Þurftum að fara í grunnvinnuna Andri Gíslason skrifar 16. júní 2021 22:59 Heimir Guðjónsson. Vísir/Hulda Margrét Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals var léttur í lund eftir 3-1 sigur sinna manna á Blikum í kvöld. „Blikarnir eru með mjög gott fótboltalið og eru góðir að láta boltann ganga á milli manna og það er góð hreyfing á liðinu. Við lentum í vandræðum í byrjun og náðum ekki að komast nógu vel í gegnum fyrstu pressuna og finna Kristinn Frey og Patrick í fætur. Það lagast þó þegar leið á leikinn og kom gott sjálftraust í liðið þegar við skorum fyrsta markið.“ Blikar voru töluvert meira með boltann í leiknum og áttu þeir auðvelt með að halda boltanum innan liðsins. „Blikarnir voru góðir að finna Árna Vilhjálmsson í fætur og svo voru að koma hlaup frá miðjunni sem við náðum ekki að loka nógu vel á í fyrri hálfleik en það gekk betur í þeim síðari.“ Valur tapaði í síðustu umferð gegn Stjörnunni og samkvæmt Heimi þurftu þeir að fara í grunnvinnu fyrir þennan leik. „Þegar við komumst í gegnum fyrstu pressuna þá gekk þetta vel. Við gerum jafntefli við Víking og töpum svo fyrir Stjörnunni þannig við þurftum að byrja á grunnvinnunni og mér fannst við gera það vel. Menn voru að gera þetta svolítið saman og þegar það er þá kemur allt hitt í kjölfarið.“ Dregið var í forkeppni Meistaradeildarinnar í vikunni og mæta Valsmenn Dinamo Zagreb frá Króatíu. „Við erum að mæta alvöru andstæðing en það er alltaf möguleiki og við þurfum bara að undirbúa okkur vel. Fyrri leikurinn er úti og við ætlum að reyna að ná góðum úrslitum þar svo við getum fengið alvöru leik hérna á Valsvellinum í síðari leiknum.“ Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Stjarnan - Víkingur | Allt undir í Garðabænum Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Fleiri fréttir Davíð Smári hættur fyrir vestan Stjarnan - Víkingur | Allt undir í Garðabænum Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós Sjá meira
„Blikarnir eru með mjög gott fótboltalið og eru góðir að láta boltann ganga á milli manna og það er góð hreyfing á liðinu. Við lentum í vandræðum í byrjun og náðum ekki að komast nógu vel í gegnum fyrstu pressuna og finna Kristinn Frey og Patrick í fætur. Það lagast þó þegar leið á leikinn og kom gott sjálftraust í liðið þegar við skorum fyrsta markið.“ Blikar voru töluvert meira með boltann í leiknum og áttu þeir auðvelt með að halda boltanum innan liðsins. „Blikarnir voru góðir að finna Árna Vilhjálmsson í fætur og svo voru að koma hlaup frá miðjunni sem við náðum ekki að loka nógu vel á í fyrri hálfleik en það gekk betur í þeim síðari.“ Valur tapaði í síðustu umferð gegn Stjörnunni og samkvæmt Heimi þurftu þeir að fara í grunnvinnu fyrir þennan leik. „Þegar við komumst í gegnum fyrstu pressuna þá gekk þetta vel. Við gerum jafntefli við Víking og töpum svo fyrir Stjörnunni þannig við þurftum að byrja á grunnvinnunni og mér fannst við gera það vel. Menn voru að gera þetta svolítið saman og þegar það er þá kemur allt hitt í kjölfarið.“ Dregið var í forkeppni Meistaradeildarinnar í vikunni og mæta Valsmenn Dinamo Zagreb frá Króatíu. „Við erum að mæta alvöru andstæðing en það er alltaf möguleiki og við þurfum bara að undirbúa okkur vel. Fyrri leikurinn er úti og við ætlum að reyna að ná góðum úrslitum þar svo við getum fengið alvöru leik hérna á Valsvellinum í síðari leiknum.“ Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Stjarnan - Víkingur | Allt undir í Garðabænum Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Fleiri fréttir Davíð Smári hættur fyrir vestan Stjarnan - Víkingur | Allt undir í Garðabænum Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós Sjá meira