Miðflokkurinn hafnar eflingu á móttöku flóttamanna Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 15. júní 2021 13:31 Það er gömul saga og ný að sum góð mál klárist ekki fyrir þinglok á Alþingi. Í ár var engin undantekning á því, en sum góð mál komust því miður ekki til framkvæmda. Meðal þeirra mála var frumvarp Ásmundar Einars, félags- og barnamálaráðherra, um móttöku flóttafólks sem hann lagði fram í annað sinn. Undirrituð var framsögumaður málsins fyrir velferðarnefnd Alþingis og hefur því brotið það til mergjar. Málið var samþykkt út úr velferðarnefnd eftir vandaða yfirferð, góðar umsagnir og samhljóm innan nefndarinnar, en að kröfu Miðflokksins við þinglok var málið ekki flutt til afgreiðslu í þingsal. Sagan endurtekur sig frá því í fyrra. Það má ætla að í þeirri kröfu endurspeglist þeirra viðhorft til málefna innflytjenda. Snýr að því að efla móttöku Umrætt frumvarp snýr að því að efla móttöku flóttafólks hér á landi á þann hátt að stuðla að aðlögun að íslensku samfélagi. Það er gert með því að efla Fjölmenningarsetur og veita því víðtækara hlutverk en áður, þ.e. að veita sveitarfélögum faglegar leiðbeiningar og ráðgjöf í tengslum við móttöku flóttafólks og halda utan um boð móttökusveitarfélaga um búsetu og þjónustu. Frumvarpinu var einungis ætlað til að efla móttöku flóttafólks sem þegar er komið til landsins og aðstoða við aðlögun þeirra að íslensku samfélagi, íslensku atvinnulífi og íslenskri tungu. Því var ekki ætlað til að auka fjölda flóttafólks heldur aðstoða þau sem nú þegar eru komin. Af þessu er ljóst að um jákvætt mál sé að ræða sem snýr aðeins að því að koma því fólki sem þegar er hingað komið að komast fljótar inn í samfélagið og aðlagast því. Miðflokkurinn við sama heygarðshornið Það var því grátlegt að sjá ákveðinn stjórnmálaflokk vera andstæðan þessu máli og gera sér mat úr því án þess að fjalla efnislega um innihald frumvarpsins eða virða staðreyndir. Frekar nýttu flokksmenn frumvarpið til að kasta hnútum í flóttafólk og ala á ótta með ræðum um erlend glæpagengi og umtalsverða aukningu flóttafólks hér á landi. Það gerðu þeir í pólítískum tilgangi, þ.e. með fylgisaukningu sem sjónarmið. Í þinglokum gerði sá flokkur kröfu um að frumvarpið yrði ekki afgreitt á þingi. Allir flokkar á þingi áttu rétt á slíkri kröfu, og þá taldi Miðflokkurinn sína vel varið í að stoppa eflingu á samræmdri móttöku flóttafólks. Allt byggt á því að ala á ótta með rangfærslum. Rökin halda ekki vatni Höfð voru uppi rök um kostnað við frumvarpið. Í ræðum á Alþingi töluðu þingmenn Miðflokksins um að frumvarpinu fylgdi dulinn kostnaður, sem væri svo umtalsverður að ríkið ætti á brattann að sækja við að framkvæma efni þess. Það er ekki fótur fyrir þessum staðhæfingum, en frumvarpið hafði verið kostnaðarmetið, eins og öll stjórnarfrumvörp, og var kostnaðurinn ekki talinn mikill miðað við það sem peningurinn væri að skapa. Einnig er nú þegar búið að ráðstafa peningnum á þennan hátt, en þá ráðstöfun má finna í 15. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991. Þar kemur aðstoð sveitarfélaga til flóttafólks með aðkomu ríkisins skýrt fram. Nýtir þjóðfélagsþegnar Þá kemur dulinn kostnaður við að efla ekki samræmda móttöku flóttafólks til álita. Töluverður kostnaður getur fylgt því að einstaklingur sem kemur til landsins á flótta setjist hér að án fullnægjandi aðlögunar að samfélaginu. Sá einstaklingur, og fjölskylda hans, upplifir sig mögulega ekki sem hluti að íslensku samfélagi, kemst ekki í vinnu eða nám og hefur fáar leiðir til að styrkja samfélagið. Það getur mikill styrkur falist í að efla þá sem koma hér til lands á flótta. Flóttafólk hefur oft margt fram að færa t.d. með vinnuafli, þekkingu og menningu. Það sama má segja um börn þeirra ef þau fá þá menntun sem þau eiga skilið. Af öllu þessu þá þykir undirritaðri það mjög miður að málið fékk ekki afgreiðslu á lokametrunum og vonar því að það verði með fyrstu málum sem samþykkt verða á nýju þingi. Höfundur er þingmaður Framsóknar og er í framboði fyrir sama flokk í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Hælisleitendur Mest lesið Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Sjá meira
Það er gömul saga og ný að sum góð mál klárist ekki fyrir þinglok á Alþingi. Í ár var engin undantekning á því, en sum góð mál komust því miður ekki til framkvæmda. Meðal þeirra mála var frumvarp Ásmundar Einars, félags- og barnamálaráðherra, um móttöku flóttafólks sem hann lagði fram í annað sinn. Undirrituð var framsögumaður málsins fyrir velferðarnefnd Alþingis og hefur því brotið það til mergjar. Málið var samþykkt út úr velferðarnefnd eftir vandaða yfirferð, góðar umsagnir og samhljóm innan nefndarinnar, en að kröfu Miðflokksins við þinglok var málið ekki flutt til afgreiðslu í þingsal. Sagan endurtekur sig frá því í fyrra. Það má ætla að í þeirri kröfu endurspeglist þeirra viðhorft til málefna innflytjenda. Snýr að því að efla móttöku Umrætt frumvarp snýr að því að efla móttöku flóttafólks hér á landi á þann hátt að stuðla að aðlögun að íslensku samfélagi. Það er gert með því að efla Fjölmenningarsetur og veita því víðtækara hlutverk en áður, þ.e. að veita sveitarfélögum faglegar leiðbeiningar og ráðgjöf í tengslum við móttöku flóttafólks og halda utan um boð móttökusveitarfélaga um búsetu og þjónustu. Frumvarpinu var einungis ætlað til að efla móttöku flóttafólks sem þegar er komið til landsins og aðstoða við aðlögun þeirra að íslensku samfélagi, íslensku atvinnulífi og íslenskri tungu. Því var ekki ætlað til að auka fjölda flóttafólks heldur aðstoða þau sem nú þegar eru komin. Af þessu er ljóst að um jákvætt mál sé að ræða sem snýr aðeins að því að koma því fólki sem þegar er hingað komið að komast fljótar inn í samfélagið og aðlagast því. Miðflokkurinn við sama heygarðshornið Það var því grátlegt að sjá ákveðinn stjórnmálaflokk vera andstæðan þessu máli og gera sér mat úr því án þess að fjalla efnislega um innihald frumvarpsins eða virða staðreyndir. Frekar nýttu flokksmenn frumvarpið til að kasta hnútum í flóttafólk og ala á ótta með ræðum um erlend glæpagengi og umtalsverða aukningu flóttafólks hér á landi. Það gerðu þeir í pólítískum tilgangi, þ.e. með fylgisaukningu sem sjónarmið. Í þinglokum gerði sá flokkur kröfu um að frumvarpið yrði ekki afgreitt á þingi. Allir flokkar á þingi áttu rétt á slíkri kröfu, og þá taldi Miðflokkurinn sína vel varið í að stoppa eflingu á samræmdri móttöku flóttafólks. Allt byggt á því að ala á ótta með rangfærslum. Rökin halda ekki vatni Höfð voru uppi rök um kostnað við frumvarpið. Í ræðum á Alþingi töluðu þingmenn Miðflokksins um að frumvarpinu fylgdi dulinn kostnaður, sem væri svo umtalsverður að ríkið ætti á brattann að sækja við að framkvæma efni þess. Það er ekki fótur fyrir þessum staðhæfingum, en frumvarpið hafði verið kostnaðarmetið, eins og öll stjórnarfrumvörp, og var kostnaðurinn ekki talinn mikill miðað við það sem peningurinn væri að skapa. Einnig er nú þegar búið að ráðstafa peningnum á þennan hátt, en þá ráðstöfun má finna í 15. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991. Þar kemur aðstoð sveitarfélaga til flóttafólks með aðkomu ríkisins skýrt fram. Nýtir þjóðfélagsþegnar Þá kemur dulinn kostnaður við að efla ekki samræmda móttöku flóttafólks til álita. Töluverður kostnaður getur fylgt því að einstaklingur sem kemur til landsins á flótta setjist hér að án fullnægjandi aðlögunar að samfélaginu. Sá einstaklingur, og fjölskylda hans, upplifir sig mögulega ekki sem hluti að íslensku samfélagi, kemst ekki í vinnu eða nám og hefur fáar leiðir til að styrkja samfélagið. Það getur mikill styrkur falist í að efla þá sem koma hér til lands á flótta. Flóttafólk hefur oft margt fram að færa t.d. með vinnuafli, þekkingu og menningu. Það sama má segja um börn þeirra ef þau fá þá menntun sem þau eiga skilið. Af öllu þessu þá þykir undirritaðri það mjög miður að málið fékk ekki afgreiðslu á lokametrunum og vonar því að það verði með fyrstu málum sem samþykkt verða á nýju þingi. Höfundur er þingmaður Framsóknar og er í framboði fyrir sama flokk í Norðvesturkjördæmi.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun