Bjartsýn á að atvinnuleysi minnki áfram Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. júní 2021 12:01 Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir ferðaþjónustu og veitingageirann hafa tekið við sér á ný. Almannavarnir Atvinnuleysi dróst saman um 2,8% á milli mánaða og stendur í tæpum sex prósentum samkvæmt nýju mati Hagstofunnar. Forstjóri Vinnumálastofnunar telur víst að áfram muni draga úr atvinnuleysi í sumar. Þegar mest lét mældi Hagstofan atvinnuleysi í 9,9 prósentum í maí 2020, sem var sögulega hátt. Á meðal ungs fólks, 16-24 ára, dróst atvinnuleysisstigið saman um 13,7% á milli mánaða. Taka skal fram að téð atvinnuleysisstig ungs fólks er árstíðaleiðrétt, þannig að þar er um að ræða raunverulegar framfarir, sem eru ekki háðar því að sumarfrí frá skólum sé hafið. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir sömu stöðu blasa við þar á bæ þótt stofnunin mæli skráð atvinnuleysi en Hagstofan hringi út og geri könnun á stöðu fólks á vinnumarkaði. „Það er sama sagan hjá okkur hjá VMST að atvinnuleysi hefur minnkað hratt milli mánaða frá því í febrúar eða mars,“ segir Unnur. Margir þættir valdi minnkandi atvinnuleysi. Sá stærsti sé að kórónuveirufaraldurinn er á undanhaldi og ferðaþjónustan því að taka við sér á ný. „Við sjáum það bara á farþegum sem eru að koma og hvað allt er að glæðast í veitingaþjónustu, ferðageiranum og allt sem þeim tengist. Það er stærsti þátturinn. Svo hefur ríkisstjórnin líka komið myndarlega inn í þetta til að flýta fyrir viðspyrnu með því að auka heimildir til ráðningarstyrkja til fyrirtækjanna sem eru að fara af stað aftur.“ Þessar greinar standi einna helst undir vextinum. „Þetta eru greinarnar sem féllu alveg fyrir einu og hálfu ári og þær eru sem betur fer að taka við sér núna. Síðan er byggingageirinn líka mjög stór en hann datt ekki alveg niður eins og ferðageirinn,“ segir Unnur. Hún kveðst fullviss um að þessi þróun haldi áfram út sumarið og vonandi vel inn í haustið. Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Þegar mest lét mældi Hagstofan atvinnuleysi í 9,9 prósentum í maí 2020, sem var sögulega hátt. Á meðal ungs fólks, 16-24 ára, dróst atvinnuleysisstigið saman um 13,7% á milli mánaða. Taka skal fram að téð atvinnuleysisstig ungs fólks er árstíðaleiðrétt, þannig að þar er um að ræða raunverulegar framfarir, sem eru ekki háðar því að sumarfrí frá skólum sé hafið. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir sömu stöðu blasa við þar á bæ þótt stofnunin mæli skráð atvinnuleysi en Hagstofan hringi út og geri könnun á stöðu fólks á vinnumarkaði. „Það er sama sagan hjá okkur hjá VMST að atvinnuleysi hefur minnkað hratt milli mánaða frá því í febrúar eða mars,“ segir Unnur. Margir þættir valdi minnkandi atvinnuleysi. Sá stærsti sé að kórónuveirufaraldurinn er á undanhaldi og ferðaþjónustan því að taka við sér á ný. „Við sjáum það bara á farþegum sem eru að koma og hvað allt er að glæðast í veitingaþjónustu, ferðageiranum og allt sem þeim tengist. Það er stærsti þátturinn. Svo hefur ríkisstjórnin líka komið myndarlega inn í þetta til að flýta fyrir viðspyrnu með því að auka heimildir til ráðningarstyrkja til fyrirtækjanna sem eru að fara af stað aftur.“ Þessar greinar standi einna helst undir vextinum. „Þetta eru greinarnar sem féllu alveg fyrir einu og hálfu ári og þær eru sem betur fer að taka við sér núna. Síðan er byggingageirinn líka mjög stór en hann datt ekki alveg niður eins og ferðageirinn,“ segir Unnur. Hún kveðst fullviss um að þessi þróun haldi áfram út sumarið og vonandi vel inn í haustið.
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira