Fyrsti NFL-leikmaðurinn sem kemur út úr skápnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. júní 2021 07:30 Carl Nassib hefur leikið með Las Vegas Raiders síðan í fyrra. getty/Ethan Miller Carl Nassib, leikmaður Las Vegas Raiders, kom út úr skápnum í gær. Hann er fyrsti leikmaðurinn í sögu NFL-deildarinnar sem kemur út úr skápnum meðan hann er enn að spila. Nassib, sem er 28 ára, greindi frá þessu á Instagram í gær. „Ég vildi bara segja að ég er hommi. Ég hef ætlað að gera þetta í nokkurn tíma en er loksins tilbúinn að koma þessu frá mér. Ég á frábært líf, bestu fjölskylduna, vinina og vinnu sem nokkur maður getur óskað sér,“ sagði Nassib. View this post on Instagram A post shared by Carl Nassib (@carlnassib) „Ég er ekki mikið fyrir að bera einkalíf mitt á torg svo ég vona að þið vitið að ég er ekki að gera þetta fyrir athyglina. Ég held bara að sýnileiki sé mjög mikilvægur. Vonandi verða myndbönd eins og þetta og allt ferlið að koma út úr skápnum ekki nauðsynlegt en þangað til vil ég leggja mitt af mörkum til að skapa nýja og breytta menningu.“ Roger Goddell, forseti NFL, hrósaði Nassib fyrir yfirlýsinguna. „NFL-fjölskyldan er stolt af Carl fyrir hugrekki hans í að deila þessu. Svona lagað skiptir máli en einn daginn verða tilkynningar sem þessar vonandi ekki nauðsynlegar á leið okkar að fullu jafnrétti fyrir hinsegin fólk. Við óskum Carl alls hins besta fyrir komandi tímabil.“ Sem fyrr sagði er Nassib fyrsti leikmaðurinn í sögu NFL sem kemur út úr skápnum meðan hann er enn að spila. Nokkrir leikmenn hafa hins vegar gert það eftir að þeir hættu. Cleveland Browns valdi Nassib í nýliðavali NFL 2016. Hann lék í eitt tímabil með liðinu áður en hann fór til Tampa Bay Buccaneers. Hann gekk svo í raðir Raiders 2020 og skrifaði undir þriggja ára samning við félagið. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði. NFL Hinsegin Bandaríkin Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtugsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Sjá meira
Nassib, sem er 28 ára, greindi frá þessu á Instagram í gær. „Ég vildi bara segja að ég er hommi. Ég hef ætlað að gera þetta í nokkurn tíma en er loksins tilbúinn að koma þessu frá mér. Ég á frábært líf, bestu fjölskylduna, vinina og vinnu sem nokkur maður getur óskað sér,“ sagði Nassib. View this post on Instagram A post shared by Carl Nassib (@carlnassib) „Ég er ekki mikið fyrir að bera einkalíf mitt á torg svo ég vona að þið vitið að ég er ekki að gera þetta fyrir athyglina. Ég held bara að sýnileiki sé mjög mikilvægur. Vonandi verða myndbönd eins og þetta og allt ferlið að koma út úr skápnum ekki nauðsynlegt en þangað til vil ég leggja mitt af mörkum til að skapa nýja og breytta menningu.“ Roger Goddell, forseti NFL, hrósaði Nassib fyrir yfirlýsinguna. „NFL-fjölskyldan er stolt af Carl fyrir hugrekki hans í að deila þessu. Svona lagað skiptir máli en einn daginn verða tilkynningar sem þessar vonandi ekki nauðsynlegar á leið okkar að fullu jafnrétti fyrir hinsegin fólk. Við óskum Carl alls hins besta fyrir komandi tímabil.“ Sem fyrr sagði er Nassib fyrsti leikmaðurinn í sögu NFL sem kemur út úr skápnum meðan hann er enn að spila. Nokkrir leikmenn hafa hins vegar gert það eftir að þeir hættu. Cleveland Browns valdi Nassib í nýliðavali NFL 2016. Hann lék í eitt tímabil með liðinu áður en hann fór til Tampa Bay Buccaneers. Hann gekk svo í raðir Raiders 2020 og skrifaði undir þriggja ára samning við félagið. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL Hinsegin Bandaríkin Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtugsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Sjá meira