Komdu fagnandi til Eyja Sveinn Waage skrifar 5. júlí 2021 16:01 Já, ég er Eyjamaður. Fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum og nú 50 árum seinna finnst mér enn þá að ég hafi svolítið unnið í fæðingarstaðar-lottóinu. Á erfitt með að ímynda mér betri stað að alast upp á. Þeir sem komið hafa út Eyjar deila vafalítið með mér hughrifunum af náttúrunni þar, hughrif sem eldast ekki af manni hef ég sannreynt. En fyrir mér er hún samt í öðru sæti á eftir samfélaginu, fólkinu, bræðralaginu, húmornum og stemmingunni. Þetta kannast margir við, enda erum við Eyjamenn alræmdir fyrir því að gangast upp í því að vera jú Eyjamenn ( ég er sekur ) Og við vitum það og höfum lúmskt gaman af því. Svolítið háværir, glaðir, oft spontant og við stöndum saman. En þótt við séum kannski stundum fljótfær og með ríflegan hressleika í gangi þá er það kærleikurinn, væntumþykjan og samheldnin sem einkennir okkur ekki síður. Það er engin gleði og stemming án kærleiks. Ekki hægt. Óhætt er að fullyrða að elstu konur og menn muna ekki eftir öðru en að alast upp með og upplifa Þjóðhátíðina okkar á hverju ári á Heimaey. Hún er jú 147 ára gömul og inngróin í okkar líf alla tíð að því er virðist. Hún er partur af okkur. Það er því þungbært fyrir alla Eyjamenn þegar okkar stærsta hátíð verður ár eftir ár fréttamatur deilna, átaka og ofbeldis. Þjóðhátíð er jú orðin annað og meira enn hún var. Þetta var okkar hátíð sem snemma á níunda áratugnum fór að keppa um athygli annarra útihátíða víða um land. Við þekkjum svo þróunina og hvað Þjóðhátíð í Eyjum er orðin í dag. Við þekkjum líka fylgifiska þess er tugþúsundir koma saman að skemmta sér. Það þarf svo fáa hálfvita til. Það skal fúslega viðurkennast að betur hefði mátt takast á við þessar miklu breytingar Þjóðhátíðar á skömmum tíma en þar vantar ekki viljann, heldur frekar reynslu og þekkingu. Það er mjög sorgleg þróun undanfarin ár að orðið „þjóðhátíðarnefnd“ skuli vera bendlað við lægstu hvatir mannsins. Að henni sé sama um fólk og jafnvel styðji nauðgara og geri lítið úr þeirra glæpum. Í þessum nefndum er venjulegt duglegt fjölskyldufólk sem leggur á sig ómælda vinnu við að koma þessari hátíð á koppinn. Oftar en ekki eru svo restin af Eyjamönnum dregnir inn í umræðuna sem samsekir aðilar á „nauðgunarhátíð“ Já, hátíðin okkar er kölluð „nauðgunarhátíð“ ítrekað!? Það er kannski ekki skrítið að gjá hefur myndast á milli Eyjamanna þeirra sem duglegast gagnrýna Þjóðhátíð í hverju skrefi. Hafa verið gerð mistök? Já. Hefði mátt gera betur? Já. Og kannski það mikilvægasta; er einlægur vilji til að gera betur? Og svarið er líka já. Ákvarðanir um ráðningu skemmtikrafta eru ekki gerðar með einhverjum annarlegum hvötum en enginn verður þar sammála. Nefndin er að gera sitt besta að því sem ég best veit og skil. Ég var reyndar klár að senda nefndinni harðort bréf um sárlega vöntun á alvöru rokki, helst þungarokki fyrir okkur rokkhundana, sem eru ófáir í Eyjum. Ég hef íhugað að sniðganga hátíðina og hvetja alla aðra rokkara að gera slíkt hið sama! Já, eða ekki. Ég hlakka til að sjá frábærar listakonur og menn troða upp í Herjólfsdal. Hér er gerð veik tilraun til að moka ofan í þessa þrætugjá, alla veiga nokkrar skóflur. Ég vona að fleiri fylgi mér. Þetta bara gengur ekki lengur. Í annars ágætum útvarpsþætti, þar sem ég var gestur sl. sumar, var sagt orðrétt um helgina: „það er eins og það sé íþrótt innfæddra (Eyjamanna) að nauðga konum“ Burt séð frá hæðni og öllu því er hæpið að nokkurt bæjarfélag vilji sitja undir slíku. Er einhver hissa á að Eyjamenn séu tregir til samskipta. Hér er samt engin tilraun gerð hefja enn eitt rifrildið. Þetta er orðið gott núna. Horfum fram á veginn og hlökkum til Þjóðhátíðar. Það skal líka með harmi, viðurkenna að á okkar ástkæru 147 ára hátíð Eyjamanna og allra landsmanna um leið, hefur kynferðisofbeldi átt sér stað allt of oft og er það aldrei ásættanlegt enda eitt skipti einu skipti of mikið. Á hverju ári er aftur á móti reynt í hvívetna að koma í veg fyrir slíkt með öllum ráðum. Öllum er velkomið að kynna sér betur allt það öfluga starf bæði lögreglu og fjölda gæsluliða, sjálfboðaliða undanfarin ár og ber sérstaklega að nefna göfugt og óeigingjarnt starf Bleika Fílsins sem hefur aukið vitund og sameinað Heimamenn og gesti í baráttunni gegn kynferðisofbeldi sl.10 ár. Starf þeirra er ómetanlegt og nauðsynlegt. Mér segir svo hugur að þau muni hafa meiri aðkomu að þjóðhátíð í framtíðinni ekki veitir af. Vestmannaeyjar eru og hafa alltaf verið líflegur staður, mikil stemming og ástæðan er einföld; Eyja full af fólki stútfullt af kærleik og gleði. Við mætum á okkar Þjóðhátíð eins og við höfum gert í í eina og hálfa öld, tökum á móti gestum og gangandi í gleði og söng í hvítu tjöldunum og í brekkunni í Herjólfsdal. Komdu fagnandi! Höfundur er Eyjamaður og leiðbeinandi í Opna Háskólanum í HR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveinn Waage Vestmannaeyjar Mest lesið Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Já, ég er Eyjamaður. Fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum og nú 50 árum seinna finnst mér enn þá að ég hafi svolítið unnið í fæðingarstaðar-lottóinu. Á erfitt með að ímynda mér betri stað að alast upp á. Þeir sem komið hafa út Eyjar deila vafalítið með mér hughrifunum af náttúrunni þar, hughrif sem eldast ekki af manni hef ég sannreynt. En fyrir mér er hún samt í öðru sæti á eftir samfélaginu, fólkinu, bræðralaginu, húmornum og stemmingunni. Þetta kannast margir við, enda erum við Eyjamenn alræmdir fyrir því að gangast upp í því að vera jú Eyjamenn ( ég er sekur ) Og við vitum það og höfum lúmskt gaman af því. Svolítið háværir, glaðir, oft spontant og við stöndum saman. En þótt við séum kannski stundum fljótfær og með ríflegan hressleika í gangi þá er það kærleikurinn, væntumþykjan og samheldnin sem einkennir okkur ekki síður. Það er engin gleði og stemming án kærleiks. Ekki hægt. Óhætt er að fullyrða að elstu konur og menn muna ekki eftir öðru en að alast upp með og upplifa Þjóðhátíðina okkar á hverju ári á Heimaey. Hún er jú 147 ára gömul og inngróin í okkar líf alla tíð að því er virðist. Hún er partur af okkur. Það er því þungbært fyrir alla Eyjamenn þegar okkar stærsta hátíð verður ár eftir ár fréttamatur deilna, átaka og ofbeldis. Þjóðhátíð er jú orðin annað og meira enn hún var. Þetta var okkar hátíð sem snemma á níunda áratugnum fór að keppa um athygli annarra útihátíða víða um land. Við þekkjum svo þróunina og hvað Þjóðhátíð í Eyjum er orðin í dag. Við þekkjum líka fylgifiska þess er tugþúsundir koma saman að skemmta sér. Það þarf svo fáa hálfvita til. Það skal fúslega viðurkennast að betur hefði mátt takast á við þessar miklu breytingar Þjóðhátíðar á skömmum tíma en þar vantar ekki viljann, heldur frekar reynslu og þekkingu. Það er mjög sorgleg þróun undanfarin ár að orðið „þjóðhátíðarnefnd“ skuli vera bendlað við lægstu hvatir mannsins. Að henni sé sama um fólk og jafnvel styðji nauðgara og geri lítið úr þeirra glæpum. Í þessum nefndum er venjulegt duglegt fjölskyldufólk sem leggur á sig ómælda vinnu við að koma þessari hátíð á koppinn. Oftar en ekki eru svo restin af Eyjamönnum dregnir inn í umræðuna sem samsekir aðilar á „nauðgunarhátíð“ Já, hátíðin okkar er kölluð „nauðgunarhátíð“ ítrekað!? Það er kannski ekki skrítið að gjá hefur myndast á milli Eyjamanna þeirra sem duglegast gagnrýna Þjóðhátíð í hverju skrefi. Hafa verið gerð mistök? Já. Hefði mátt gera betur? Já. Og kannski það mikilvægasta; er einlægur vilji til að gera betur? Og svarið er líka já. Ákvarðanir um ráðningu skemmtikrafta eru ekki gerðar með einhverjum annarlegum hvötum en enginn verður þar sammála. Nefndin er að gera sitt besta að því sem ég best veit og skil. Ég var reyndar klár að senda nefndinni harðort bréf um sárlega vöntun á alvöru rokki, helst þungarokki fyrir okkur rokkhundana, sem eru ófáir í Eyjum. Ég hef íhugað að sniðganga hátíðina og hvetja alla aðra rokkara að gera slíkt hið sama! Já, eða ekki. Ég hlakka til að sjá frábærar listakonur og menn troða upp í Herjólfsdal. Hér er gerð veik tilraun til að moka ofan í þessa þrætugjá, alla veiga nokkrar skóflur. Ég vona að fleiri fylgi mér. Þetta bara gengur ekki lengur. Í annars ágætum útvarpsþætti, þar sem ég var gestur sl. sumar, var sagt orðrétt um helgina: „það er eins og það sé íþrótt innfæddra (Eyjamanna) að nauðga konum“ Burt séð frá hæðni og öllu því er hæpið að nokkurt bæjarfélag vilji sitja undir slíku. Er einhver hissa á að Eyjamenn séu tregir til samskipta. Hér er samt engin tilraun gerð hefja enn eitt rifrildið. Þetta er orðið gott núna. Horfum fram á veginn og hlökkum til Þjóðhátíðar. Það skal líka með harmi, viðurkenna að á okkar ástkæru 147 ára hátíð Eyjamanna og allra landsmanna um leið, hefur kynferðisofbeldi átt sér stað allt of oft og er það aldrei ásættanlegt enda eitt skipti einu skipti of mikið. Á hverju ári er aftur á móti reynt í hvívetna að koma í veg fyrir slíkt með öllum ráðum. Öllum er velkomið að kynna sér betur allt það öfluga starf bæði lögreglu og fjölda gæsluliða, sjálfboðaliða undanfarin ár og ber sérstaklega að nefna göfugt og óeigingjarnt starf Bleika Fílsins sem hefur aukið vitund og sameinað Heimamenn og gesti í baráttunni gegn kynferðisofbeldi sl.10 ár. Starf þeirra er ómetanlegt og nauðsynlegt. Mér segir svo hugur að þau muni hafa meiri aðkomu að þjóðhátíð í framtíðinni ekki veitir af. Vestmannaeyjar eru og hafa alltaf verið líflegur staður, mikil stemming og ástæðan er einföld; Eyja full af fólki stútfullt af kærleik og gleði. Við mætum á okkar Þjóðhátíð eins og við höfum gert í í eina og hálfa öld, tökum á móti gestum og gangandi í gleði og söng í hvítu tjöldunum og í brekkunni í Herjólfsdal. Komdu fagnandi! Höfundur er Eyjamaður og leiðbeinandi í Opna Háskólanum í HR.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun