Vill afla stuðnings í baráttunni fyrir lýðræði Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. júlí 2021 12:01 Tsíkanúskaja sagði þvingunaraðgerðir gegn stjórn Lúkasjenka nauðsynlegar en þær leysi vandann ekki einar og sér. Vísir/Arnar Mannréttindi og baráttan fyrir frjálsum kosningum í Hvíta-Rússlandi voru efst á baugi á fundi utanríkisráðherra með leiðtoga hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar í morgun. Svíatlana Tsíkanúskaja sagðist þakklát Íslendingum fyrir stuðning í baráttunni. Tsíkanúskaja tók við forsetaframboði eiginmanns hennar þegar hann var fangelsaður á síðasta ári. Andstæðingar Alexanders Lúkasjenka forseta, sem kallaður er síðasti einræðisherra Evrópu, flykktust á bak við hana. Svo fór, samkvæmt landskjörstjórn, að Lúkasjenka náði endurkjöri en alvarlegir vankantar þykja hafa verið á framkvæmd kosninganna og hefur Lúkasjenka verið sakaður um svindl, ekki í fyrsta skipti. Mikil fjöldamótmæli tóku við og fjöldi pólitískra handtaka. Tsíkanúskaja flúði til Litáens og hefur þaðan verið helsti málsvari lýðræðissinna í Hvíta-Rússlandi, eða Belarús. Leita að bandamönnum „Í fyrsta lagi erum við að leita að bandamönnum. Síðustu 26 ár hefur ógnarstjórn Lúkasjenkas skemmt öll sambönd við Vesturlönd. Þannig við erum að hugsa um framtíð landsins. Við viljum eignast nýja vini og blása nýju lífi í gömul sambönd,“ segir Tsíkanúskaja um markmið heimsóknar sinnar hingað til lands. Evrópusambandið hefur beitt stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi þvingunaraðgerðum vegna mannréttindabrota og segir Tsíkanúskaja þörf á alþjóðlegum þrýstingi. „Hvít-Rússar eru hræddir. Þegar þeir risu upp gegn sviksamlegum kosningum í ágúst svöruðu stjórnvöld með ofbeldi. Við höfum samt haldið baráttunni áfram og reynum nú að afla stuðnings um allan heim,“ segir Tsíkanúskaja. Nú þurfi bæði Hvít-Rússar og alþjóðasamfélagið að sýna samstöðu. Frekar verður rætt við þau Tsíkanúskaju og Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra í kvöldfréttum. Hvíta-Rússland Utanríkismál Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Guðlaugs Þórs og Svetlönu Tsikhanovskayu Svetlana Tsikhanovskaya, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Belarús (Hvíta-Rússlandi), er komin til Íslands og situr blaðamannafund með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra í utanríkisráðuneytinu klukkan 10. Fundurinn verður í beinni útsendingu og textalýsingu á Vísi. 2. júlí 2021 09:15 Hvetur vesturveldin til að setja meiri þrýsting á Lúkasjenka Bandaríkin, Bretland og Evrópusambandið ættu að taka höndum saman um að setja aukinn þrýsting á Alexander Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, að sögn Svetlönu Tsikhanouskaja, eins leiðtoga hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar. 4. júní 2021 09:12 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Sjá meira
Tsíkanúskaja tók við forsetaframboði eiginmanns hennar þegar hann var fangelsaður á síðasta ári. Andstæðingar Alexanders Lúkasjenka forseta, sem kallaður er síðasti einræðisherra Evrópu, flykktust á bak við hana. Svo fór, samkvæmt landskjörstjórn, að Lúkasjenka náði endurkjöri en alvarlegir vankantar þykja hafa verið á framkvæmd kosninganna og hefur Lúkasjenka verið sakaður um svindl, ekki í fyrsta skipti. Mikil fjöldamótmæli tóku við og fjöldi pólitískra handtaka. Tsíkanúskaja flúði til Litáens og hefur þaðan verið helsti málsvari lýðræðissinna í Hvíta-Rússlandi, eða Belarús. Leita að bandamönnum „Í fyrsta lagi erum við að leita að bandamönnum. Síðustu 26 ár hefur ógnarstjórn Lúkasjenkas skemmt öll sambönd við Vesturlönd. Þannig við erum að hugsa um framtíð landsins. Við viljum eignast nýja vini og blása nýju lífi í gömul sambönd,“ segir Tsíkanúskaja um markmið heimsóknar sinnar hingað til lands. Evrópusambandið hefur beitt stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi þvingunaraðgerðum vegna mannréttindabrota og segir Tsíkanúskaja þörf á alþjóðlegum þrýstingi. „Hvít-Rússar eru hræddir. Þegar þeir risu upp gegn sviksamlegum kosningum í ágúst svöruðu stjórnvöld með ofbeldi. Við höfum samt haldið baráttunni áfram og reynum nú að afla stuðnings um allan heim,“ segir Tsíkanúskaja. Nú þurfi bæði Hvít-Rússar og alþjóðasamfélagið að sýna samstöðu. Frekar verður rætt við þau Tsíkanúskaju og Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra í kvöldfréttum.
Hvíta-Rússland Utanríkismál Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Guðlaugs Þórs og Svetlönu Tsikhanovskayu Svetlana Tsikhanovskaya, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Belarús (Hvíta-Rússlandi), er komin til Íslands og situr blaðamannafund með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra í utanríkisráðuneytinu klukkan 10. Fundurinn verður í beinni útsendingu og textalýsingu á Vísi. 2. júlí 2021 09:15 Hvetur vesturveldin til að setja meiri þrýsting á Lúkasjenka Bandaríkin, Bretland og Evrópusambandið ættu að taka höndum saman um að setja aukinn þrýsting á Alexander Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, að sögn Svetlönu Tsikhanouskaja, eins leiðtoga hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar. 4. júní 2021 09:12 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Sjá meira
Svona var blaðamannafundur Guðlaugs Þórs og Svetlönu Tsikhanovskayu Svetlana Tsikhanovskaya, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Belarús (Hvíta-Rússlandi), er komin til Íslands og situr blaðamannafund með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra í utanríkisráðuneytinu klukkan 10. Fundurinn verður í beinni útsendingu og textalýsingu á Vísi. 2. júlí 2021 09:15
Hvetur vesturveldin til að setja meiri þrýsting á Lúkasjenka Bandaríkin, Bretland og Evrópusambandið ættu að taka höndum saman um að setja aukinn þrýsting á Alexander Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, að sögn Svetlönu Tsikhanouskaja, eins leiðtoga hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar. 4. júní 2021 09:12