Markvörður Arsenal gerði kostuleg mistök í fyrsta leiknum með aðalliðinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. júlí 2021 09:00 Arthur Okonkwo verður væntanlega þriðji markvörður Arsenal á næsta tímabili. getty/Stuart MacFarlane Markvörðurinn Arthur Okonkwo gerði sig sekan um slæm mistök í sínum fyrsta leik fyrir aðallið Arsenal í gær. Skytturnar töpuðu þá fyrir Hibernian frá Skotlandi í æfingaleik. Hinn nítján ára Okonkwo skrifaði undir þriggja ára samning við Arsenal í síðustu viku og í gær byrjaði hann fyrsta æfingaleik liðsins á undirbúningstímabilinu. Frumraun Okonkwos með aðalliði Arsenal fór brösuglega af stað. Á 21. mínútu í leiknum í gær sendi Cédric Soares boltann til baka á Okonkwo. Sendingin var ekkert sérstök og boltinn skoppaði fyrir framan markvörðinn. Hann reyndi að hreinsa frá en hitti ekki boltann. Martin Boyle þakkaði pent fyrir sig og skoraði í autt markið eins og sjá má hér fyrir neðan. Hibernian take the lead. Awful goal to concede. pic.twitter.com/IyINrwJ9p9— TheAFCnewsroom (@TheAFCnewsroom) July 13, 2021 Okonkwo lék fyrri hálfleikinn í gær en Karl Hein stóð á milli stanganna í þeim seinni. Hann kom engum vörnum við þegar Hibernian komst í 2-0 á 69. mínútu með marki Daniels Mackay. Fjórum mínútum síðar fékk Arsenal vítaspyrnu en Nicolas Pépé brást bogalistin. Emile Smith Rowe minnkaði muninn í 2-1 á 82. mínútu en nær komust Skytturnar ekki. Rúnar Alex Rúnarsson var ekki í leikmannahópi Arsenal í gær. Hann hefur verið orðaður við Altay Spor sem er nýliði í tyrknesku úrvalsdeildinni. Rúnar Alex lék fjóra leiki fyrir Arsenal á síðasta tímabili. Enski boltinn Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Fleiri fréttir Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Sjá meira
Hinn nítján ára Okonkwo skrifaði undir þriggja ára samning við Arsenal í síðustu viku og í gær byrjaði hann fyrsta æfingaleik liðsins á undirbúningstímabilinu. Frumraun Okonkwos með aðalliði Arsenal fór brösuglega af stað. Á 21. mínútu í leiknum í gær sendi Cédric Soares boltann til baka á Okonkwo. Sendingin var ekkert sérstök og boltinn skoppaði fyrir framan markvörðinn. Hann reyndi að hreinsa frá en hitti ekki boltann. Martin Boyle þakkaði pent fyrir sig og skoraði í autt markið eins og sjá má hér fyrir neðan. Hibernian take the lead. Awful goal to concede. pic.twitter.com/IyINrwJ9p9— TheAFCnewsroom (@TheAFCnewsroom) July 13, 2021 Okonkwo lék fyrri hálfleikinn í gær en Karl Hein stóð á milli stanganna í þeim seinni. Hann kom engum vörnum við þegar Hibernian komst í 2-0 á 69. mínútu með marki Daniels Mackay. Fjórum mínútum síðar fékk Arsenal vítaspyrnu en Nicolas Pépé brást bogalistin. Emile Smith Rowe minnkaði muninn í 2-1 á 82. mínútu en nær komust Skytturnar ekki. Rúnar Alex Rúnarsson var ekki í leikmannahópi Arsenal í gær. Hann hefur verið orðaður við Altay Spor sem er nýliði í tyrknesku úrvalsdeildinni. Rúnar Alex lék fjóra leiki fyrir Arsenal á síðasta tímabili.
Enski boltinn Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Fleiri fréttir Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Sjá meira