Segist hafa lifað í ótta undanfarin ár og ekki þorað að segja sögu sína opinberlega Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. júní 2021 07:00 Silas Katompa Mvumpa, leikmaður Stuttgart í Þýskalandi. Tom Weller/Getty Images Silas Wamangituka, markahæsti leikmaður þýska úrvalsdeildarfélagsins Stuttgart, ku ekki heita því nafni né vera fæddur árið 1999 eins og segir í vegabréfi hans. Þetta kom fram í yfirlýsingu sem leikmaðurinn og Stuttgart gáfu frá sér í gær. Silas fæddist í Kongó og er mikils metinn hjá stuðningsmönnum Stuttgart eftir að hafa hjálpað liðinu upp úr þýsku B-deildinni á síðustu leiktíð og svo verið ein aðalástæða þess að liðið endaði í 9. sæti á nýafstaðinni leiktíð. Þannig er mál með vexti að Silas hefur lifað í ótta síðan hann fór frá Kongó aðeins 17 ára gamall en þá samdi hann við franska neðri deildarfélagið Alés. Hann heitir réttu nafni Silas Katompa Mvumpa og er fæddur árið 1998. Silas klärt seine Identität. Zur Meldung https://t.co/kqigvpa5rO #VfB— VfB Stuttgart (@VfB) June 8, 2021 Nafni hans og kennitölu var breytt af umboðsmanni frá Belgíu sem hafði fullan aðgang að bæði bankareikningi Silas sem og vegabréfi á þeim tíma. Leikmaðurinn var á leiðinni til belgíska félagsins Anderlecht en þar sem vegabréfsáritun hans var að renna út vildi félagið að hann færi heim til Kongó að endurnýja hana. Það vildi umboðsmaðurinn ekki og sagði hann að ef Katompa Mvumpa færi heim þá kæmist hann ekki aftur til Evrópu. Silas er ekki lengur með téðan umboðsmann og skoðar nú – ásamt Stuttgart – að sækja umboðsmanninn til saka. „Ég hef lifað í stöðugum ótta undanfarin ár og hef haft miklar áhyggjur af fjölskyldunni minni í Kongó. Það var mjög erfitt fyrir mig að opinbera sögu mína. Ég hefði aldrei þorað því án stuðnings Stuttgart og ráðgjafa minna í dag. Ef Stuttgart væri ekki mitt annað heimili og mér liði ekki vel hérna hefði ég aldrei þorað að opinbera sögu mína,“ sagði Silas um málið. Silas Wamangituka has revealed he s been playing under a false identity.His real name is Silas Katompa Mvumpa and he s 22, not 21.Stuttgart say he was manipulated by his former agent, who facilitated Silas' move from Congo to Europe. pic.twitter.com/V6y4RgLYIX— DW Sports (@dw_sports) June 8, 2021 Stuttgart stendur þétt við bakið á leikmanninum og segir hann ekki hafa gert neitt rangt. Félagið reiknar ekki með að leikmanninum verði refsað þar sem Sven Mislintat, íþróttastjóri Stuttgart, hefur tekið skýrt fram að Silas var fórnarlamb í málinu. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Silas fæddist í Kongó og er mikils metinn hjá stuðningsmönnum Stuttgart eftir að hafa hjálpað liðinu upp úr þýsku B-deildinni á síðustu leiktíð og svo verið ein aðalástæða þess að liðið endaði í 9. sæti á nýafstaðinni leiktíð. Þannig er mál með vexti að Silas hefur lifað í ótta síðan hann fór frá Kongó aðeins 17 ára gamall en þá samdi hann við franska neðri deildarfélagið Alés. Hann heitir réttu nafni Silas Katompa Mvumpa og er fæddur árið 1998. Silas klärt seine Identität. Zur Meldung https://t.co/kqigvpa5rO #VfB— VfB Stuttgart (@VfB) June 8, 2021 Nafni hans og kennitölu var breytt af umboðsmanni frá Belgíu sem hafði fullan aðgang að bæði bankareikningi Silas sem og vegabréfi á þeim tíma. Leikmaðurinn var á leiðinni til belgíska félagsins Anderlecht en þar sem vegabréfsáritun hans var að renna út vildi félagið að hann færi heim til Kongó að endurnýja hana. Það vildi umboðsmaðurinn ekki og sagði hann að ef Katompa Mvumpa færi heim þá kæmist hann ekki aftur til Evrópu. Silas er ekki lengur með téðan umboðsmann og skoðar nú – ásamt Stuttgart – að sækja umboðsmanninn til saka. „Ég hef lifað í stöðugum ótta undanfarin ár og hef haft miklar áhyggjur af fjölskyldunni minni í Kongó. Það var mjög erfitt fyrir mig að opinbera sögu mína. Ég hefði aldrei þorað því án stuðnings Stuttgart og ráðgjafa minna í dag. Ef Stuttgart væri ekki mitt annað heimili og mér liði ekki vel hérna hefði ég aldrei þorað að opinbera sögu mína,“ sagði Silas um málið. Silas Wamangituka has revealed he s been playing under a false identity.His real name is Silas Katompa Mvumpa and he s 22, not 21.Stuttgart say he was manipulated by his former agent, who facilitated Silas' move from Congo to Europe. pic.twitter.com/V6y4RgLYIX— DW Sports (@dw_sports) June 8, 2021 Stuttgart stendur þétt við bakið á leikmanninum og segir hann ekki hafa gert neitt rangt. Félagið reiknar ekki með að leikmanninum verði refsað þar sem Sven Mislintat, íþróttastjóri Stuttgart, hefur tekið skýrt fram að Silas var fórnarlamb í málinu.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira