„Ég er ekki með neina eftirsjá“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. júní 2021 07:33 Ellen Helga Instagram „Til þess að njóta góðu stundanna verðum við að eiga erfiðar stundir,“ segir Ellen Helga Steingrímsdóttir. Ellen greindist með þriðja stigs brjóstakrabbamein í febrúar á þessu ári og er nú í krabbameinsmeðferð. Hún er tveggja barna móðir og starfar sem hjúkrunarfræðingur á Barnaspítala Hringsins. Ellen ræðir um baráttu sína og hugarfarið í þessum slag í hlaðvarpinu Normið. „Ég er í lyfjameðferð og fer vonandi í skurðaðgerð í sumar, segir Ellen um stöðuna í dag. Hugarfarið hennar er alveg einstakt og tekst hún á við þetta af miklu æðruleysi.“ Ég fæ rosa stress og fer strax að hugsa, er ég að fara að deyja? Það er það fyrsta sem maður hugsar þegar maður heyrir krabbamein, segir Ellen um viðbrögðin við að heyra í símann að hún væri með krabbamein. „Svo næ ég mér niður því að ég er hjúkrunarfræðingur og vinn við þetta, er að vinna á barnadeildinni og maður hefur séð ótrúlegustu hluti gerast.“ Ellen er óhrædd við óþægindi og að stíga út fyrir þægindarammann. Í Bootcamp þjálfun kynntist hún þeirri kenningu að þegar hugurinn heldur að maður geti ekki meir, er maður bara kominn í fjörutíu prósent og á enn sextíu prósent inni. Viðtalið í heild sinni má heyra í þættinum hér fyrir neðan. Ein mínúta í einu Þáttastjórnendur Normsins, Sylvía Briem Friðjónsdóttir og Eva Mattadóttir, kynna Ellen inn sem stórkostlegri manneskju, baráttukonu í allri sinni dýrð. Þær fá reglulega til sín flottar fyrirmyndir í viðtöl og Ellen er hlustandi sem þær kynntust betur í gegnum samfélagsmiðla og Dale Carnegie námskeið Normsins. Markmið þeirra með þættinum er að hvetja hlustendur til þess að njóta betur lífsins og njóta hvers augnabliks. Í þættinum fer Ellen yfir það hvernig líðanin er í gegnum lyfjameðferðina. „Ég var mjög peppuð eftir lyfjameðferð eitt og tvö, alveg ókei gerum þetta. Ég var alveg ákveðin í því að berjast og það var stutt í svipuna, að harka þetta af mér. En svo er líkaminn farinn að þreytast núna, ég finn það bara. Ég er búin að upplifa ótrúlega erfiða daga sem koma og ég verð bara að leyfa þeim að koma. Þá er það bara ein mínúta í einu og anda bara. Hausinn fer alveg þó að maður hafi verið að gera í því að herða hann.“ Ellen segir að þegar hausinn fer upplifi hún erfiðar tilfinningar eins og að þetta sé tilgangslaust og að þetta verði aldrei betra. Ógleði, lystarleysi, aukaverkanir lyfja og verkir í öllum líkamanum valda þá vonleysi. Er á meðan er Í þættinum ræðir Ellen um veikindin og móðurhlutverkið, en dætur hennar spyrja auðvitað erfiðra spurninga. „Maður vill reyna að hlífa þeim fyrir þessu en samt ekki. Af því að þetta er bara raunveruleikinn,“ útskýrir Ellen. „Ég get ekki lofað þeim að ég deyi ekki.“ Hún útskýrir þó að hún voni að það gerist ekki núna eða næstu mánuði. „Þannig reyni ég líka að kenna þeim að njóta þess, er á meðan er.“ Sagði já við öllum tækifærum Það sem Ellen hefur lært af þessum veikindum að ekkert er sjálfgefið í þessu lífi og að við vitum ekkert hvað gerist á morgun. „Slepptu stjórn, hættu að flækja þetta. VIð erum alltaf að flækja hlutina að óþörfu og reyna að stjórna einhverju sem við höfum ekkert með að segja. Ég dett alveg í það sjálf.“ Hún reynir að minna sig reglulega á að lífið er núna og gengur með armband með þeim orðum. Ellen segist ekki hræðast dauðann. „Ég held að ég geti í alvörunni verið sátt, því að ég sagði já við öllum tækifærum sem mér gafst. Ég fór alltaf í óþægindin, ég er ekki með neina eftirsjá, ég sé ekki eftir neinu.“ Þáttinn í heild sinni má finna á Spotify og í spilaranum ofar í fréttinni. Þar ræðir einnig um það hvernig það var að fá þessar erfiðu fréttir í síma á leið í skíðaferð með börnin og hvernig það sé að skipuleggja eigin jarðaför. Hlaðvarpsþættirnir Normið birtast vikulega hér á Vísi og á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Þáttastjórnendur eru Eva Mattadóttir og Sylvía Briem Friðjóns, athafnakonur og þjálfarar. Hægt er að fylgjast með þeim á Instagram síðunni @normið og HÉR á Vísi. Normið Heilsa Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Ef einhver getur grætt á þessu þá er tilganginum náð“ Sylvía Briem Friðjónsdóttir og Eva Mattadóttir halda úti hlaðvarpinu Normið. Þær kynntust þegar þær störfuðu báðar sem þjálfarar hjá Dale Carnegie og í dag ná þær til þúsunda einstaklinga í gegnum hlaðvarpið. 1. júní 2021 20:00 Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Fleiri fréttir Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Sjá meira
Hún er tveggja barna móðir og starfar sem hjúkrunarfræðingur á Barnaspítala Hringsins. Ellen ræðir um baráttu sína og hugarfarið í þessum slag í hlaðvarpinu Normið. „Ég er í lyfjameðferð og fer vonandi í skurðaðgerð í sumar, segir Ellen um stöðuna í dag. Hugarfarið hennar er alveg einstakt og tekst hún á við þetta af miklu æðruleysi.“ Ég fæ rosa stress og fer strax að hugsa, er ég að fara að deyja? Það er það fyrsta sem maður hugsar þegar maður heyrir krabbamein, segir Ellen um viðbrögðin við að heyra í símann að hún væri með krabbamein. „Svo næ ég mér niður því að ég er hjúkrunarfræðingur og vinn við þetta, er að vinna á barnadeildinni og maður hefur séð ótrúlegustu hluti gerast.“ Ellen er óhrædd við óþægindi og að stíga út fyrir þægindarammann. Í Bootcamp þjálfun kynntist hún þeirri kenningu að þegar hugurinn heldur að maður geti ekki meir, er maður bara kominn í fjörutíu prósent og á enn sextíu prósent inni. Viðtalið í heild sinni má heyra í þættinum hér fyrir neðan. Ein mínúta í einu Þáttastjórnendur Normsins, Sylvía Briem Friðjónsdóttir og Eva Mattadóttir, kynna Ellen inn sem stórkostlegri manneskju, baráttukonu í allri sinni dýrð. Þær fá reglulega til sín flottar fyrirmyndir í viðtöl og Ellen er hlustandi sem þær kynntust betur í gegnum samfélagsmiðla og Dale Carnegie námskeið Normsins. Markmið þeirra með þættinum er að hvetja hlustendur til þess að njóta betur lífsins og njóta hvers augnabliks. Í þættinum fer Ellen yfir það hvernig líðanin er í gegnum lyfjameðferðina. „Ég var mjög peppuð eftir lyfjameðferð eitt og tvö, alveg ókei gerum þetta. Ég var alveg ákveðin í því að berjast og það var stutt í svipuna, að harka þetta af mér. En svo er líkaminn farinn að þreytast núna, ég finn það bara. Ég er búin að upplifa ótrúlega erfiða daga sem koma og ég verð bara að leyfa þeim að koma. Þá er það bara ein mínúta í einu og anda bara. Hausinn fer alveg þó að maður hafi verið að gera í því að herða hann.“ Ellen segir að þegar hausinn fer upplifi hún erfiðar tilfinningar eins og að þetta sé tilgangslaust og að þetta verði aldrei betra. Ógleði, lystarleysi, aukaverkanir lyfja og verkir í öllum líkamanum valda þá vonleysi. Er á meðan er Í þættinum ræðir Ellen um veikindin og móðurhlutverkið, en dætur hennar spyrja auðvitað erfiðra spurninga. „Maður vill reyna að hlífa þeim fyrir þessu en samt ekki. Af því að þetta er bara raunveruleikinn,“ útskýrir Ellen. „Ég get ekki lofað þeim að ég deyi ekki.“ Hún útskýrir þó að hún voni að það gerist ekki núna eða næstu mánuði. „Þannig reyni ég líka að kenna þeim að njóta þess, er á meðan er.“ Sagði já við öllum tækifærum Það sem Ellen hefur lært af þessum veikindum að ekkert er sjálfgefið í þessu lífi og að við vitum ekkert hvað gerist á morgun. „Slepptu stjórn, hættu að flækja þetta. VIð erum alltaf að flækja hlutina að óþörfu og reyna að stjórna einhverju sem við höfum ekkert með að segja. Ég dett alveg í það sjálf.“ Hún reynir að minna sig reglulega á að lífið er núna og gengur með armband með þeim orðum. Ellen segist ekki hræðast dauðann. „Ég held að ég geti í alvörunni verið sátt, því að ég sagði já við öllum tækifærum sem mér gafst. Ég fór alltaf í óþægindin, ég er ekki með neina eftirsjá, ég sé ekki eftir neinu.“ Þáttinn í heild sinni má finna á Spotify og í spilaranum ofar í fréttinni. Þar ræðir einnig um það hvernig það var að fá þessar erfiðu fréttir í síma á leið í skíðaferð með börnin og hvernig það sé að skipuleggja eigin jarðaför. Hlaðvarpsþættirnir Normið birtast vikulega hér á Vísi og á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Þáttastjórnendur eru Eva Mattadóttir og Sylvía Briem Friðjóns, athafnakonur og þjálfarar. Hægt er að fylgjast með þeim á Instagram síðunni @normið og HÉR á Vísi.
Hlaðvarpsþættirnir Normið birtast vikulega hér á Vísi og á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Þáttastjórnendur eru Eva Mattadóttir og Sylvía Briem Friðjóns, athafnakonur og þjálfarar. Hægt er að fylgjast með þeim á Instagram síðunni @normið og HÉR á Vísi.
Normið Heilsa Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Ef einhver getur grætt á þessu þá er tilganginum náð“ Sylvía Briem Friðjónsdóttir og Eva Mattadóttir halda úti hlaðvarpinu Normið. Þær kynntust þegar þær störfuðu báðar sem þjálfarar hjá Dale Carnegie og í dag ná þær til þúsunda einstaklinga í gegnum hlaðvarpið. 1. júní 2021 20:00 Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Fleiri fréttir Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Sjá meira
„Ef einhver getur grætt á þessu þá er tilganginum náð“ Sylvía Briem Friðjónsdóttir og Eva Mattadóttir halda úti hlaðvarpinu Normið. Þær kynntust þegar þær störfuðu báðar sem þjálfarar hjá Dale Carnegie og í dag ná þær til þúsunda einstaklinga í gegnum hlaðvarpið. 1. júní 2021 20:00