Hundruð fá bætur fyrir umferðarslys þrátt fyrir lítið sem ekkert fjártjón Nadine Guðrún Yaghi skrifar 21. júní 2021 19:15 Guðmundur Sigurðsson, prófessor í Háskólanum í Reykjavíkur, segir að staðan sé óeðlileg. visir/egill Á hverju ári eru ríflega fimm milljarðar króna greiddir út í bætur vegna minniháttar líkamstjóna af völdum ökutækja - þrátt fyrir að fólk hafi orðið fyrir litlu sem engu fjártjóni, samkvæmt nýrri rannsókn. Á árinu 2016 greiddu íslensku tryggingafélögin rúmlega átta milljarða í bætur á grundvelli skaðabótalaga vegna líkamstjóna af völdum ökutækja. Sama ár voru tæplega tólf hundruð manns metin til varanlegar örorku á bilinu eitt til fimmtán prósent. „Þessi hópur fékk greiddar bætur sem nam helmingnum af öllum greiðslum það ár á grundvelli skaðabótalaga, sem var yfir fimm milljarðar króna. Bara beinar greiðslur,“ segir Guðmundur Sigurðsson, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, sem unnið hefur að rannsókn þessara mála síðustu ár. Fjártjónið lítið sem ekkert Í rannsókn sinni tók hann 200 manna mengi og fylgdist með hópnum. „Þetta eru bæði ungir, fólk á miðjum aldri og eldri, þannig þetta gefur ákveðna mynd af starfsævinni. Niðurstaða rannsóknarinnar bendir til þess að það sé verið að greiða bætur í miklum mæli fyrir þessi minni mál þar sem fjártjónið sé trúlega lítið sem ekki neitt,“ segir Guðmundur. Þannig hafi fólkið fengið greiddar nokkrar milljónir í bætur fyrir fjártjón sem ekki er raunverulega til staðar .„Þegar maður ber þróun launa hjá þessum hópi, fyrir og eftir slys, samanborið við það sem almennt er á íslenskum vinnumarkaði þá lítur sú mynd ekkert ósvipað út,“ segir Guðmundur. Um sé að ræða gríðarlegar fjárhæðir. „Inni á milli eru að sjálfsögðu einstaklingar sem verða fyrir raunverulegu tjóni en það þýðir að sjálfsögðu ekki að allur þessi hópur sé að verða fyrir raunverulegu tjóni,“ segir Guðmundur. Fimm til sex milljarðar á ári vegna minniháttar líkamstjóna Eðlilegast væri að framkvæmdin á Íslandi væri eins og á Norðurlöndunum. „Í löndunum í kringum okkur, til dæmis í Danmörku, þar eru þeir með lægstu mörk fyrir varanlega örorku fimmtán prósent sem segir að ef metin örorka er undir fimmtán prósent, þá verða ekki greiddar bætur,“ segir Guðmundur. Rökin séu fyrst og fremst þau að ekki sé um sannað fjártjón að ræða. „Þannig ef við ætlum að greiða fimm til sex milljarða á ári í svona tjón þá verðum við að vera nokkuð viss um að þetta sé raunverulegt tjón og það sé forsvaranlegt að senda eigendum ökutækja þennan reikning. Ef ekki þá þurfum við að gera breytingar,“ segir Guðmundur. Tryggingar Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira
Á árinu 2016 greiddu íslensku tryggingafélögin rúmlega átta milljarða í bætur á grundvelli skaðabótalaga vegna líkamstjóna af völdum ökutækja. Sama ár voru tæplega tólf hundruð manns metin til varanlegar örorku á bilinu eitt til fimmtán prósent. „Þessi hópur fékk greiddar bætur sem nam helmingnum af öllum greiðslum það ár á grundvelli skaðabótalaga, sem var yfir fimm milljarðar króna. Bara beinar greiðslur,“ segir Guðmundur Sigurðsson, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, sem unnið hefur að rannsókn þessara mála síðustu ár. Fjártjónið lítið sem ekkert Í rannsókn sinni tók hann 200 manna mengi og fylgdist með hópnum. „Þetta eru bæði ungir, fólk á miðjum aldri og eldri, þannig þetta gefur ákveðna mynd af starfsævinni. Niðurstaða rannsóknarinnar bendir til þess að það sé verið að greiða bætur í miklum mæli fyrir þessi minni mál þar sem fjártjónið sé trúlega lítið sem ekki neitt,“ segir Guðmundur. Þannig hafi fólkið fengið greiddar nokkrar milljónir í bætur fyrir fjártjón sem ekki er raunverulega til staðar .„Þegar maður ber þróun launa hjá þessum hópi, fyrir og eftir slys, samanborið við það sem almennt er á íslenskum vinnumarkaði þá lítur sú mynd ekkert ósvipað út,“ segir Guðmundur. Um sé að ræða gríðarlegar fjárhæðir. „Inni á milli eru að sjálfsögðu einstaklingar sem verða fyrir raunverulegu tjóni en það þýðir að sjálfsögðu ekki að allur þessi hópur sé að verða fyrir raunverulegu tjóni,“ segir Guðmundur. Fimm til sex milljarðar á ári vegna minniháttar líkamstjóna Eðlilegast væri að framkvæmdin á Íslandi væri eins og á Norðurlöndunum. „Í löndunum í kringum okkur, til dæmis í Danmörku, þar eru þeir með lægstu mörk fyrir varanlega örorku fimmtán prósent sem segir að ef metin örorka er undir fimmtán prósent, þá verða ekki greiddar bætur,“ segir Guðmundur. Rökin séu fyrst og fremst þau að ekki sé um sannað fjártjón að ræða. „Þannig ef við ætlum að greiða fimm til sex milljarða á ári í svona tjón þá verðum við að vera nokkuð viss um að þetta sé raunverulegt tjón og það sé forsvaranlegt að senda eigendum ökutækja þennan reikning. Ef ekki þá þurfum við að gera breytingar,“ segir Guðmundur.
Tryggingar Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira