hjá starfsfólki í Laugardalshöll sem stóð sína síðustu vakt þar í dag – að öllu óbreyttu. Fjöldabólusetningum er nú lokið og þó bólusetningum verði framhaldið þá verða þær með breyttu sniði í haust. 14. júlí 2021 19:15
Afgangsbóluefni fer til landa sem á þurfa að halda Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að bóluefni sem verði afangs verði gefið þeim þjóðum sem á þurfi að halda. 14. júlí 2021 15:39
Verða með „björgunarlínu“ í bólusetningu meðan á fríinu stendur Búist er við um 1.700 manns í endurbólusetningu með bóluefni Moderna í Laugardalshöll í dag, síðasta bólusetningardaginn fyrir sumarfrí Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þá hafa 2.000 manns verið boðaðir í bólusetningu með AstraZeneca, en búist er við einhverjum afföllum úr þeim hópi. Þrátt fyrir frí verður ekki ómögulegt að fá bólusetningu á höfuðborgarsvæðinu í sumar. 14. júlí 2021 10:54