Danir samþykkja að geta útvistað hælisleitendakerfinu til þriðja ríkis Atli Ísleifsson skrifar 3. júní 2021 09:54 Mette Frederiksen er forsætisráðherra og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins. EPA Meirihluti danska þingsins samþykkti í morgun umdeilt frumvarp ríkisstjórnarinnar sem heimilar dönskum yfirvöldum að útvista hælisleitendakerfi landsins til þriðja ríkis. Yfirlýst markmið danskra stjórnvalda er að engir sæki um hæli í landinu. Sameinuðu þjóðirnar hafa sagt málið grafa undan alþjóðlegu samstarfi og hvatti danska þingið til að hætta við, en án árangurs. Evrópusambandið hefur sömuleiðis gagnrýnt dönsku stjórnina vegna málsins. Frumvarp ríkisstjórnar Jafnaðarmannaflokksins, sem nú er orðið að lögum, gekk út á að heimila dönskum yfirvöldum að geta flutt allt ferli fyrir umsóknir um hæli til þriðja ríkis utan Evrópu. Danskir fjölmiðlar segja Dani hafa átt í viðræðum við Afríkuríki á borð við Túnis, Eþíópíu, Egyptaland og Rúanda. Engir samningar eru þó í höfn, en samkvæmt frumvarpinu myndi Danmörk standa fyrir kostnaðinum þó að þriðja ríkið myndi halda utan um sjálfa framkvæmdina. Stærsti stjórnarandstöðuflokkur landsins, Venstre, tilkynnti í morgun að þingflokkurinn styddi frumvarpið og var það svo samþykkt á danska þinginu í morgun með miklum meirihluta. Danmörk stæði straum af kostnaði Hugmyndin gengur út á að miðstöð fyrir móttöku hælisleitenda verði komið upp í öðru landi þar sem tekið verði á móti hælisumsóknum. Flóttamenn sem sækja um hæli í Danmörku munu því ekki dvelja í Danmörku á meðan umsóknin er tekin fyrir. Fái hælisleitandi synjun yrði það þriðja ríkið sem sæi um brottvísun viðkomandi, þó að Danmörk myndi standa straum af kostnaðinum. Jafnaðarmannaflokkurinn segir að þetta fæli í sér að flóttamenn þyrftu ekki lengur að þurfa að leggja í hættumiklar ferðir til Evrópu, meðal annars yfir Miðjarðarhaf. Sömuleiðis muni kerfið grafa undan starfsemi manna sem reyna að hafa fólk á flótta að féþúfu. Danmörk Flóttamenn Mest lesið Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar hafa sagt málið grafa undan alþjóðlegu samstarfi og hvatti danska þingið til að hætta við, en án árangurs. Evrópusambandið hefur sömuleiðis gagnrýnt dönsku stjórnina vegna málsins. Frumvarp ríkisstjórnar Jafnaðarmannaflokksins, sem nú er orðið að lögum, gekk út á að heimila dönskum yfirvöldum að geta flutt allt ferli fyrir umsóknir um hæli til þriðja ríkis utan Evrópu. Danskir fjölmiðlar segja Dani hafa átt í viðræðum við Afríkuríki á borð við Túnis, Eþíópíu, Egyptaland og Rúanda. Engir samningar eru þó í höfn, en samkvæmt frumvarpinu myndi Danmörk standa fyrir kostnaðinum þó að þriðja ríkið myndi halda utan um sjálfa framkvæmdina. Stærsti stjórnarandstöðuflokkur landsins, Venstre, tilkynnti í morgun að þingflokkurinn styddi frumvarpið og var það svo samþykkt á danska þinginu í morgun með miklum meirihluta. Danmörk stæði straum af kostnaði Hugmyndin gengur út á að miðstöð fyrir móttöku hælisleitenda verði komið upp í öðru landi þar sem tekið verði á móti hælisumsóknum. Flóttamenn sem sækja um hæli í Danmörku munu því ekki dvelja í Danmörku á meðan umsóknin er tekin fyrir. Fái hælisleitandi synjun yrði það þriðja ríkið sem sæi um brottvísun viðkomandi, þó að Danmörk myndi standa straum af kostnaðinum. Jafnaðarmannaflokkurinn segir að þetta fæli í sér að flóttamenn þyrftu ekki lengur að þurfa að leggja í hættumiklar ferðir til Evrópu, meðal annars yfir Miðjarðarhaf. Sömuleiðis muni kerfið grafa undan starfsemi manna sem reyna að hafa fólk á flótta að féþúfu.
Danmörk Flóttamenn Mest lesið Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Sjá meira