Vonast til að vera klár fyrir næsta leik eftir „hné í læri af dýrari gerðinni“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júlí 2021 15:01 Sindri Kristinn átti frábæran leik í gær. Vísir/Hulda Margrét Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður Keflavíkur, átti svo sannarlega viðburðaríkan leik er lið hans tapaði 0-1 fyrir KR á Meistaravöllum í Pepsi Max deild karla. Sindri Kristinn fékk þungt högg á þriðju mínútu, kláraði leikinn og varði vítaspyrnu. Strax á þriðju mínútu í viðureign KR og Keflavíkur lendir Sindri Kristinn í hörku árekstri við samherja sinn Ástbjörn Þórðarson. Sindri Kristinn stakk við fæti það sem eftir lifði leiks en kláraði þó leikinn og var að öðrum ólöstuðum maður leiksins. Hann varði í þrígang vel frá Óskari Erni Haukssyni í fyrri hálfleik og kórónaði svo leik sinn með því að verja vítaspyrnu Pálma Rafns Pálmasonar í síðari hálfleik. „Þetta er svona hné í læri af dýrari gerðinni. Morgundagurinn verður ekkert sérstakur hjá honum,“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi Stúkunnar, að leik loknum. Sjá má allt það helsta úr leiknum sem og umræðuna í Stúkunni eftir leik í spilaranum hér að neðan. „Ég er að drepast en þetta er bara góð meðferð og svo verð ég vonandi 100 prósent á mánudaginn,“ sagði Sindri Kristinn í stuttu spjalli við Vísi fyrr í dag. Keflavík mætir Víkingum á mánudaginn kemur. Klippa: Sindri Kristinn allt í öllu „KR-ingar geta kannski þakkað fyrir að hann var ekki heill heilsu því þá hefði hann líklega varið þennan líka miðað við hvernig leik Sindri átti hérna í dag. Ég vona bara innilega að hann verði klár fyrir næsta leik og það kæmi mér nú ekki mikið á óvart.“ „Ég þjálfaði nú Sindra einu sinni og hann er alger adrenalín sjúklingur. Ef eitthvað svona gerist eða það verða einhver læti þá verður Sindri bara betri. Þetta var klárlega svoleiðis augnablik hjá kallinum,“ sagði Máni Pétursson, annar af sérfræðingum Stúkunnar. Sindri var spurður út í ummæli Mána. „Máni var að þjálfa mig 2014 og 2015. Þó að ég sé öskrandi brjálaður öllum stundum þá elska ég smá action. Finnst nú samt betra að spila heill heldur en ekki. Það er samt bara gaman að þessu en ég er töluvert rólegri í dag en ég var á þeim tíma. Maður er samt að spila fótbolta og sækist í smá action við og við,“ sagði markvörðurinn öflugi og hló. KR vann eins og áður sagði 1-0 sigur þökk sé glæsilegu marki Arnþórs Inga Kristinssonar. Heimamenn hefðu getað gengið frá leiknum ef ekki hefði verið fyrir frábæran leik Sindra í markinu þó svo að hann hafi nánast verið á annarri löppinni frá þriðju mínútu leiksins. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Keflavík ÍF Pepsi Max stúkan Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - Keflavík 1-0 | Öflugur sigur KR í heimkomu Elmars Theódór Elmar Bjarnason spilaði í Vesturbænum í fyrsta skipti í háa herrans tíð er KR vann 1-0 sigur á heitum Keflvíkingum. 12. júlí 2021 21:12 Arnþór Ingi: Þetta kom beint af æfingasvæðinu Arnþór Ingi Kristinsson miðjumaður KR var ánægður með 1-0 sigur KR á Keflavík fyrr í kvöld. 12. júlí 2021 21:49 „Það sem við köllum gott svindl“ Þorkell Máni Pétursson segir að Einar Ingi Jóhannsson hafi fallið í gildru Kennies Chopart þegar hann dæmdi vítaspyrnu í leik KR og Keflavíkur í Pepsi Max-deild karla í gær. 13. júlí 2021 11:03 Mest lesið Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Fleiri fréttir „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Sjá meira
Strax á þriðju mínútu í viðureign KR og Keflavíkur lendir Sindri Kristinn í hörku árekstri við samherja sinn Ástbjörn Þórðarson. Sindri Kristinn stakk við fæti það sem eftir lifði leiks en kláraði þó leikinn og var að öðrum ólöstuðum maður leiksins. Hann varði í þrígang vel frá Óskari Erni Haukssyni í fyrri hálfleik og kórónaði svo leik sinn með því að verja vítaspyrnu Pálma Rafns Pálmasonar í síðari hálfleik. „Þetta er svona hné í læri af dýrari gerðinni. Morgundagurinn verður ekkert sérstakur hjá honum,“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi Stúkunnar, að leik loknum. Sjá má allt það helsta úr leiknum sem og umræðuna í Stúkunni eftir leik í spilaranum hér að neðan. „Ég er að drepast en þetta er bara góð meðferð og svo verð ég vonandi 100 prósent á mánudaginn,“ sagði Sindri Kristinn í stuttu spjalli við Vísi fyrr í dag. Keflavík mætir Víkingum á mánudaginn kemur. Klippa: Sindri Kristinn allt í öllu „KR-ingar geta kannski þakkað fyrir að hann var ekki heill heilsu því þá hefði hann líklega varið þennan líka miðað við hvernig leik Sindri átti hérna í dag. Ég vona bara innilega að hann verði klár fyrir næsta leik og það kæmi mér nú ekki mikið á óvart.“ „Ég þjálfaði nú Sindra einu sinni og hann er alger adrenalín sjúklingur. Ef eitthvað svona gerist eða það verða einhver læti þá verður Sindri bara betri. Þetta var klárlega svoleiðis augnablik hjá kallinum,“ sagði Máni Pétursson, annar af sérfræðingum Stúkunnar. Sindri var spurður út í ummæli Mána. „Máni var að þjálfa mig 2014 og 2015. Þó að ég sé öskrandi brjálaður öllum stundum þá elska ég smá action. Finnst nú samt betra að spila heill heldur en ekki. Það er samt bara gaman að þessu en ég er töluvert rólegri í dag en ég var á þeim tíma. Maður er samt að spila fótbolta og sækist í smá action við og við,“ sagði markvörðurinn öflugi og hló. KR vann eins og áður sagði 1-0 sigur þökk sé glæsilegu marki Arnþórs Inga Kristinssonar. Heimamenn hefðu getað gengið frá leiknum ef ekki hefði verið fyrir frábæran leik Sindra í markinu þó svo að hann hafi nánast verið á annarri löppinni frá þriðju mínútu leiksins. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Keflavík ÍF Pepsi Max stúkan Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - Keflavík 1-0 | Öflugur sigur KR í heimkomu Elmars Theódór Elmar Bjarnason spilaði í Vesturbænum í fyrsta skipti í háa herrans tíð er KR vann 1-0 sigur á heitum Keflvíkingum. 12. júlí 2021 21:12 Arnþór Ingi: Þetta kom beint af æfingasvæðinu Arnþór Ingi Kristinsson miðjumaður KR var ánægður með 1-0 sigur KR á Keflavík fyrr í kvöld. 12. júlí 2021 21:49 „Það sem við köllum gott svindl“ Þorkell Máni Pétursson segir að Einar Ingi Jóhannsson hafi fallið í gildru Kennies Chopart þegar hann dæmdi vítaspyrnu í leik KR og Keflavíkur í Pepsi Max-deild karla í gær. 13. júlí 2021 11:03 Mest lesið Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Fleiri fréttir „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: KR - Keflavík 1-0 | Öflugur sigur KR í heimkomu Elmars Theódór Elmar Bjarnason spilaði í Vesturbænum í fyrsta skipti í háa herrans tíð er KR vann 1-0 sigur á heitum Keflvíkingum. 12. júlí 2021 21:12
Arnþór Ingi: Þetta kom beint af æfingasvæðinu Arnþór Ingi Kristinsson miðjumaður KR var ánægður með 1-0 sigur KR á Keflavík fyrr í kvöld. 12. júlí 2021 21:49
„Það sem við köllum gott svindl“ Þorkell Máni Pétursson segir að Einar Ingi Jóhannsson hafi fallið í gildru Kennies Chopart þegar hann dæmdi vítaspyrnu í leik KR og Keflavíkur í Pepsi Max-deild karla í gær. 13. júlí 2021 11:03
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn