Benítez nýr stjóri Gylfa Sindri Sverrisson skrifar 30. júní 2021 10:25 Rafa Benítez starfaði síðast í Kína en er mættur til Liverpool-borgar. EPA-EFE/WILL OLIVER Rafael Benítez er snúinn aftur til Liverpool-borgar og hefur samið um að verða knattspyrnustjóri Everton næstu þrjú árin. Frá þessu greina BBC og fleiri enskir miðlar. Benítez er mættur á Goodison Park og aðeins spurning hvenær Everton mun kynna hann sem nýjan stjóra félagsins. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hafa verið án knattspyrnustjóra síðan að Carlo Ancelotti ákvað að hætta til að taka við Real Madrid fyrr í sumar. Benítez verður fyrsti knattspyrnustjórinn til að stýra erkifjendunum í Everton og Liverpool, ef undan er skilinn William Edward Barclay sem kom að stofnun beggja félaga. Benitez is in the building. @philkecho with the latest https://t.co/v49HJC3KPi— Sean Bradbury (@seanbrad2) June 30, 2021 Stuðningsmenn Everton hafa vonandi fyrirgefið Spánverjanum það þegar hann kallaði Everton „smátt félag“ eftir markalaust jafntefli Liverpool og Everton á Anfield árið 2007. Benítez sagðist síðar hafa gert mistök og aðeins hafa verið að gagnrýna það hvernig David Moyes lét lið Everton spila í leiknum. Benítez stýrði Liverpool í sex ár og undir hans stjórn vann liðið Meistaradeild Evrópu og ensku bikarkeppnina. Benítez starfaði síðast í Englandi þegar hann stýrði Newcastle árin 2016-19. Eftir það tók hann við Dalian Professional í Kína en hætti þar í janúar og bar því að hann vildi tryggja betur öryggi fjölskyldu sinnar vegna kórónuveirufaraldursins. Samningur Gylfa við Everton gildir í nákvæmlega eitt ár til viðbótar. Al-Hilal, félag í Sádí-Arabíu, hefur verið sagt á höttunum eftir honum en Gylfi mun ekki hafa áhuga á þeim félagaskiptum. Nú er bara spurning hvernig honum líst á komu Benítez og hvaða hlutverk sá spænski ætlar íslenska landsliðsmanninum. Enski boltinn Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Fleiri fréttir Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Sjá meira
Frá þessu greina BBC og fleiri enskir miðlar. Benítez er mættur á Goodison Park og aðeins spurning hvenær Everton mun kynna hann sem nýjan stjóra félagsins. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hafa verið án knattspyrnustjóra síðan að Carlo Ancelotti ákvað að hætta til að taka við Real Madrid fyrr í sumar. Benítez verður fyrsti knattspyrnustjórinn til að stýra erkifjendunum í Everton og Liverpool, ef undan er skilinn William Edward Barclay sem kom að stofnun beggja félaga. Benitez is in the building. @philkecho with the latest https://t.co/v49HJC3KPi— Sean Bradbury (@seanbrad2) June 30, 2021 Stuðningsmenn Everton hafa vonandi fyrirgefið Spánverjanum það þegar hann kallaði Everton „smátt félag“ eftir markalaust jafntefli Liverpool og Everton á Anfield árið 2007. Benítez sagðist síðar hafa gert mistök og aðeins hafa verið að gagnrýna það hvernig David Moyes lét lið Everton spila í leiknum. Benítez stýrði Liverpool í sex ár og undir hans stjórn vann liðið Meistaradeild Evrópu og ensku bikarkeppnina. Benítez starfaði síðast í Englandi þegar hann stýrði Newcastle árin 2016-19. Eftir það tók hann við Dalian Professional í Kína en hætti þar í janúar og bar því að hann vildi tryggja betur öryggi fjölskyldu sinnar vegna kórónuveirufaraldursins. Samningur Gylfa við Everton gildir í nákvæmlega eitt ár til viðbótar. Al-Hilal, félag í Sádí-Arabíu, hefur verið sagt á höttunum eftir honum en Gylfi mun ekki hafa áhuga á þeim félagaskiptum. Nú er bara spurning hvernig honum líst á komu Benítez og hvaða hlutverk sá spænski ætlar íslenska landsliðsmanninum.
Enski boltinn Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Fleiri fréttir Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Sjá meira