Læti eftir leik á Wimbledon mótinu: „Þú veist að hún er að ljúga“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2021 10:31 Hin ástralska Ajla Tomljanovic komst áfram á Wimbledon mótinu eftir sigur á Jelena Ostapenko frá Lettlandi. AP/Alberto Pezzali Ástralinn Ajla Tomljanovic er komin áfram í fjórðu umferð á Wimbledon mótinu í tennis en leikur hennar í þriðju umferðinni komst í fréttirnar eftir rifrildi milli hennar og mótherjans, Jelenu Ostapenko frá Lettlandi. Tomljanovic byrjaði leikinn ekki vel og Ostapenko vann fyrsta settið 4-6. Hún tryggði sér aftur á móti sigur og sæti í næstu umferð með því að vinna næstu tvö sett 6-4 og 6-2. Leiðindin á milli Tomljanovic og Ostapenko byrjuðu fyrir alvöru í síðasta settinu þegar Ostapenko tók sér meiðslaleikhlé í stöðunni 4-0 fyrir Tomljanovic. Ajla Tomljanovic and Jelena Ostapenko traded insults in front of the umpire at the end of their third-round match #bbctennis #Wimbledon— BBC Sport (@BBCSport) July 4, 2021 Tomljanovic var mjög ósátt með það og taldi mótherja sinn vera að gera sér upp meiðsli til að leita ráða hjá þjálfara sínum. Fram að því var ekki hægt að sjá að sú lettneska væri að glíma við einhver meiðsli. Tomljanovic reiddist þegar Ostapenko fékk að taka leikhléið. „Þú veist að hún er að ljúga, við vitum það öll,“ sagði hún við dómara leiksins. Dómarinn svaraði með því að Ostapenko ætti rétt á því að leita sér lækninga í búningsklefanum. Ostapenko tók sér líka langan tíma og lengri tíma en hún mátti. Allt í einu stoppaði klukkan og Tomljanovic spurði af hverju. Ostapenko lét loksins sjá sig en tókst ekki að stoppa Tomljanovic sem vann settið 6-2 og þar með leikinn. 'You're the WORST player on the tour'Jelena Ostapenko rages at Ajla Tomljanovic after losing third round match at Wimbledonhttps://t.co/TjUaJmbgEQ— MailOnline Sport (@MailSport) July 4, 2021 Eftir leikinn var enn meiri dramatík. Ostapenko þakkaði ekki strax fyrir leikinn heldur fór að ganga frá sínu dóti. Tomljanovic þakkaði áhorfendunum fyrir á meðan. Ostapenko kom loksins að netinu og þakkaði fyrir leikinn en skaut þá um leið á Tomljanovic. „Framkoma þín er hræðileg, hræðileg,“ sagði Jelena Ostapenko „Segir hver,“ svaraði Ajla Tomljanovic. „Þú sýnir enga virðingu,“ sagði Ostapenko og hélt því síðan fram að Tomljanovic væri versti leikmaðurinn á mótaröðinni. Ostapenko sagði eftir leikinn að ef hún hefði verið bara fimmtíu prósent heil þá hefði hún unnið þá áströlsku. „Að mínu mati þá sýndi hún mér mikla vanvirðingu því allir geta meiðst í þessari íþrótt sem og í öllum öðrum. Hvernig hetur hún kallað mig lygara þegar hún veit ekkert hvað er í gangi? Kannski voru þetta eldri meiðsli. Kannski var þetta ekki nýr sársauki,“ sagði Ostapenko og hélt áfram: „Þú getur ekki sagt þetta. Ekki fyrir framan alla, að kalla mig lygara. Þetta er ekki sæmandi. Þessa vegna kallaði ég hana slæman leikmann vegna þessarar framkomu. Þó þú sért að vinna þá getur ekki gert allt sem þú vilt,“ sagði Ostapenko. Tomljanovic svaraði þessu: „Hún getur haldið því fram að hún hafi verið meidd en ég held að hún hafi ekki verið meidd. Það var ekkert að henni allan leikinn en þegar hún er lent 4-0 undir þá kallar hún leikhlé. Ég hef spilað við marga leikmenn og ég veit hvenær þær eru meiddar og hvenær ekki,“ sagði Tomljanovic. „Ofan á allt saman þá ásakar hún mig um virðingarleysi í lok leiksins. Þetta er bara hlægilegt. Þetta er skammarleg framkomu af leikmanni sem hefur unnið risamót. Krakkar horfa á hana og sjá þetta,“ sagði Tomljanovic. Hún baðst þó afsökunar ef það sé rétt að andstæðingur hennar hafi verið meidd. Tennis Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Þvílíkur draumur fyrir tvítugan strák á HM í pílukasti Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar Sárnaði hatursskilaboð sem sonurinn fékk „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Sjá meira
Tomljanovic byrjaði leikinn ekki vel og Ostapenko vann fyrsta settið 4-6. Hún tryggði sér aftur á móti sigur og sæti í næstu umferð með því að vinna næstu tvö sett 6-4 og 6-2. Leiðindin á milli Tomljanovic og Ostapenko byrjuðu fyrir alvöru í síðasta settinu þegar Ostapenko tók sér meiðslaleikhlé í stöðunni 4-0 fyrir Tomljanovic. Ajla Tomljanovic and Jelena Ostapenko traded insults in front of the umpire at the end of their third-round match #bbctennis #Wimbledon— BBC Sport (@BBCSport) July 4, 2021 Tomljanovic var mjög ósátt með það og taldi mótherja sinn vera að gera sér upp meiðsli til að leita ráða hjá þjálfara sínum. Fram að því var ekki hægt að sjá að sú lettneska væri að glíma við einhver meiðsli. Tomljanovic reiddist þegar Ostapenko fékk að taka leikhléið. „Þú veist að hún er að ljúga, við vitum það öll,“ sagði hún við dómara leiksins. Dómarinn svaraði með því að Ostapenko ætti rétt á því að leita sér lækninga í búningsklefanum. Ostapenko tók sér líka langan tíma og lengri tíma en hún mátti. Allt í einu stoppaði klukkan og Tomljanovic spurði af hverju. Ostapenko lét loksins sjá sig en tókst ekki að stoppa Tomljanovic sem vann settið 6-2 og þar með leikinn. 'You're the WORST player on the tour'Jelena Ostapenko rages at Ajla Tomljanovic after losing third round match at Wimbledonhttps://t.co/TjUaJmbgEQ— MailOnline Sport (@MailSport) July 4, 2021 Eftir leikinn var enn meiri dramatík. Ostapenko þakkaði ekki strax fyrir leikinn heldur fór að ganga frá sínu dóti. Tomljanovic þakkaði áhorfendunum fyrir á meðan. Ostapenko kom loksins að netinu og þakkaði fyrir leikinn en skaut þá um leið á Tomljanovic. „Framkoma þín er hræðileg, hræðileg,“ sagði Jelena Ostapenko „Segir hver,“ svaraði Ajla Tomljanovic. „Þú sýnir enga virðingu,“ sagði Ostapenko og hélt því síðan fram að Tomljanovic væri versti leikmaðurinn á mótaröðinni. Ostapenko sagði eftir leikinn að ef hún hefði verið bara fimmtíu prósent heil þá hefði hún unnið þá áströlsku. „Að mínu mati þá sýndi hún mér mikla vanvirðingu því allir geta meiðst í þessari íþrótt sem og í öllum öðrum. Hvernig hetur hún kallað mig lygara þegar hún veit ekkert hvað er í gangi? Kannski voru þetta eldri meiðsli. Kannski var þetta ekki nýr sársauki,“ sagði Ostapenko og hélt áfram: „Þú getur ekki sagt þetta. Ekki fyrir framan alla, að kalla mig lygara. Þetta er ekki sæmandi. Þessa vegna kallaði ég hana slæman leikmann vegna þessarar framkomu. Þó þú sért að vinna þá getur ekki gert allt sem þú vilt,“ sagði Ostapenko. Tomljanovic svaraði þessu: „Hún getur haldið því fram að hún hafi verið meidd en ég held að hún hafi ekki verið meidd. Það var ekkert að henni allan leikinn en þegar hún er lent 4-0 undir þá kallar hún leikhlé. Ég hef spilað við marga leikmenn og ég veit hvenær þær eru meiddar og hvenær ekki,“ sagði Tomljanovic. „Ofan á allt saman þá ásakar hún mig um virðingarleysi í lok leiksins. Þetta er bara hlægilegt. Þetta er skammarleg framkomu af leikmanni sem hefur unnið risamót. Krakkar horfa á hana og sjá þetta,“ sagði Tomljanovic. Hún baðst þó afsökunar ef það sé rétt að andstæðingur hennar hafi verið meidd.
Tennis Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Þvílíkur draumur fyrir tvítugan strák á HM í pílukasti Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar Sárnaði hatursskilaboð sem sonurinn fékk „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Sjá meira