Verkferlar endurskoðaðir og eftirlit hert í Barnalandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. júní 2021 10:20 Barnalandi í Smáralind verður lokað þar til verkferlar í kring um innritun barna hafa verið endurskoðaðir og ráðist hefur verið í frekari úrbætur. Vísir/Vilhelm Verkferlar í kring um innritun barna í Barnaland í Smáralind verða endurskoðaðir, eftirlit hert og starfsþjálfun tekin til endurskoðunar eftir að fjögurra ára gömul stúlka hvarf úr Barnalandi á sunnudag án þess að starfsmenn tækju eftir því. Þetta segir í tilkynningu á vef Smárabíós, sem rekur Barnaland í Smáralind. Barnalandi var lokað í kjölfar atviksins og verður áfram lokað þar til gengið hefur verið frá þessum breytingum. Þá segir að ástæða þess að stúlkunni tókst að komast úr gæslunni óséð hafi verið sú að læsing við hliðið að barnagæslunni virkaði ekki sem skyldi. „Svo óheppilega vildi til að við innritun á öðrum börnum í Barnalandi á sama tíma urðu jafnframt þau mannlegu mistök að einu barni tókst að komast óséð í burtu fram hjá starfsmanni við innritunina og í framhaldi út fyrir gæslusvæðið,“ segir í tilkynningunni. Lásnum á hliðinu verður jafnframt skipt út og verða þá verða merkingar í gæslunni yfirfærðar og betrumbættar og ferli við inn- og útritun breytt til að hindra að atvik á borð við þetta geti endurtekið sig. Fara með málið til lögreglu Hin fjögurra ára gamla Aníta hvarf eins og áður segir úr Barnalandi á sunnudag en foreldrar hennar voru að versla í Smáralind á meðan. Brynjar Þór Sigurðsson, faðir Anítu, greindi frá því í Facebook-færslu á mánudag að þau hjónin hafi greitt fyrir klukkustundarlanga pössun, farið að versla og snúið aftur klukkustund síðar til þess að leyfa dóttur sinni að verja hálftíma til viðbótar í barnagæslunni. Þá hafi þau hjónin, Brynjar og Brynja H. Pétursdóttir, séð að skór dóttur þeirra voru ekki þar sem þeir áttu að vera og töldu fyrst að þeim hefði verið stolið. Svo reyndist ekki enda fannst stúlkan hvergi og starfsmenn vissu lítið um málið. Aníta fannst að lokum við þjónustuborðið í Hagkaupum en til þess að komast þangað hafði hún þurft að fara með rúllustiga á milli hæða. Brynjar var afar ósáttur með viðbrögð starfsmanna Barnalands og kveður þá ekki hafa brugðist við hvarfi Anítu. Þá kallaði hann eftir því að barnagæslunni yrði lokað eða hún tekin í gegn. Brynjar sagði í samtali við fréttastofu á mánudag að þau hjónin ætli að kæra atvikið til lögreglu og á hann tíma í skýrslutöku hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í dag vegna málsins. Smáralind Börn og uppeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Ætla að kæra Barnaland til lögreglu Faðir stúlku sem týndist þegar hún var í pössun í Barnalandi í Smáralind í gær gerir ráð fyrir að kæra atvikið til lögreglu. Hann segir ekki liggja fyrir hversu langur tími leið frá því dóttir hans yfirgaf barnagæsluna og þar til hún fannst allt annars staðar í verslunarmiðstöðinni. 14. júní 2021 11:47 Barnalandi í Smáralind lokað eftir að barn týndist Barnalandi, barnagæslu sem Smárabíó rekur í Smáralind, verður tímabundið lokað eftir að barn sem var þar týndist nú um helgina. 14. júní 2021 09:39 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu á vef Smárabíós, sem rekur Barnaland í Smáralind. Barnalandi var lokað í kjölfar atviksins og verður áfram lokað þar til gengið hefur verið frá þessum breytingum. Þá segir að ástæða þess að stúlkunni tókst að komast úr gæslunni óséð hafi verið sú að læsing við hliðið að barnagæslunni virkaði ekki sem skyldi. „Svo óheppilega vildi til að við innritun á öðrum börnum í Barnalandi á sama tíma urðu jafnframt þau mannlegu mistök að einu barni tókst að komast óséð í burtu fram hjá starfsmanni við innritunina og í framhaldi út fyrir gæslusvæðið,“ segir í tilkynningunni. Lásnum á hliðinu verður jafnframt skipt út og verða þá verða merkingar í gæslunni yfirfærðar og betrumbættar og ferli við inn- og útritun breytt til að hindra að atvik á borð við þetta geti endurtekið sig. Fara með málið til lögreglu Hin fjögurra ára gamla Aníta hvarf eins og áður segir úr Barnalandi á sunnudag en foreldrar hennar voru að versla í Smáralind á meðan. Brynjar Þór Sigurðsson, faðir Anítu, greindi frá því í Facebook-færslu á mánudag að þau hjónin hafi greitt fyrir klukkustundarlanga pössun, farið að versla og snúið aftur klukkustund síðar til þess að leyfa dóttur sinni að verja hálftíma til viðbótar í barnagæslunni. Þá hafi þau hjónin, Brynjar og Brynja H. Pétursdóttir, séð að skór dóttur þeirra voru ekki þar sem þeir áttu að vera og töldu fyrst að þeim hefði verið stolið. Svo reyndist ekki enda fannst stúlkan hvergi og starfsmenn vissu lítið um málið. Aníta fannst að lokum við þjónustuborðið í Hagkaupum en til þess að komast þangað hafði hún þurft að fara með rúllustiga á milli hæða. Brynjar var afar ósáttur með viðbrögð starfsmanna Barnalands og kveður þá ekki hafa brugðist við hvarfi Anítu. Þá kallaði hann eftir því að barnagæslunni yrði lokað eða hún tekin í gegn. Brynjar sagði í samtali við fréttastofu á mánudag að þau hjónin ætli að kæra atvikið til lögreglu og á hann tíma í skýrslutöku hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í dag vegna málsins.
Smáralind Börn og uppeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Ætla að kæra Barnaland til lögreglu Faðir stúlku sem týndist þegar hún var í pössun í Barnalandi í Smáralind í gær gerir ráð fyrir að kæra atvikið til lögreglu. Hann segir ekki liggja fyrir hversu langur tími leið frá því dóttir hans yfirgaf barnagæsluna og þar til hún fannst allt annars staðar í verslunarmiðstöðinni. 14. júní 2021 11:47 Barnalandi í Smáralind lokað eftir að barn týndist Barnalandi, barnagæslu sem Smárabíó rekur í Smáralind, verður tímabundið lokað eftir að barn sem var þar týndist nú um helgina. 14. júní 2021 09:39 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB Sjá meira
Ætla að kæra Barnaland til lögreglu Faðir stúlku sem týndist þegar hún var í pössun í Barnalandi í Smáralind í gær gerir ráð fyrir að kæra atvikið til lögreglu. Hann segir ekki liggja fyrir hversu langur tími leið frá því dóttir hans yfirgaf barnagæsluna og þar til hún fannst allt annars staðar í verslunarmiðstöðinni. 14. júní 2021 11:47
Barnalandi í Smáralind lokað eftir að barn týndist Barnalandi, barnagæslu sem Smárabíó rekur í Smáralind, verður tímabundið lokað eftir að barn sem var þar týndist nú um helgina. 14. júní 2021 09:39
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent