Segir allt mjög fagmannlegt hjá Bayern og getur ekki beðið eftir að hefjast handa Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. júlí 2021 12:51 Glódís Perla við undirskriftina í dag. FC Bayern Þýskalandsmeistarar Bayern München tilkynntu landsliðsmiðvörðinn Glódísi Perlu Viggósdóttir til leiks með myndbandi á samfélagsmiðlum sínum. Þar kemur fram að Glódís Perla stefnir á að hjálpa liðinu að gera enn betur. Mun hún leika í treyju númer 14 hjá félaginu. Glódís Perla var tilkynnt sem leikmaður Bayern fyrr í dag og nú hefur félagið birt myndband þar sem landsliðsmiðvörðurinn kynnir sjálfa sig. Myndbandið má sjá neðar í fréttinni. „Hæ, ég heiti Glódís Perla og er ný hjá félaginu. Er 26 ára gömul og spila sem miðvörður og ég get ekki beðið eftir að sjá ykkur öll hér,“ segir Glódís Perla í upphafi myndbandsins. „Mín fyrstu viðbrögð eru að allt sé mjög fagmannlegt hér. Æfingasvæðið er frábært og hefur allt sem við leikmenn þurfum svo ég hlakka til að hitta stelpurnar, þjálfarana, starfsfólkið og alla aðra sem koma að liðinu.“ „Hlakka líka til að hefja undirbúningstímabilið, byrja að æfa á fullu og hefja undirbúning fyrir næsta tímabil. Liðið hefur nú þegar skráð sig á spjöld sögunnar en ég vona að við haldið áfram og ég geti hjálpað liðinu að gera enn betur.“ „Allir sem ég hef hitt hér eru mjög almennilegir og þetta er frábært félag.“ „Ég er líkamlega sterkur miðvörður, er góð á boltann og með góðar sendingar út úr vörninni. Vona að ég geti lagt mitt af mörkum og gefið af mér til liðsins,“ sagði miðvörðurinn öflugi um eigin styrkleika. Unsere neue Nummer 14! Innenverteidigerin Glódís Viggósdóttir unterschreibt für drei Jahre beim @FCBayern.Alle Informationen https://t.co/rDptEYsMPs#MiaSanMia pic.twitter.com/8CZdccEL3b— MEISTERINNEN (@FCBfrauen) July 9, 2021 „Markmiðið er alltaf að vinna deildina heima fyrir og fara eins langt og mögulegt er í Meistaradeild Evrópu. Fyrir mig persónulega stefni ég á að aðlagast fljótt og vonandi vinna mér inn sæti í liðinu. Það eru markmið mín fyrir tímabilið,“ sagði Glódís Perla að lokum. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Sjá meira
Þar kemur fram að Glódís Perla stefnir á að hjálpa liðinu að gera enn betur. Mun hún leika í treyju númer 14 hjá félaginu. Glódís Perla var tilkynnt sem leikmaður Bayern fyrr í dag og nú hefur félagið birt myndband þar sem landsliðsmiðvörðurinn kynnir sjálfa sig. Myndbandið má sjá neðar í fréttinni. „Hæ, ég heiti Glódís Perla og er ný hjá félaginu. Er 26 ára gömul og spila sem miðvörður og ég get ekki beðið eftir að sjá ykkur öll hér,“ segir Glódís Perla í upphafi myndbandsins. „Mín fyrstu viðbrögð eru að allt sé mjög fagmannlegt hér. Æfingasvæðið er frábært og hefur allt sem við leikmenn þurfum svo ég hlakka til að hitta stelpurnar, þjálfarana, starfsfólkið og alla aðra sem koma að liðinu.“ „Hlakka líka til að hefja undirbúningstímabilið, byrja að æfa á fullu og hefja undirbúning fyrir næsta tímabil. Liðið hefur nú þegar skráð sig á spjöld sögunnar en ég vona að við haldið áfram og ég geti hjálpað liðinu að gera enn betur.“ „Allir sem ég hef hitt hér eru mjög almennilegir og þetta er frábært félag.“ „Ég er líkamlega sterkur miðvörður, er góð á boltann og með góðar sendingar út úr vörninni. Vona að ég geti lagt mitt af mörkum og gefið af mér til liðsins,“ sagði miðvörðurinn öflugi um eigin styrkleika. Unsere neue Nummer 14! Innenverteidigerin Glódís Viggósdóttir unterschreibt für drei Jahre beim @FCBayern.Alle Informationen https://t.co/rDptEYsMPs#MiaSanMia pic.twitter.com/8CZdccEL3b— MEISTERINNEN (@FCBfrauen) July 9, 2021 „Markmiðið er alltaf að vinna deildina heima fyrir og fara eins langt og mögulegt er í Meistaradeild Evrópu. Fyrir mig persónulega stefni ég á að aðlagast fljótt og vonandi vinna mér inn sæti í liðinu. Það eru markmið mín fyrir tímabilið,“ sagði Glódís Perla að lokum.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Sjá meira