Bjarni ánægður með fjölmennasta hluthafahóp landsins Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. júní 2021 12:16 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. vísir/Vilhelm Hluthafar Íslandsbanka verða um tuttugu og fjögur þúsund eftir hlutafjárútboð bankans og fleiri en í nokkru öðru skráðu fyrirtæki. Umfram eftirspurn eftir hlutabréfum var margföld og fjármálaráðherra segir stóran eigendahóp hafa mikla þýðingu fyrir samfélagslega sátt söluna. Hlutafjárútboðið hófst á mánudaginn í síðustu viku og lauk á hádegi í gær. Þetta er stærsta frumútboð hlutabréfa sem farið hefur fram á Íslandi og óhætt er að segja að áhuginn hafi verið gríðarlegur. Margföld umfram eftirspurn var eftir hlutum og eru hluthafar Ísalndsbanka nú þeir flestu meðal skráðra fyrirtækja. Bjarni Benediksson, fjármálaráðherra, segist ánægður með dreift eignarhald. „Við erum að fá um tuttugu og fjögur þúsund nýja hluthafa í bankanum og erum að enda í efri mörkum verðbilsins sem lagt var upp með, þannig þetta stefnir í að verða afar vel heppnað,“ segir Bjarni. Hann segir góða þátttöku og stóran eigendahóp skipta máli upp á samfélagslega sátt um eignarhaldið. „Ég held að við viljum ekki bara tryggja fólki tækifæri til þess að taka þátt, eins og við gerðum í þessu útboði með því að hafa lágmarks þátttöku þröskuldinn fimmtíu þúsund krónur, heldur viljum við líka sjá að stór kerfislega mikilvæg fyrirtæki séu í sem dreifðasti eignaraðild,“ segir Bjarni og bendir á að einstaklingar geti þá í krafti eignarhalds komið á framfæri sjónarmiðum um reksturinn. Tilboð undir einni milljón króna verða ekki skert. „En það þýðir meðal annar að vegna þessarar miklu eftirspurnar er mjög mikil skerðing á aðra. Aðra en þá sem valdir voru sérstaklega fyrst í ferlinu sem sérstakir hornsteinsfjárfestar. En skerðingin er afleiðing af því að það er mjög mikil umfram eftirspurn.“ Ríkið mun fá um 55,3 milljarða króna fyrir 35 prósenta hlutinn sem boðinn var til sölu. Bjarni segir það hafa mikla þýðingu fyrir ríkissjóð. „Þetta eykur trúðverðugleika okkar við að fjármagna þau verkefni sem við stöndum núna í. Við erum að takast á við afleiðingar heimsfaraldurs og höfum viljað halda úti öflugri opinberri þjónustu án þess að fara í niðurskurð,“ segir Bjarni. Tókst þú þátt? „Ég tók ekki þátt í útboðinu að þessu sinni,“ segir Bjarni. Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Sjá meira
Hlutafjárútboðið hófst á mánudaginn í síðustu viku og lauk á hádegi í gær. Þetta er stærsta frumútboð hlutabréfa sem farið hefur fram á Íslandi og óhætt er að segja að áhuginn hafi verið gríðarlegur. Margföld umfram eftirspurn var eftir hlutum og eru hluthafar Ísalndsbanka nú þeir flestu meðal skráðra fyrirtækja. Bjarni Benediksson, fjármálaráðherra, segist ánægður með dreift eignarhald. „Við erum að fá um tuttugu og fjögur þúsund nýja hluthafa í bankanum og erum að enda í efri mörkum verðbilsins sem lagt var upp með, þannig þetta stefnir í að verða afar vel heppnað,“ segir Bjarni. Hann segir góða þátttöku og stóran eigendahóp skipta máli upp á samfélagslega sátt um eignarhaldið. „Ég held að við viljum ekki bara tryggja fólki tækifæri til þess að taka þátt, eins og við gerðum í þessu útboði með því að hafa lágmarks þátttöku þröskuldinn fimmtíu þúsund krónur, heldur viljum við líka sjá að stór kerfislega mikilvæg fyrirtæki séu í sem dreifðasti eignaraðild,“ segir Bjarni og bendir á að einstaklingar geti þá í krafti eignarhalds komið á framfæri sjónarmiðum um reksturinn. Tilboð undir einni milljón króna verða ekki skert. „En það þýðir meðal annar að vegna þessarar miklu eftirspurnar er mjög mikil skerðing á aðra. Aðra en þá sem valdir voru sérstaklega fyrst í ferlinu sem sérstakir hornsteinsfjárfestar. En skerðingin er afleiðing af því að það er mjög mikil umfram eftirspurn.“ Ríkið mun fá um 55,3 milljarða króna fyrir 35 prósenta hlutinn sem boðinn var til sölu. Bjarni segir það hafa mikla þýðingu fyrir ríkissjóð. „Þetta eykur trúðverðugleika okkar við að fjármagna þau verkefni sem við stöndum núna í. Við erum að takast á við afleiðingar heimsfaraldurs og höfum viljað halda úti öflugri opinberri þjónustu án þess að fara í niðurskurð,“ segir Bjarni. Tókst þú þátt? „Ég tók ekki þátt í útboðinu að þessu sinni,“ segir Bjarni.
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Sjá meira