„Guðs mildi að hún skuli fá þetta tækifæri“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 28. júní 2021 14:31 Geir Ólafsson söngvari var gestur í Bítinu í dag. Vísir/Vilhelm Tónlistarmaðurinn Geir Ólafsson verður með annan fótinn í Kólumbíu á næstunni, þar sem kona hans og dóttir eru að flytja þangað. Geir segir að hún hafi ekki fengið vinnu hér á landi þrátt fyrir góða menntun. Adriana Patricia Sanches Krieger og Geir kynntust árið 2009 en þau eru búin að vera gift í fjögur ár. „Konan mín er búin að fá góða stöðu í Kólumbíu hjá VISA. Ég er náttúrulega gríðarlega stoltur af henni. Hún er búin að vera hérna heima á Íslandi og lokaðist hérna inni í veirunni í fyrra.“ Geir var í viðtali í Bítinu í dag og ræddi þessar breytingar. Hann segir að Adriana, sem er frá Kólumbíu, hafi viljað búa áfram á Íslandi en það hafi því miður ekki gengið upp. „Hún reyndi að sækja um vinnur hérna en það gekk ekki nægilega vel.“ Adriana hafi því ekki getað sagt nei við að vinna fyrir eitt stærsta fjármálafyrirtæki í heimi. „Hún er markaðs- og efnahagsfræðingur og búin að vinna í fjármálaheiminum í ótrúlega mörg ár.“ Hefði átt að fá meiri virðingu Geir segir að hann viti ekki af hverju eiginkonan hafi ekki fengið vinnu á Íslandi. Ég hef engar skýringar á því en engu að síður fannst mér skrítið alltaf að svona kona með hennar hæfileika, að skyldi ekki hafa gengið betur hvað það varðar. Oft á tíðum hefðu einhverjir átt kannski að sýna henni meiri virðingu. En ég ætla ekki að fara nánar út í það. Við erum bara þakklát fyrir þessa stöðu sem hún er komin í í dag.“ Hann segir að þau elski Ísland og líði vel hér. Geir segir að fimm ára dóttur þeirra líði vel hér, spili fótbolta með Val og tali íslensku ásamt þremur öðrum tungumálum. „Dóttir mín fer með henni og verður þarna þennan tíma sem hún er þarna úti,“ útskýrir Geir. „Ég verð hérna fram og til baka svo þið losnið ekki alveg við mig.“ Söngvarinn er þakklátur fyrir að á tímum sem þessum hafi hún fengið starf sem þetta. „Það er að mínu mati guðs mildi að hún skyldi fá þetta tækifæri.“ Hálf milljón fyrir afmæliskveðju Geir var spurður út í það hvort að hann tæki virkilega hálfa milljón fyrir persónulega kveðju, í gegnum fyrirtækið Boomerang sem sagt var frá á Vísi á dögunum. Hann staðfesti það. „Mér er full alvara með þetta. Vegna þess að ég fæ kannski fimmtán til tuttugu símtöl á mánuði um að taka upp myndbönd og senda fólki afmæliskveðjur. Ég hef alltaf gert það og hef aldrei tekið krónu fyrir það.“ Geir Ólafsson tekur að sér að gera myndbönd en það kostar sitt.Skjáskot/Boomerang.is Hann ætlar með þessu að nota vettvanginn til þess að láta gott af sér leiða. Var hann þá aðallega með stóra hópa og fyrirtæki í huga. „Allur peningurinn myndi renna algjörlega óskiptur til einhvers málefnis fyrir börn.“ Enginn hefur pantað kveðju eftir að verðskráin var birt en Geir hefur þó fengið einhverjar fyrirspurnir. Annars ræddi Geir líka um kvíðann, nýju plötuna og svo söng hann brot úr Nessun Dorma. Viðtalið má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Tónlist Bítið Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
Adriana Patricia Sanches Krieger og Geir kynntust árið 2009 en þau eru búin að vera gift í fjögur ár. „Konan mín er búin að fá góða stöðu í Kólumbíu hjá VISA. Ég er náttúrulega gríðarlega stoltur af henni. Hún er búin að vera hérna heima á Íslandi og lokaðist hérna inni í veirunni í fyrra.“ Geir var í viðtali í Bítinu í dag og ræddi þessar breytingar. Hann segir að Adriana, sem er frá Kólumbíu, hafi viljað búa áfram á Íslandi en það hafi því miður ekki gengið upp. „Hún reyndi að sækja um vinnur hérna en það gekk ekki nægilega vel.“ Adriana hafi því ekki getað sagt nei við að vinna fyrir eitt stærsta fjármálafyrirtæki í heimi. „Hún er markaðs- og efnahagsfræðingur og búin að vinna í fjármálaheiminum í ótrúlega mörg ár.“ Hefði átt að fá meiri virðingu Geir segir að hann viti ekki af hverju eiginkonan hafi ekki fengið vinnu á Íslandi. Ég hef engar skýringar á því en engu að síður fannst mér skrítið alltaf að svona kona með hennar hæfileika, að skyldi ekki hafa gengið betur hvað það varðar. Oft á tíðum hefðu einhverjir átt kannski að sýna henni meiri virðingu. En ég ætla ekki að fara nánar út í það. Við erum bara þakklát fyrir þessa stöðu sem hún er komin í í dag.“ Hann segir að þau elski Ísland og líði vel hér. Geir segir að fimm ára dóttur þeirra líði vel hér, spili fótbolta með Val og tali íslensku ásamt þremur öðrum tungumálum. „Dóttir mín fer með henni og verður þarna þennan tíma sem hún er þarna úti,“ útskýrir Geir. „Ég verð hérna fram og til baka svo þið losnið ekki alveg við mig.“ Söngvarinn er þakklátur fyrir að á tímum sem þessum hafi hún fengið starf sem þetta. „Það er að mínu mati guðs mildi að hún skyldi fá þetta tækifæri.“ Hálf milljón fyrir afmæliskveðju Geir var spurður út í það hvort að hann tæki virkilega hálfa milljón fyrir persónulega kveðju, í gegnum fyrirtækið Boomerang sem sagt var frá á Vísi á dögunum. Hann staðfesti það. „Mér er full alvara með þetta. Vegna þess að ég fæ kannski fimmtán til tuttugu símtöl á mánuði um að taka upp myndbönd og senda fólki afmæliskveðjur. Ég hef alltaf gert það og hef aldrei tekið krónu fyrir það.“ Geir Ólafsson tekur að sér að gera myndbönd en það kostar sitt.Skjáskot/Boomerang.is Hann ætlar með þessu að nota vettvanginn til þess að láta gott af sér leiða. Var hann þá aðallega með stóra hópa og fyrirtæki í huga. „Allur peningurinn myndi renna algjörlega óskiptur til einhvers málefnis fyrir börn.“ Enginn hefur pantað kveðju eftir að verðskráin var birt en Geir hefur þó fengið einhverjar fyrirspurnir. Annars ræddi Geir líka um kvíðann, nýju plötuna og svo söng hann brot úr Nessun Dorma. Viðtalið má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.
Tónlist Bítið Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira