Griezmann á leið aftur til Atlético í skiptidíl Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. júlí 2021 14:30 Antoine Griezmann gæti leikið í rauðri og hvítri treyju Atlético Madríd á næstu leiktíð en aðeins ef Saúl Ñíguez fer til Barcelona sem hluti af skiptidíl milli félaganna. Quality Sport Images/Getty Images Franski framherjinn Antoine Griezmann er á leið aftur til Spánarmeistara Atlético Madríd eftir tveggja ára dvöl í Katalóníu hjá Barcelona. Miðjumaðurinn Saúl Ñíguez fer á móti í skiptidíl sem hefur vakið töluverða athygli. Sumarið 2019 keyptu Börsungar framherjann á 120 milljónir evra. Skrifaði Griezmann undir fimm ára samning. Þó aðeins séu tvö ár liðin síðan Barcelona festi kaup á leikmanninum þá er það að gera allt sem það getur til að losna við hann. Ástæðan er einföld, Griezmann er á of háum launum til að félagið geti haldið honum og Lionel Messi. Argentínumaðurinn ku hafa samið við Barcelona á nýjan leik en félagið þarf samt sem áður að búa til pláss á launaskránni. Atlético virðist klárt í að fá Griezmann aftur í sínar raðir enda lék hann frábærlega með félaginu frá 2014 til 2019. Samkvæmt heimildum spænska miðilsins Marca vilja Börsungar litlar 15 milljónir evra fyrir Griezmann en þeir vilja einnig fá spænska miðjumanninn Saúl Ñíguez. Sá skrifaði undir níu ára samning við Atlétitico árið 2017 en virðist nú vilja leita á önnur mið. Barcelona er í leit að miðjumanni eftir að Hollendingurinn Georginio Wijnaldum ákvað að fara til Parísar frekar en Katalóníu. Barcelona and Atletico are in advanced talks for swap deal between Saúl and Griezmann! Both players gave the green light in the last hours. Barça and Atléti now negotiating on price tags. Barça want money included.Liverpool and Chelsea keen on Saúl if deal will collapse.— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 14, 2021 Gangi þessi skiptidíll eftir er ljóst að Börsungar fá inn öflugan miðjumann sem þeir þurfa nauðsynlega á að halda ásamt því að skera vel niður í launapakka félagsins en Griezmann á að vera á himinháum launum. Ísingin ofan á kökuna er svo að Messi skrifar undir nýjan langtíma samning og endar feril sinn hjá félaginu. Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir „Líklegt að lánardrottnar hafi ekki haft trú á langtímaáætlunum þeirra“ Það er ljóst að fjárhagsstaða spænska knattspyrnuliðsins Barcelona er slæm en talið er að hún sé mögulega mun verri en gefið hefur verið út. 9. júlí 2021 13:30 Tebas hjá La Liga: Það væri peningasvindl ef Messi fer til Man. City eða PSG Javier Tebas, forstjóri spænsku deildarinnar, segir að það yrði alltaf brot á rekstrarreglum fótboltans ef að Paris Saint-Germain eða Manchester City myndu semja við Lionel Messi í sumar. 9. júlí 2021 08:30 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira
Sumarið 2019 keyptu Börsungar framherjann á 120 milljónir evra. Skrifaði Griezmann undir fimm ára samning. Þó aðeins séu tvö ár liðin síðan Barcelona festi kaup á leikmanninum þá er það að gera allt sem það getur til að losna við hann. Ástæðan er einföld, Griezmann er á of háum launum til að félagið geti haldið honum og Lionel Messi. Argentínumaðurinn ku hafa samið við Barcelona á nýjan leik en félagið þarf samt sem áður að búa til pláss á launaskránni. Atlético virðist klárt í að fá Griezmann aftur í sínar raðir enda lék hann frábærlega með félaginu frá 2014 til 2019. Samkvæmt heimildum spænska miðilsins Marca vilja Börsungar litlar 15 milljónir evra fyrir Griezmann en þeir vilja einnig fá spænska miðjumanninn Saúl Ñíguez. Sá skrifaði undir níu ára samning við Atlétitico árið 2017 en virðist nú vilja leita á önnur mið. Barcelona er í leit að miðjumanni eftir að Hollendingurinn Georginio Wijnaldum ákvað að fara til Parísar frekar en Katalóníu. Barcelona and Atletico are in advanced talks for swap deal between Saúl and Griezmann! Both players gave the green light in the last hours. Barça and Atléti now negotiating on price tags. Barça want money included.Liverpool and Chelsea keen on Saúl if deal will collapse.— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 14, 2021 Gangi þessi skiptidíll eftir er ljóst að Börsungar fá inn öflugan miðjumann sem þeir þurfa nauðsynlega á að halda ásamt því að skera vel niður í launapakka félagsins en Griezmann á að vera á himinháum launum. Ísingin ofan á kökuna er svo að Messi skrifar undir nýjan langtíma samning og endar feril sinn hjá félaginu.
Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir „Líklegt að lánardrottnar hafi ekki haft trú á langtímaáætlunum þeirra“ Það er ljóst að fjárhagsstaða spænska knattspyrnuliðsins Barcelona er slæm en talið er að hún sé mögulega mun verri en gefið hefur verið út. 9. júlí 2021 13:30 Tebas hjá La Liga: Það væri peningasvindl ef Messi fer til Man. City eða PSG Javier Tebas, forstjóri spænsku deildarinnar, segir að það yrði alltaf brot á rekstrarreglum fótboltans ef að Paris Saint-Germain eða Manchester City myndu semja við Lionel Messi í sumar. 9. júlí 2021 08:30 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira
„Líklegt að lánardrottnar hafi ekki haft trú á langtímaáætlunum þeirra“ Það er ljóst að fjárhagsstaða spænska knattspyrnuliðsins Barcelona er slæm en talið er að hún sé mögulega mun verri en gefið hefur verið út. 9. júlí 2021 13:30
Tebas hjá La Liga: Það væri peningasvindl ef Messi fer til Man. City eða PSG Javier Tebas, forstjóri spænsku deildarinnar, segir að það yrði alltaf brot á rekstrarreglum fótboltans ef að Paris Saint-Germain eða Manchester City myndu semja við Lionel Messi í sumar. 9. júlí 2021 08:30