Skattaparadís Oddný G. Harðardóttir skrifar 22. júní 2021 11:31 Þegar Panamaskjölin komust í fjölmiðla og myndir af íslenskum ráðherrum voru dregnar upp í blöðum og á skjám út um allan heim, skammaðist þjóðin sín. Báðir eru þó enn á Alþingi Íslendinga, annar formaður stjórnmálaflokks en hinn fjármálaráðherra og yfirmaður skattamála. Við áttum heimsmet í fjölda kennitala í Panamaskjölunum. En við áttum hins vegar ekki heimsmet í úrvinnslu málanna enda of fátt starfsfólk hjá Ríkisskattstjóra og Skattrannsóknarstjóra til að takast á við þessi flóknu mál og tvíverknaður innbyggður í kerfinu. Samherjaskjölin eru einnig dæmi um flókin efnahagsbrot sem ná til margra landa. Á meðan til eru skattaskjól og leiðir greiðar til skattsvika verður fé skotið undan skatti. Jafnvel þó að samfélagið skaffi fyrirtækjum vegi, hafnir, flugvelli, menntað starfsfólk, heilbrigðisþjónustu og löggæslu, þá virðast sumir samborgarar okkar telja að aðrir eigi að bera hitann og þungann af þeim fjárfestingum. Sumir eigendur fyrirtækja, jafnvel þeir sem fénýta auðlindir þjóðarinnar, virðast telja að gróði eigi að renna óskiptur til eigenda fyrirtækjanna. Talið er að skattsvik séu um 80 -100 milljarðar króna á ári hverju hér á landi. Með bættu skatteftirliti og skattrannsóknum gæti stór hluti þeirrar fjárhæðar gengið til heilbrigðismála, menntamála, samgöngumála, húsnæðis- og barnabóta og til að draga úr skerðingum bótakerfisins og leysa fólk úr fátækrargildru. Skattsvikarar vilja láta aðra bera sinn hlut af kostnaði við rekstur velferðarkerfisins, en njóta sjálfir góðs af því. Og stjórnvöld spila með, með veiku opinberu skatteftirliti. Auk þess veldur tvíverknaður því að of langur tími fer í rannsókn og fullvinnslu mála þannig að mál fyrnast eða sektir verða minni en ella. Í stað þess að styrkja embætti Skattrannsóknarstjóra líkt og almannahagsmunir krefjast, ákváðu núverandi stjórnarflokkar nú á dögunum að draga tennurnar úr skattrannsóknum með því að renna embætti Skattrannsóknarstjóra undir Skattinn með mildari sektum fyrir skattsvik og óvissu um hver eigi að rannsaka alvarlegustu skattalagabrotin. Þessari veikingu á skattrannsóknum mótmæltum við í Samfylkingunni harðlega og lögðum þess í stað til að embætti Skattrannsóknarstjóra yrði eflt og fengi ákæruvald til að styrkja og hraða vinnslu mála. Fólk sem felur peningana sína og eignir fyrir Skattinum hefur tekið lögin í sínar hendur og sagt sig úr lögum við samfélagið. Draumar okkar jafnaðarmanna og hugsjónir eru um velferðarsamfélag sem er fyrir alla. Það er hlutverk okkar að vinna gegn ranglæti og spillingu og verja almannahagsmuni gegn rótgrónum sérhagsmunum hér á landi. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Skoðun: Kosningar 2021 Skattar og tollar Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Þegar Panamaskjölin komust í fjölmiðla og myndir af íslenskum ráðherrum voru dregnar upp í blöðum og á skjám út um allan heim, skammaðist þjóðin sín. Báðir eru þó enn á Alþingi Íslendinga, annar formaður stjórnmálaflokks en hinn fjármálaráðherra og yfirmaður skattamála. Við áttum heimsmet í fjölda kennitala í Panamaskjölunum. En við áttum hins vegar ekki heimsmet í úrvinnslu málanna enda of fátt starfsfólk hjá Ríkisskattstjóra og Skattrannsóknarstjóra til að takast á við þessi flóknu mál og tvíverknaður innbyggður í kerfinu. Samherjaskjölin eru einnig dæmi um flókin efnahagsbrot sem ná til margra landa. Á meðan til eru skattaskjól og leiðir greiðar til skattsvika verður fé skotið undan skatti. Jafnvel þó að samfélagið skaffi fyrirtækjum vegi, hafnir, flugvelli, menntað starfsfólk, heilbrigðisþjónustu og löggæslu, þá virðast sumir samborgarar okkar telja að aðrir eigi að bera hitann og þungann af þeim fjárfestingum. Sumir eigendur fyrirtækja, jafnvel þeir sem fénýta auðlindir þjóðarinnar, virðast telja að gróði eigi að renna óskiptur til eigenda fyrirtækjanna. Talið er að skattsvik séu um 80 -100 milljarðar króna á ári hverju hér á landi. Með bættu skatteftirliti og skattrannsóknum gæti stór hluti þeirrar fjárhæðar gengið til heilbrigðismála, menntamála, samgöngumála, húsnæðis- og barnabóta og til að draga úr skerðingum bótakerfisins og leysa fólk úr fátækrargildru. Skattsvikarar vilja láta aðra bera sinn hlut af kostnaði við rekstur velferðarkerfisins, en njóta sjálfir góðs af því. Og stjórnvöld spila með, með veiku opinberu skatteftirliti. Auk þess veldur tvíverknaður því að of langur tími fer í rannsókn og fullvinnslu mála þannig að mál fyrnast eða sektir verða minni en ella. Í stað þess að styrkja embætti Skattrannsóknarstjóra líkt og almannahagsmunir krefjast, ákváðu núverandi stjórnarflokkar nú á dögunum að draga tennurnar úr skattrannsóknum með því að renna embætti Skattrannsóknarstjóra undir Skattinn með mildari sektum fyrir skattsvik og óvissu um hver eigi að rannsaka alvarlegustu skattalagabrotin. Þessari veikingu á skattrannsóknum mótmæltum við í Samfylkingunni harðlega og lögðum þess í stað til að embætti Skattrannsóknarstjóra yrði eflt og fengi ákæruvald til að styrkja og hraða vinnslu mála. Fólk sem felur peningana sína og eignir fyrir Skattinum hefur tekið lögin í sínar hendur og sagt sig úr lögum við samfélagið. Draumar okkar jafnaðarmanna og hugsjónir eru um velferðarsamfélag sem er fyrir alla. Það er hlutverk okkar að vinna gegn ranglæti og spillingu og verja almannahagsmuni gegn rótgrónum sérhagsmunum hér á landi. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun