Varar við borgarastyrjöld í Afganistan Samúel Karl Ólason skrifar 29. júní 2021 23:05 Austin S. Miller, yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Afganistan. AP/Ahmad Seir Austin Miller, herforingi og yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Afganistan, varaði í dag við því að Afganar stæðu frammi fyrir erfiðum tímum og mögulega borgarastyrjöld. Leiðtogar ríkisins og aðrir öflugir hópar þurfi að taka höndum saman og berjast gegn Talibönum í kjölfar brottfarar bandarískra hermanna frá landinu. Talibanar hafa á undanförnum vikum herjað af miklum krafti gegn stjórnarher Afganistans og lagt undir sig fjölmörg héruð í norðurhluta landsins. Á undanförnum dögum hafa vígamenn Talibana þar á meðal lagt undir sig héruð nærri Kabúl, höfuðborg landsins, og gert árásir á öryggissveitir í útjaðri borgarinnar. Í samtali við blaðamenn í Afganistan í dag sagði Miller, sem stýrir brottflutningi hermanna Bandaríkjanna frá Afganistan, að stjórnarherinn ætti í verulegum erfiðleikum. Mórall væri ekki góður, þeir hefðu átt í hörðum bardögum lengi og oft án mikils stuðnings. Í frétt Washington Post er haft eftir Miller að heilt yfir sé öryggisástandið í Afganistan ekki gott. Stjórnarherinn hefðu þurft að hörfa víða undan sókn Talibana og mannfall væri mikið. Umfangsmiklar árásir stæðu yfir á sama tíma og friðarviðræður eigi að fara fram milli Talibana og ríkisstjórnar Afganistans. Margir vopnaðir hópar hafa komið stjórnarhernum til aðstoðar að undanförnu en samheldni þar á milli er þó lítil. Miller sagðist óttast að mismunandi þjóðflokkar og vopnaðir hópar í Afganistan gætu farið að berjast sín á milli og borgarastyrjöld skylli á, eins og gerðist í kjölfar þess að Sovétríkin hættu innrás sinni í landið á síðustu öld. Þá náðu Talibanar völdum í Afganistan. AP fréttaveitan segir forsvarsmenn hers Bandaríkjanna búast við því að herstöðin í Bagram, stærsta herstöð ríkisins í Afganistan, verði færð í hendur stjórnarhers Afganistans á næstu dögum. Það er sami staður og Sovétríkin voru með sína stærstu herstöð í Afganistan á árum áður. Einn viðmælenda AP segir lokun Bagram vera stóran sigur fyrir Talibana. Bæði séu um raunverulegan sigur að ræða og táknrænan og muni Talibanar ná tökum á herstöðinni muni þeir geta notað þann árgangur í áróður til margra ára. Afganistan Bandaríkin Hernaður Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Talibanar hafa á undanförnum vikum herjað af miklum krafti gegn stjórnarher Afganistans og lagt undir sig fjölmörg héruð í norðurhluta landsins. Á undanförnum dögum hafa vígamenn Talibana þar á meðal lagt undir sig héruð nærri Kabúl, höfuðborg landsins, og gert árásir á öryggissveitir í útjaðri borgarinnar. Í samtali við blaðamenn í Afganistan í dag sagði Miller, sem stýrir brottflutningi hermanna Bandaríkjanna frá Afganistan, að stjórnarherinn ætti í verulegum erfiðleikum. Mórall væri ekki góður, þeir hefðu átt í hörðum bardögum lengi og oft án mikils stuðnings. Í frétt Washington Post er haft eftir Miller að heilt yfir sé öryggisástandið í Afganistan ekki gott. Stjórnarherinn hefðu þurft að hörfa víða undan sókn Talibana og mannfall væri mikið. Umfangsmiklar árásir stæðu yfir á sama tíma og friðarviðræður eigi að fara fram milli Talibana og ríkisstjórnar Afganistans. Margir vopnaðir hópar hafa komið stjórnarhernum til aðstoðar að undanförnu en samheldni þar á milli er þó lítil. Miller sagðist óttast að mismunandi þjóðflokkar og vopnaðir hópar í Afganistan gætu farið að berjast sín á milli og borgarastyrjöld skylli á, eins og gerðist í kjölfar þess að Sovétríkin hættu innrás sinni í landið á síðustu öld. Þá náðu Talibanar völdum í Afganistan. AP fréttaveitan segir forsvarsmenn hers Bandaríkjanna búast við því að herstöðin í Bagram, stærsta herstöð ríkisins í Afganistan, verði færð í hendur stjórnarhers Afganistans á næstu dögum. Það er sami staður og Sovétríkin voru með sína stærstu herstöð í Afganistan á árum áður. Einn viðmælenda AP segir lokun Bagram vera stóran sigur fyrir Talibana. Bæði séu um raunverulegan sigur að ræða og táknrænan og muni Talibanar ná tökum á herstöðinni muni þeir geta notað þann árgangur í áróður til margra ára.
Afganistan Bandaríkin Hernaður Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira