Martinez reiknar ekki með De Bruyne í fyrsta leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. júní 2021 19:15 Kevin De Bruyne verður að öllum líkindum ekki með er Belgía og Rússland mætast á EM þann 12. júní. EPA-EFE/STEPHANIE LECOCQ Roberto Martinez, þjálfari belgíska landsliðsins í knattspyrnu, reiknar ekki með því að miðjumaðurinn Kevin Dr Bruyne verði með í fyrsta leik Belga á EM. Kevin De Bruyne fór meiddur af velli er Manchester City tapaði 0-1 fyrir Chelsea í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á dögunum. De Bruyne skall illa á Antonio Rüdiger, þýskum miðverði Chelsea, í leiknum og lauk því leik þegar rétt rúmur klukkutími var liðinn. Eftir að meiðslin voru skoruð kom í ljós að miðjumaðurinn var nefbrotinn og með brákað bein við augntóft. Belgar eru jákvæðir á að hinn 29 ára gamli De Bruyne leiki með liðinu á EM í sumar en talið er ólíklegt að hann nái leiknum gegn Rússlandi þann 12. júní. „Það er ólíklegt að hann verði leikfær í fyrsta leik svo sá sem kemur inn í staðinn þarf að sýna að hann sé klár. Við höfum tekið ákvörðun að hann muni spila með grímu sem verður frá sama framleiðanda og gerði grímuna fyrir Jan Vertonghen (varnarmann Belgíu og Benfica). Við erum ánægðir með það,“ sagði Martinez á blaðamannafundi í dag, miðvikudag. „Ég myndi segja að við vitum ekki nákvæmlega hvar við stöndum varðandi Kevin fyrr en í næstu viku. Leyfið honum nú að slaka á,“ bætti Martinez við. Big blow for Belgium ahead of Euro 2020...— Sky Sports (@SkySports) June 3, 2021 Belgía - sem stendur í 1. sæti heimslista FIFA – er í B-riðli með Rússlandi, Danmörku og Finnlandi. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Sjá meira
Kevin De Bruyne fór meiddur af velli er Manchester City tapaði 0-1 fyrir Chelsea í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á dögunum. De Bruyne skall illa á Antonio Rüdiger, þýskum miðverði Chelsea, í leiknum og lauk því leik þegar rétt rúmur klukkutími var liðinn. Eftir að meiðslin voru skoruð kom í ljós að miðjumaðurinn var nefbrotinn og með brákað bein við augntóft. Belgar eru jákvæðir á að hinn 29 ára gamli De Bruyne leiki með liðinu á EM í sumar en talið er ólíklegt að hann nái leiknum gegn Rússlandi þann 12. júní. „Það er ólíklegt að hann verði leikfær í fyrsta leik svo sá sem kemur inn í staðinn þarf að sýna að hann sé klár. Við höfum tekið ákvörðun að hann muni spila með grímu sem verður frá sama framleiðanda og gerði grímuna fyrir Jan Vertonghen (varnarmann Belgíu og Benfica). Við erum ánægðir með það,“ sagði Martinez á blaðamannafundi í dag, miðvikudag. „Ég myndi segja að við vitum ekki nákvæmlega hvar við stöndum varðandi Kevin fyrr en í næstu viku. Leyfið honum nú að slaka á,“ bætti Martinez við. Big blow for Belgium ahead of Euro 2020...— Sky Sports (@SkySports) June 3, 2021 Belgía - sem stendur í 1. sæti heimslista FIFA – er í B-riðli með Rússlandi, Danmörku og Finnlandi. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Sjá meira