Samningslausir sjómenn og viljalausir útgerðarmenn Guðmundur Helgi Þórarinsson, Einar Hannes Harðarson og Bergur Þorkelsson skrifa 23. júní 2021 10:01 Sjómenn hafa nú verið án kjarasamnings í heila 18 mánuði. Þrátt fyrir marga fundi með viðsemjendum gengur hvorki né rekur við samningaborðið, enda virðist samningsvilji útgerðarmanna enginn. Aðalkrafa VM- félags vélstjóra og málmtæknimanna, Sjómanna og vélstjórafélags Grindavíkur og Sjómannafélag Íslands er að sjómenn fái jafn mikið mótframlag í lífeyrissjóð og aðrir landsmenn, eða 11,5%. Í dag er þessi tala 8% og hafa útgerðarmenn engu svarað um þessa kröfu okkar nema að laun sjómanna þurfa að lækka á móti. Þannig segir útgerðin að ef hækka eigi mótframlag sjómanna í lífeyrissjóð í 11,5% þá þurfi sjómenn annað hvort að greiða 20% af auðlindagjöldum útgerðarmanna eða minnka sinn hlut af aflaverðmæti. Þeir sem þetta skrifa munu aldrei semja um lægri hlut af aflaverðmæti og hvað þá að gera kjarasamning þar sem sjómenn verða látnir greiða auðlindagjöld útgerðarmanna, sem þeir hafa nú þegar fengið góðan afslátt á frá stjórnvöldum. Það að útgerðarmenn komi með þessa kröfu að borðinu sýnir okkur hvað virðingarleysi útgerðarmanna er mikið í garð sjómanna. Sjómennskan er erfitt og hættulegt starf og starfsævi sjómanna er oft mun styttri en hjá fólki sem starfar í landi. Einmitt þess vegna eru lífeyrissréttindi sjómönnum lífsnauðsynleg. Útgerðarmönnum virðist hins vegar vera alveg sama um velferð sjómanna, á meðan hægt er að moka upp gróðanum þá skiptir ekkert annað máli. Við krefjumst þess einfaldlega að útgerðarmenn breyti hugsunarhætti sínum og komi að samningaborðinu með samningsvilja. Samningsvilja sem sýnir sjómönnum landsins að útgerðin ber virðingu fyrir þeim og samningsvilja sem tryggir sjómönnum landsins jöfn lífeyrisréttindi á við aðra hópa. Það kostar útgerðarfyrirtæki í landinu samkvæmt okkar útreikningum um 1,5 milljarða á ári að jafna lífeyrisréttindi sjómanna við aðra hópa. Sú tala bliknar í samanburði við þann ofsagróða sem mörg útgerðarfélög hafa notið allt frá hruni. Útgerðarmenn landsins þurfa að skilja það að ef þeim á að vera treyst fyrir sameiginlegri auðlind þjóðarinnar þá þurfa þau að nýta auðlindina í sátt og samlyndi við fólkið í landinu. Í dag geta þau ekki einu sinni nýtt auðlinda í sátt og samlyndi við sitt starfsfólk. Hagsmunagæsla útgerðarmanna og skortur á samningsvilja er kominn út fyrir öll mörk heilbrigðar skynsemi. Á meðan þessi stétt neitar að deila kjörum með öðrum verður ekki sátt, hvorki hjá sjómönnum né hjá fólkinu í landinu. Guðmundur Helgi Þórarinsson er formaður VM- félags vélstjóra og málmtæknimanna, Einar Hannes Harðarson er formaður SVG – Sjómanna og vélstjórafélags Grindavíkur og Bergur Þorkelsson er formaður SÍ – Sjómannafélag Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Kjaramál Mest lesið Halldór 24.01.2026 Halldór Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Sjómenn hafa nú verið án kjarasamnings í heila 18 mánuði. Þrátt fyrir marga fundi með viðsemjendum gengur hvorki né rekur við samningaborðið, enda virðist samningsvilji útgerðarmanna enginn. Aðalkrafa VM- félags vélstjóra og málmtæknimanna, Sjómanna og vélstjórafélags Grindavíkur og Sjómannafélag Íslands er að sjómenn fái jafn mikið mótframlag í lífeyrissjóð og aðrir landsmenn, eða 11,5%. Í dag er þessi tala 8% og hafa útgerðarmenn engu svarað um þessa kröfu okkar nema að laun sjómanna þurfa að lækka á móti. Þannig segir útgerðin að ef hækka eigi mótframlag sjómanna í lífeyrissjóð í 11,5% þá þurfi sjómenn annað hvort að greiða 20% af auðlindagjöldum útgerðarmanna eða minnka sinn hlut af aflaverðmæti. Þeir sem þetta skrifa munu aldrei semja um lægri hlut af aflaverðmæti og hvað þá að gera kjarasamning þar sem sjómenn verða látnir greiða auðlindagjöld útgerðarmanna, sem þeir hafa nú þegar fengið góðan afslátt á frá stjórnvöldum. Það að útgerðarmenn komi með þessa kröfu að borðinu sýnir okkur hvað virðingarleysi útgerðarmanna er mikið í garð sjómanna. Sjómennskan er erfitt og hættulegt starf og starfsævi sjómanna er oft mun styttri en hjá fólki sem starfar í landi. Einmitt þess vegna eru lífeyrissréttindi sjómönnum lífsnauðsynleg. Útgerðarmönnum virðist hins vegar vera alveg sama um velferð sjómanna, á meðan hægt er að moka upp gróðanum þá skiptir ekkert annað máli. Við krefjumst þess einfaldlega að útgerðarmenn breyti hugsunarhætti sínum og komi að samningaborðinu með samningsvilja. Samningsvilja sem sýnir sjómönnum landsins að útgerðin ber virðingu fyrir þeim og samningsvilja sem tryggir sjómönnum landsins jöfn lífeyrisréttindi á við aðra hópa. Það kostar útgerðarfyrirtæki í landinu samkvæmt okkar útreikningum um 1,5 milljarða á ári að jafna lífeyrisréttindi sjómanna við aðra hópa. Sú tala bliknar í samanburði við þann ofsagróða sem mörg útgerðarfélög hafa notið allt frá hruni. Útgerðarmenn landsins þurfa að skilja það að ef þeim á að vera treyst fyrir sameiginlegri auðlind þjóðarinnar þá þurfa þau að nýta auðlindina í sátt og samlyndi við fólkið í landinu. Í dag geta þau ekki einu sinni nýtt auðlinda í sátt og samlyndi við sitt starfsfólk. Hagsmunagæsla útgerðarmanna og skortur á samningsvilja er kominn út fyrir öll mörk heilbrigðar skynsemi. Á meðan þessi stétt neitar að deila kjörum með öðrum verður ekki sátt, hvorki hjá sjómönnum né hjá fólkinu í landinu. Guðmundur Helgi Þórarinsson er formaður VM- félags vélstjóra og málmtæknimanna, Einar Hannes Harðarson er formaður SVG – Sjómanna og vélstjórafélags Grindavíkur og Bergur Þorkelsson er formaður SÍ – Sjómannafélag Íslands.
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun