Netagerð og kvenfrelsi Drífa Snædal skrifar 18. júní 2021 17:01 Á morgun 19. júní fögnum við því að 106 ár eru liðin frá því að konur fengu fyrst almennan kosningarétt á Íslandi, samhliða því að eignalausir karlar hlutu rétt til að ganga kjörborðinu. Á réttindum kvenna voru þó takmarkanir þar sem ótti var við að konur myndu hreinlega taka lýðræðið yfir ef þær fengju allar kosningarétt á einu bretti. Því voru aldursmörk rituð inn í lögin en þau áttu smám saman að taka breytingum. Fimm árum síðar var vikið frá þessari þróun og skrefið stigið til fulls. Þetta var stærsta formlega skrefið sem stigið hefur verið í lýðræðisátt á síðari tímum svo ekki sé talað um í kvenfrelsisátt. Þarna fengu konur í fyrsta sinn eitthvað að segja um hvaða fulltrúar tækju ákvarðanir sem varða þeirra líf og gátu haft áhrif með því að bjóða sig fram til Alþingis. Rúmri öld síðar hefur jafnrétti ekki verið náð. Við sjáum það í launamisrétti, misrétti í eignastöðu, misjöfnu álagi vegna fjölskyldulífs og launalausri umönnun. Birtingarmyndin er hvað skýrust þegar litið er til kynbundins ofbeldis og það er óþolandi að slíkt ofbeldi skuli líðast í svo miklum mæli að það er hreinlega hversdagslegt. Sú bylgja sem nú gengur yfir og er kennd við #metoo er enn ein áminning þess að kynbundið ofbeldi hefur þrifist allt of lengi. Enn og aftur rísa konur upp gegn ofbeldinu og svona bylgjur munu rísa aftur og aftur þangað til konur finna til öryggis, þangað til kerfin okkar ná utan um glæpina og kyn hefur ekki áhrif á virði eða frelsi. Þangað er töluvert í land ennþá. Í síðustu viku var ég viðstödd útgáfu sögu netagerðar á Íslandi en það er fyrsta staðfesta greinin þar sem kvennataxtar voru hækkaðir upp í karlataxtana á fimmta áratugnum, sem sagt formlegt launajafnrétti. Vertíð var að bresta á og stjórnvöld hlutuðust til um þessa kjarabreytingu enda var ekki hægt að missa netagerðarkonur í verkfall. Það var þjóðarhagur að mæta kröfum um jöfn laun fyrir sömu vinnu. Síðan eru liðnir áratugir og ýmsum tilraunum til að auka jafnrétti hefur verið hrint í framkvæmd en misréttið virðist vera eins og á sem finnur sér sífellt nýjan farveg. Einn lykill í baráttunni fyrir jafnrétti er að okkur takist að leggja mat á ólík störf og verðleggja þau óháð því hvort þau eru hefðbundin karlastörf eða hefðbundin kvennastörf. Vinna við slíka útfærslu er nú í gangi sem næsta skref í þessari baráttu og er þar til mikils að vinna. Ég óska lesendum til hamingju með 19. júní! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Jafnréttismál Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Á morgun 19. júní fögnum við því að 106 ár eru liðin frá því að konur fengu fyrst almennan kosningarétt á Íslandi, samhliða því að eignalausir karlar hlutu rétt til að ganga kjörborðinu. Á réttindum kvenna voru þó takmarkanir þar sem ótti var við að konur myndu hreinlega taka lýðræðið yfir ef þær fengju allar kosningarétt á einu bretti. Því voru aldursmörk rituð inn í lögin en þau áttu smám saman að taka breytingum. Fimm árum síðar var vikið frá þessari þróun og skrefið stigið til fulls. Þetta var stærsta formlega skrefið sem stigið hefur verið í lýðræðisátt á síðari tímum svo ekki sé talað um í kvenfrelsisátt. Þarna fengu konur í fyrsta sinn eitthvað að segja um hvaða fulltrúar tækju ákvarðanir sem varða þeirra líf og gátu haft áhrif með því að bjóða sig fram til Alþingis. Rúmri öld síðar hefur jafnrétti ekki verið náð. Við sjáum það í launamisrétti, misrétti í eignastöðu, misjöfnu álagi vegna fjölskyldulífs og launalausri umönnun. Birtingarmyndin er hvað skýrust þegar litið er til kynbundins ofbeldis og það er óþolandi að slíkt ofbeldi skuli líðast í svo miklum mæli að það er hreinlega hversdagslegt. Sú bylgja sem nú gengur yfir og er kennd við #metoo er enn ein áminning þess að kynbundið ofbeldi hefur þrifist allt of lengi. Enn og aftur rísa konur upp gegn ofbeldinu og svona bylgjur munu rísa aftur og aftur þangað til konur finna til öryggis, þangað til kerfin okkar ná utan um glæpina og kyn hefur ekki áhrif á virði eða frelsi. Þangað er töluvert í land ennþá. Í síðustu viku var ég viðstödd útgáfu sögu netagerðar á Íslandi en það er fyrsta staðfesta greinin þar sem kvennataxtar voru hækkaðir upp í karlataxtana á fimmta áratugnum, sem sagt formlegt launajafnrétti. Vertíð var að bresta á og stjórnvöld hlutuðust til um þessa kjarabreytingu enda var ekki hægt að missa netagerðarkonur í verkfall. Það var þjóðarhagur að mæta kröfum um jöfn laun fyrir sömu vinnu. Síðan eru liðnir áratugir og ýmsum tilraunum til að auka jafnrétti hefur verið hrint í framkvæmd en misréttið virðist vera eins og á sem finnur sér sífellt nýjan farveg. Einn lykill í baráttunni fyrir jafnrétti er að okkur takist að leggja mat á ólík störf og verðleggja þau óháð því hvort þau eru hefðbundin karlastörf eða hefðbundin kvennastörf. Vinna við slíka útfærslu er nú í gangi sem næsta skref í þessari baráttu og er þar til mikils að vinna. Ég óska lesendum til hamingju með 19. júní!
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar