Bollaleggingar á villigötum Svanur Guðmundsson skrifar 10. júní 2021 08:01 Það er eftirtektarvert að sjá hvernig hagfræðingurinn og yfirlýstur stuðningsmaður Samfylkingarinnar, Bolli Héðinsson, beitir hagfræðiþekkingu sinni. Í greininni Kringlukvóti[1]í Fréttablaðinu 8. júní sl. býr hann til ímyndað dæmi sem gengur út á að verslunarmiðstöðin Smáralind væri í eigu þjóðarinnar. Gefur hann sér að bókabúðin í ríkisreknu verslunarmiðstöðinni, sem við skulum kalla Ríkislind, geti ekki borgað sömu leigu og aðrir og eigi því að fá niðurgreiðslu á leigunni. Það yrði gert með millifærslum af leigugreiðslum til bókabúðarinnar frá þeim sem hafa betri afkomu í Ríkislindinni, því bókabúðin gegnir lykilhlutverki sem menningarmiðstöð. Ekki veit ég hvernig Ríkislindin hans Bolla liti út ef ríkið hefði byggt hana eða hvernig ástand eignarinnar væri þá. En eflaust væru þar margir stjórnarmenn og mikið um fundi og ferðir þeirra við að spekúlera í verslunarmiðstöðvum um allan heim. Litlu yrði breytt og miklu eytt. Leigan væri „fullt gjald” og enginn myndi hafa neina afkomu af sínum rekstri. Sérstakt rekstrarform væri um ríkisfyrirtækið Ríkislindin ohf. eins og á við um vel þekkt fyrirtæki eins og Isavia, Fríhöfnina, Ríkisútvarpið, ÁTVR, Íslandspóst, Landsnet eða Landsvirkjun. Stjórnin sem aldrei myndi láta ná í sig kæmi til með að flokka verslanir eftir mikilfengleik samkvæmt þeirra pólitísku sýn. Þannig gætu þeir aflað sínum flokki velvildar með niðurfellingu á leigu eða millifærslu til vel valina rýma eins og bókabúðarinnar sem sinna „mikilvægu” hlutverki að þeirra mati. Markmiðið væri pólitísk rétthugsun ekki hagkvæmur rekstur. Allar þessar Bollaleggingar eru til þess eins að segja fólki að þjóðin sé „alls ekki fá þá leigu sem henni ber (fullt gjald)” af fiskveiðiauðlindinni. Samfylkingarfólk tönglast á þessari staðhæfingu og virðist nokkuð ágengt við að rugla umræðuna. Staðreyndin er sú að sjávarútvegsfyrirtæki greiða fullan skatt af hagnaði sínum eins og önnur fyrirtæki en að auki greiða þau skatta umfram aðrar atvinnugreinar. Önnur fyrirtæki sem nýta auðlindir landsins eru ekki að greiða aukaskatt fyrir nýtinguna, þau sem nýta vatnið, loftið eða landið. En Samfylkingin hefur sannarlega fengið að láta reyna á stjórnvisku sína. Reykjavíkurborg takmarkar mjög aðgang að byggingalandi og heldur þannig uppi, með takmörkunum, verðmæti eigna í borginni. Þar stjórnar Samfylkingin hans Bolla framboðinu á lóðum og eykur þannig kostnað þeirra sem vilja þak yfir höfuðið. Í raun er Reykjavíkurborg búin að búa til kvótakerfi um úthlutun á landi á kostnað íbúa. Allt að óþörfu því nægt land er til umráða. Með ríkisrekstri á verslunarmiðstöðum gæti Bolli náð sama árangri. Hins vegar var takmörkun sett á sjávarútvegi vegna ofveiði og til verndar fiskistofnum. Með kvótakerfinu urðu miklar breytingar á sjávarútvegi. Fyrirtæki sem voru þá í rekstri lögðust sum hver af eða sameinuðust öðrum til að ná hagkvæmni. Mörg þeirra fyrirtækja voru ríkisrekin eða í eigu sveitarfélaga á sínum tíma. Í dag er grimm samkeppni í sjávarútvegi og eignaraðild dreifð umfram aðrar greinar viðskiptakerfis Íslands eins og kemur fram í skýrslu sem ég setti saman um Samkeppni í sjávarútvegi[2]. Í nýrri skýrslu sjávarútvegsráðuneytisins, Staða og horfur í íslenskum sjávarútvegi og fiskeldi[3] segir: „Samkvæmt nýjustu tölum OECD sker Ísland sig sérstaklega úr hvað varðar greiðslur fyrirtækja í greininni fyrir aðgang að auðlindinni. [.....] þá sker Ísland sig verulega úr í hópi OECD landa því það er eina landið sem sjávarútvegsgreinin borgar meira til hins opinbera en hann fær greitt úr opinberum sjóðum”. Í þeirri skýrslu kemur skýrt fram að árangur af kvótakerfinu hér á landi er góður og hefur gert fyrirtækjum kleift að skila jákvæðri afkomu án stuðning ríkis eða sveitarfélaga. Það er nokkuð sem aðrar þjóðir gætu lært af okkur. Sem betur fer er Ríkislindin ekki til, ríkisrekin sjávarútvegsfyrirtæki eða bæjarútgerðir. Er kannski hagfræðingurinn að boða þá stefnu? Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins. Heimildir: [1] Kringlukvóti, Grein í Fréttablaðinu [2] Skýrsla um samkeppni í sjávarútvegi [3] Staða og horfur í íslenskum sjávarútvegi og fiskeldi. s 201 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Efnahagsmál Svanur Guðmundsson Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Betri þjónusta Strætó Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Það er eftirtektarvert að sjá hvernig hagfræðingurinn og yfirlýstur stuðningsmaður Samfylkingarinnar, Bolli Héðinsson, beitir hagfræðiþekkingu sinni. Í greininni Kringlukvóti[1]í Fréttablaðinu 8. júní sl. býr hann til ímyndað dæmi sem gengur út á að verslunarmiðstöðin Smáralind væri í eigu þjóðarinnar. Gefur hann sér að bókabúðin í ríkisreknu verslunarmiðstöðinni, sem við skulum kalla Ríkislind, geti ekki borgað sömu leigu og aðrir og eigi því að fá niðurgreiðslu á leigunni. Það yrði gert með millifærslum af leigugreiðslum til bókabúðarinnar frá þeim sem hafa betri afkomu í Ríkislindinni, því bókabúðin gegnir lykilhlutverki sem menningarmiðstöð. Ekki veit ég hvernig Ríkislindin hans Bolla liti út ef ríkið hefði byggt hana eða hvernig ástand eignarinnar væri þá. En eflaust væru þar margir stjórnarmenn og mikið um fundi og ferðir þeirra við að spekúlera í verslunarmiðstöðvum um allan heim. Litlu yrði breytt og miklu eytt. Leigan væri „fullt gjald” og enginn myndi hafa neina afkomu af sínum rekstri. Sérstakt rekstrarform væri um ríkisfyrirtækið Ríkislindin ohf. eins og á við um vel þekkt fyrirtæki eins og Isavia, Fríhöfnina, Ríkisútvarpið, ÁTVR, Íslandspóst, Landsnet eða Landsvirkjun. Stjórnin sem aldrei myndi láta ná í sig kæmi til með að flokka verslanir eftir mikilfengleik samkvæmt þeirra pólitísku sýn. Þannig gætu þeir aflað sínum flokki velvildar með niðurfellingu á leigu eða millifærslu til vel valina rýma eins og bókabúðarinnar sem sinna „mikilvægu” hlutverki að þeirra mati. Markmiðið væri pólitísk rétthugsun ekki hagkvæmur rekstur. Allar þessar Bollaleggingar eru til þess eins að segja fólki að þjóðin sé „alls ekki fá þá leigu sem henni ber (fullt gjald)” af fiskveiðiauðlindinni. Samfylkingarfólk tönglast á þessari staðhæfingu og virðist nokkuð ágengt við að rugla umræðuna. Staðreyndin er sú að sjávarútvegsfyrirtæki greiða fullan skatt af hagnaði sínum eins og önnur fyrirtæki en að auki greiða þau skatta umfram aðrar atvinnugreinar. Önnur fyrirtæki sem nýta auðlindir landsins eru ekki að greiða aukaskatt fyrir nýtinguna, þau sem nýta vatnið, loftið eða landið. En Samfylkingin hefur sannarlega fengið að láta reyna á stjórnvisku sína. Reykjavíkurborg takmarkar mjög aðgang að byggingalandi og heldur þannig uppi, með takmörkunum, verðmæti eigna í borginni. Þar stjórnar Samfylkingin hans Bolla framboðinu á lóðum og eykur þannig kostnað þeirra sem vilja þak yfir höfuðið. Í raun er Reykjavíkurborg búin að búa til kvótakerfi um úthlutun á landi á kostnað íbúa. Allt að óþörfu því nægt land er til umráða. Með ríkisrekstri á verslunarmiðstöðum gæti Bolli náð sama árangri. Hins vegar var takmörkun sett á sjávarútvegi vegna ofveiði og til verndar fiskistofnum. Með kvótakerfinu urðu miklar breytingar á sjávarútvegi. Fyrirtæki sem voru þá í rekstri lögðust sum hver af eða sameinuðust öðrum til að ná hagkvæmni. Mörg þeirra fyrirtækja voru ríkisrekin eða í eigu sveitarfélaga á sínum tíma. Í dag er grimm samkeppni í sjávarútvegi og eignaraðild dreifð umfram aðrar greinar viðskiptakerfis Íslands eins og kemur fram í skýrslu sem ég setti saman um Samkeppni í sjávarútvegi[2]. Í nýrri skýrslu sjávarútvegsráðuneytisins, Staða og horfur í íslenskum sjávarútvegi og fiskeldi[3] segir: „Samkvæmt nýjustu tölum OECD sker Ísland sig sérstaklega úr hvað varðar greiðslur fyrirtækja í greininni fyrir aðgang að auðlindinni. [.....] þá sker Ísland sig verulega úr í hópi OECD landa því það er eina landið sem sjávarútvegsgreinin borgar meira til hins opinbera en hann fær greitt úr opinberum sjóðum”. Í þeirri skýrslu kemur skýrt fram að árangur af kvótakerfinu hér á landi er góður og hefur gert fyrirtækjum kleift að skila jákvæðri afkomu án stuðning ríkis eða sveitarfélaga. Það er nokkuð sem aðrar þjóðir gætu lært af okkur. Sem betur fer er Ríkislindin ekki til, ríkisrekin sjávarútvegsfyrirtæki eða bæjarútgerðir. Er kannski hagfræðingurinn að boða þá stefnu? Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins. Heimildir: [1] Kringlukvóti, Grein í Fréttablaðinu [2] Skýrsla um samkeppni í sjávarútvegi [3] Staða og horfur í íslenskum sjávarútvegi og fiskeldi. s 201
Heimildir: [1] Kringlukvóti, Grein í Fréttablaðinu [2] Skýrsla um samkeppni í sjávarútvegi [3] Staða og horfur í íslenskum sjávarútvegi og fiskeldi. s 201
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar