Missti fingur þegar hann klemmdi sig á glussatjakki Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. júní 2021 13:59 Lögreglan á Suðurlandi hafði í ýmsu að snúast í liðinni viku. Vísir/Vilhelm Maður missti fingur þegar hann klemmdi sig á glussatjakki við að ferma vörubifreið í Þorlákshöfn síðastliðinn miðvikudag. Þetta er meðal þess sem bar hæst í verkefnum lögreglunnar á Suðurlandi í liðinni viku og fjallað er um í færslu á vef embættisins. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús og fingurinn með, en ekki fylgir sögunni hvort unnt hafi verið að græða fingurinn aftur á manninn. Karlmaður slasaðist þá á fæti þegar stigi rann undan honum þar sem hann var við vinnu í stiga við hús sitt í Árnessýslu á miðvikudag. Fallið var um tveir metrar og maðurinn mögulega fótbrotinn. Rannsaka þrjú heimilisofbeldismál Þá eru til rannsóknar þrjú mál er varða heimilisofbeldi í umdæminu, að því er fram kemur í yfirferð lögreglu um verkefni vikunnar. Eldur kom upp í þaki íbúðarhúss í Rangárvallasýslu í gær. Brunavarnir Rangárvallasýslu komu á vettvang, rufu þakið og slökktu í glæðunum. Grunur er um að eldsupptök megi rekja til bágs frágangs við reykrör frá kamínu og er málið til rannsóknar. Á þriðjudag slasaðist stúlka þegar hún féll af rafknúnu hlaupahjóli á Selfossi. Hún var flutt með sjúkrabíl og komið undir læknishendur. Meiðsli hennar eru þó ekki talin alvarleg. Maður skarst þá á hendi þegar hann var að vinna við járningar í Rangárvallasýslu sama dag. Hann var fluttur til móts við sjúkrabifreið sem flutti hann svo á heilsugæsluna á Selfossi til aðhlynningar. Sektir upp á 3,7 milljónir í vikunni Í síðustu viku voru 54 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæminu. Af þeim voru 40 með íslenska kennitölu en 14 voru erlendir ferðamenn. Samanlagt nema álagðar sektir á ökumennina 3,7 milljónum króna. Þá sæta fjórir ökumenn rannsókn vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Mál þeirra bíða niðurstöðu blóðsýnarannsóknar. Einn umræddra ökumanna hafi ekið utan í staur í Þingvallasveit og valdið tjóni á bíl sínum. Lögregla segir þá tvö andlát utan sjúkrastofnunar til rannsóknar. Krufningar er beðið í báðum málum en lögskipað er að lögregla rannsaki andlát utan sjúkrastofnana. Í svörum til fréttastofu kom þó fram að í hvorugu tilfelli væri grunur um að nokkuð saknæmt hefði átt sér stað. Lögreglumál Vinnuslys Ölfus Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Þetta er meðal þess sem bar hæst í verkefnum lögreglunnar á Suðurlandi í liðinni viku og fjallað er um í færslu á vef embættisins. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús og fingurinn með, en ekki fylgir sögunni hvort unnt hafi verið að græða fingurinn aftur á manninn. Karlmaður slasaðist þá á fæti þegar stigi rann undan honum þar sem hann var við vinnu í stiga við hús sitt í Árnessýslu á miðvikudag. Fallið var um tveir metrar og maðurinn mögulega fótbrotinn. Rannsaka þrjú heimilisofbeldismál Þá eru til rannsóknar þrjú mál er varða heimilisofbeldi í umdæminu, að því er fram kemur í yfirferð lögreglu um verkefni vikunnar. Eldur kom upp í þaki íbúðarhúss í Rangárvallasýslu í gær. Brunavarnir Rangárvallasýslu komu á vettvang, rufu þakið og slökktu í glæðunum. Grunur er um að eldsupptök megi rekja til bágs frágangs við reykrör frá kamínu og er málið til rannsóknar. Á þriðjudag slasaðist stúlka þegar hún féll af rafknúnu hlaupahjóli á Selfossi. Hún var flutt með sjúkrabíl og komið undir læknishendur. Meiðsli hennar eru þó ekki talin alvarleg. Maður skarst þá á hendi þegar hann var að vinna við járningar í Rangárvallasýslu sama dag. Hann var fluttur til móts við sjúkrabifreið sem flutti hann svo á heilsugæsluna á Selfossi til aðhlynningar. Sektir upp á 3,7 milljónir í vikunni Í síðustu viku voru 54 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæminu. Af þeim voru 40 með íslenska kennitölu en 14 voru erlendir ferðamenn. Samanlagt nema álagðar sektir á ökumennina 3,7 milljónum króna. Þá sæta fjórir ökumenn rannsókn vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Mál þeirra bíða niðurstöðu blóðsýnarannsóknar. Einn umræddra ökumanna hafi ekið utan í staur í Þingvallasveit og valdið tjóni á bíl sínum. Lögregla segir þá tvö andlát utan sjúkrastofnunar til rannsóknar. Krufningar er beðið í báðum málum en lögskipað er að lögregla rannsaki andlát utan sjúkrastofnana. Í svörum til fréttastofu kom þó fram að í hvorugu tilfelli væri grunur um að nokkuð saknæmt hefði átt sér stað.
Lögreglumál Vinnuslys Ölfus Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira