Þorvaldur: Við þurfum bara að ná stigum og góðum úrslium Árni Jóhannsson skrifar 20. júní 2021 19:26 Þorvaldur var ánægður með sína menn í dag Hulda Margrét Þorvaldur Örlygsson var ánægður með sína menn í dag og sérstaklega fyrri hálfleikinn, þegar Stjarnan lagði HK að velli 2-1 í 9. umferð Pepsi Max deildarinn í dag. Stjörnumennn voru með góð tök á leiknum en í lok leiksins skoraði HK eitt mark og heimamenn klúðruðu víti þannig að það kemur ekki á óvart að það hafi farið um marga Garðbæinga seinustu mínúturnar. „Yfirburðir okkar voru gífurlegir í fyrri hálfleik og staðan 2-0 segir ekki allt um leikinn eins og hann spilaðist. Við hefðum átt að vera komnir í 3 eða 4-0 auðveldlega en 2-0 á að vera nóg til að sigla sigrinum heim. Einnig í seinni hálfleik. Þeir komu sterkari út en við án þess þó að skapa sér neitt og rétt áður en þeir skora þá erum við með þetta allt undir kontról og það var ekkert svo sem í spilunum en markið gefur þeim innspýtingu og fengu þeir eitt gott færi til að jafna. Við brennum svo náttúrlega af víti en fáum líka góð færi til að klára þetta. Við vorum rosalega góðir í fyrri hálfleik og bara miklu betri og við kláruðum þetta fyrir rest og það telur þrjú stig.“ Eftir slaka byrjun Stjörnumanna þá hafa þeir ekki tapað leik í fjóra leiki í röð en það hafa komið tvö jafntefli og tveir sigrar. Þorvaldur var spurður að því hvað væri að valda þessum viðsnúning. „Fyrst og fremst er það að getustig leikmanna er mjög gott. Vissulega ströggluðum við og maí var ekki góður mánuður fyrir okkur og við höfum þurft að hafa fyrir þessu undanfarið. Við höfum verið að vinna vel í okkar málum og menn með meiri einbeitingu, stigið upp og gert vel bæði æfingum og í vinnuvikunni og komið með það inn á völlinn.“ Að lokum var Þorvaldur spurður að því hvort eitthvað hafi verið rætt um, fyrir leik, mikilvægi þess að vinna HK í dag þar sem þeir voru ekki nema einu stigi frá Stjörnunni og með leik inni. „Það var nú lítið velt því fyrir sér því það er alveg sama í hvaða leik við erum að fara. Við spiluðum á móti FH í síðasta leik á útivelli. Þeir voru búnir að eiga slæmt gengi þar og við eigum bara nóg með okkur hvort sem það sé HK, FH eða Valur. Við þurfum bara að ná stigum og góðum úrslium. Tvö eða þrjú góð úrslit í röð, það getur verið erfitt hvaða lið sem það eru en við höfum gert þetta mjög vel.“ Pepsi Max-deild karla Stjarnan Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
„Yfirburðir okkar voru gífurlegir í fyrri hálfleik og staðan 2-0 segir ekki allt um leikinn eins og hann spilaðist. Við hefðum átt að vera komnir í 3 eða 4-0 auðveldlega en 2-0 á að vera nóg til að sigla sigrinum heim. Einnig í seinni hálfleik. Þeir komu sterkari út en við án þess þó að skapa sér neitt og rétt áður en þeir skora þá erum við með þetta allt undir kontról og það var ekkert svo sem í spilunum en markið gefur þeim innspýtingu og fengu þeir eitt gott færi til að jafna. Við brennum svo náttúrlega af víti en fáum líka góð færi til að klára þetta. Við vorum rosalega góðir í fyrri hálfleik og bara miklu betri og við kláruðum þetta fyrir rest og það telur þrjú stig.“ Eftir slaka byrjun Stjörnumanna þá hafa þeir ekki tapað leik í fjóra leiki í röð en það hafa komið tvö jafntefli og tveir sigrar. Þorvaldur var spurður að því hvað væri að valda þessum viðsnúning. „Fyrst og fremst er það að getustig leikmanna er mjög gott. Vissulega ströggluðum við og maí var ekki góður mánuður fyrir okkur og við höfum þurft að hafa fyrir þessu undanfarið. Við höfum verið að vinna vel í okkar málum og menn með meiri einbeitingu, stigið upp og gert vel bæði æfingum og í vinnuvikunni og komið með það inn á völlinn.“ Að lokum var Þorvaldur spurður að því hvort eitthvað hafi verið rætt um, fyrir leik, mikilvægi þess að vinna HK í dag þar sem þeir voru ekki nema einu stigi frá Stjörnunni og með leik inni. „Það var nú lítið velt því fyrir sér því það er alveg sama í hvaða leik við erum að fara. Við spiluðum á móti FH í síðasta leik á útivelli. Þeir voru búnir að eiga slæmt gengi þar og við eigum bara nóg með okkur hvort sem það sé HK, FH eða Valur. Við þurfum bara að ná stigum og góðum úrslium. Tvö eða þrjú góð úrslit í röð, það getur verið erfitt hvaða lið sem það eru en við höfum gert þetta mjög vel.“
Pepsi Max-deild karla Stjarnan Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira