Leggja allt kapp á að halda Harry Kane Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. júlí 2021 17:01 Harry Kane hefur gefið út að hann vilji yfirgefa Tottenham en félagið er ekki tilbúið að hleypa honum svo glatt í burtu. EPA-EFE/Ettore Ferrari Fabio Paratici, nýráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá enska knattspyrnufélaginu Tottenham Hotspur, segir félagið leggja allt kapp á að helda enska landsliðsframherjanum Harry Kane innan sinna raða. Undir lok síðasta tímabils staðfesti hinn 27 ára gamli Kane að hann vildi yfirgefa Tottenham. Manchester City ku nú þegar hafa boðið 100 milljónir punda í leikmanninn en því var hafnað. Kane virtist sáttur með að vera áfram í Lundúnum þegar José Mourinho var knattspyrnustjóri liðsins en Mourinho er nú haldinn til Rómarborgar og Nuno Espírito Santo er tekinn við Spurs. „Það er ekki aðeins markmið mitt heldur okkar sem félags,“ sagði Paratici í viðtali við Sky um að halda Kane hjá félaginu. „Ég get ekki beðið að sjá hann spila með eigin augum. Ég hef séð mikið af topp leikmönnum í gegnum tíðina og hann er einn albesti framherji í heimi um þessar mundir. Hann er hinn fullkomni leikmaður, mjög sérstakur,“ sagði Paratici sem starfaði lengi vel fyrir Juventus og veit því sitthvað um frábæra framherja. "I can't wait to watch him play live, I've been really lucky in the past years because I've watched a lot of top players and strikers, like Cristiano Ronaldo, Carlos Tevez, Alvaro Morata, Gonzalo Higuain..."— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) July 5, 2021 Hann hélt áfram að ausa lofi yfir Kane, sagði hann vera með líkamsbyggingu eins og alvöru framherji, gæti skotið með báðum fótum og lagt upp mörk þar sem hann væri liðsmaður. „Ég hef ekki enn heyrt í honum persónulega þar sem ég vil ekki trufla menn sem eru á Evrópumótinu, það er ekki sanngjarnt. Þeir eru að einbeita sér að landsliðsmarkmiðum sínum,“ sagði Paratici að lokum í viðtali við Sky Sports. Tottenham mætir Manchester City í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í haust. Forvitnilegt verður að sjá hvaða lit Kane klæðist í leiknum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Fleiri fréttir Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Sjá meira
Undir lok síðasta tímabils staðfesti hinn 27 ára gamli Kane að hann vildi yfirgefa Tottenham. Manchester City ku nú þegar hafa boðið 100 milljónir punda í leikmanninn en því var hafnað. Kane virtist sáttur með að vera áfram í Lundúnum þegar José Mourinho var knattspyrnustjóri liðsins en Mourinho er nú haldinn til Rómarborgar og Nuno Espírito Santo er tekinn við Spurs. „Það er ekki aðeins markmið mitt heldur okkar sem félags,“ sagði Paratici í viðtali við Sky um að halda Kane hjá félaginu. „Ég get ekki beðið að sjá hann spila með eigin augum. Ég hef séð mikið af topp leikmönnum í gegnum tíðina og hann er einn albesti framherji í heimi um þessar mundir. Hann er hinn fullkomni leikmaður, mjög sérstakur,“ sagði Paratici sem starfaði lengi vel fyrir Juventus og veit því sitthvað um frábæra framherja. "I can't wait to watch him play live, I've been really lucky in the past years because I've watched a lot of top players and strikers, like Cristiano Ronaldo, Carlos Tevez, Alvaro Morata, Gonzalo Higuain..."— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) July 5, 2021 Hann hélt áfram að ausa lofi yfir Kane, sagði hann vera með líkamsbyggingu eins og alvöru framherji, gæti skotið með báðum fótum og lagt upp mörk þar sem hann væri liðsmaður. „Ég hef ekki enn heyrt í honum persónulega þar sem ég vil ekki trufla menn sem eru á Evrópumótinu, það er ekki sanngjarnt. Þeir eru að einbeita sér að landsliðsmarkmiðum sínum,“ sagði Paratici að lokum í viðtali við Sky Sports. Tottenham mætir Manchester City í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í haust. Forvitnilegt verður að sjá hvaða lit Kane klæðist í leiknum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Fleiri fréttir Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Sjá meira