Með hiksta í rúma tíu daga og kominn á sjúkrahús Samúel Karl Ólason skrifar 14. júlí 2021 15:10 Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu. AP/Eraldo Peres Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur verið lagður inn á sjúkrahús. Hann er sagður finna til í maganum eftir að hafa verið með hiksta í meira en í tíu dag. Hann var lagður inn á hersjúkrahús í Brasilíu, höfuðborg Brasilíu, og á að vera undir eftirliti lækna í minnst tvo sólarhringa. Hinn 66 ára gamli Bolsonaro er sagður vera hress í yfirlýsingu frá forsetaembættinu sem vitnað er í í frétt Guardian. Vitnað er í brasilískan blaðamann sem segir Bolsonaro hafa verið með harðlífi. Þá ku heilsa forsetans hafa verið mikið milli tannanna á fólki í Brasilíu eftir að Bolsonaro virtist eiga erfitt með að tala í nýlegu viðtali. O soluço do Bolsonaro não para? pic.twitter.com/B2AwOJF6Wk— Marcelo Rubens Paiva (@marcelorubens) July 12, 2021 Bolsonaro er einnig sagður hafa yfirgefið matarboð í síðustu viku vegna þess að honum hafi liðið illa. Í nýlegri færslu á samfélagsmiðlum sagði Bolsonaro að hiksta hans mætti rekja til vandræða með lyf sem hann fékk eftir að hann fór í tannaðgerð í síðasta mánuði. Vinsældir forsetans hafa hrapað á undanförnum vikum og hefur Guardian eftir greinendum að fólk sé reitt yfir meðhöndlun hans á faraldri nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. Í Brasilíu hafa minnst 535 þúsund manns dáið vegna Covid-19, svo vitað sé. Bolsonaro, sem sjálfur hefur smitast af Covid19, hefur ítrekað gert lítið úr faraldrinum og líkt honum við flensu. Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Fleiri fréttir Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Sjá meira
Hinn 66 ára gamli Bolsonaro er sagður vera hress í yfirlýsingu frá forsetaembættinu sem vitnað er í í frétt Guardian. Vitnað er í brasilískan blaðamann sem segir Bolsonaro hafa verið með harðlífi. Þá ku heilsa forsetans hafa verið mikið milli tannanna á fólki í Brasilíu eftir að Bolsonaro virtist eiga erfitt með að tala í nýlegu viðtali. O soluço do Bolsonaro não para? pic.twitter.com/B2AwOJF6Wk— Marcelo Rubens Paiva (@marcelorubens) July 12, 2021 Bolsonaro er einnig sagður hafa yfirgefið matarboð í síðustu viku vegna þess að honum hafi liðið illa. Í nýlegri færslu á samfélagsmiðlum sagði Bolsonaro að hiksta hans mætti rekja til vandræða með lyf sem hann fékk eftir að hann fór í tannaðgerð í síðasta mánuði. Vinsældir forsetans hafa hrapað á undanförnum vikum og hefur Guardian eftir greinendum að fólk sé reitt yfir meðhöndlun hans á faraldri nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. Í Brasilíu hafa minnst 535 þúsund manns dáið vegna Covid-19, svo vitað sé. Bolsonaro, sem sjálfur hefur smitast af Covid19, hefur ítrekað gert lítið úr faraldrinum og líkt honum við flensu.
Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Fleiri fréttir Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Sjá meira