Hlupu til minningar um ellefu ára dreng sem lést af slysförum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. júní 2021 20:27 Bekkjarfélgar Maxa, foreldrar og kennarar komu saman á laugardag til að minnast hans. Instagram/hildurd Um sjötíu manna hópur hljóp í Stjörnuhlaupinu á laugardag til minningar um Maximilian, ellefu ára dreng sem lést af slysförum í september á síðasta ári. Margir úr hópnum eru þegar búnir að skrá sig í Reykjavíkurmaraþonið og verður minningu hans einnig haldið á lofti þar. Bekkjarsystkin Maxa tóku þátt í hlaupinu á laugardag.Instagram/hildurd Hugmyndin um hópinn fæddist fyrir nokkru síðan en Hildur Dungal, skipuleggjandi hópsins Team Maxi, móðir Maximilians og fleiri vinkonur fóru að hittast vikulega til að ganga saman í kjölfar dauðsfalls hans. Úr varð labbrabb gönguhópurinn. „Ég fékk þessa hugmynd fyrir um þremur vikum. Einn af bestu vinum yngsta stráksins míns, sem er 12 ára, lést í september, og við vildum gera eitthvað til þess að minnast hans,“ segir Hildur Dungal, sem skipulagði hópinn Team Maxi. Hópurinn sem hljóp til minningar um Maxa var fjölmennur.Instagram/hildurd Hún segir að foreldrar Maxa hafi tekið vel í hugmyndina og að þá hafi hún farið í það að bjóða bekkjarfélögum hans, foreldrum þeirra og kennurum að taka þátt í hlaupinu með hópnum. „Og við fengum alveg rosalega góð viðbrögð. Við bættust vinir og fjölskylda og úr varð um 70 manna hópur. Þetta endaði því sem mjög góð samverustund þar sem allir komu saman, hlupu, löbbuðu, spjölluðu, hlógu og minntust Maxa,“ segir Hildur. Hún segir það hafa verið mikið áfall fyrir bekkjarfélaga og foreldra þeirra þegar fréttirnar um andlátið bárust. Maxi lést af slysförum í september síðastliðnum. Maraþonhlauparinn og Íslandsmeistarinn Arnar Pétursson, gekk til liðs við hópinn og hljóp til minningar um Maxa.Aðsend „Þetta var auðvitað mikið áfall og þess vegna mikilvægt að við kæmum öll saman til að minnast Maxa. Það eru allar líkur á því að Team Maxi mæti að minnsta kosti árlega í hlaup,“ segir Hildur. Vinir Maxa komu saman til að minnast hans.Instagram/hildurd Garðabær Hlaup Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Selena Gomez giftist Benny Blanco Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Ellefu ára læðan Lúsí ein eftir í heimilisleit hjá Kattholti Lífið Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Laddi 75 ára: Skapar nýja karaktera í lyftuspeglum Lífið Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Fleiri fréttir Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Sjá meira
Bekkjarsystkin Maxa tóku þátt í hlaupinu á laugardag.Instagram/hildurd Hugmyndin um hópinn fæddist fyrir nokkru síðan en Hildur Dungal, skipuleggjandi hópsins Team Maxi, móðir Maximilians og fleiri vinkonur fóru að hittast vikulega til að ganga saman í kjölfar dauðsfalls hans. Úr varð labbrabb gönguhópurinn. „Ég fékk þessa hugmynd fyrir um þremur vikum. Einn af bestu vinum yngsta stráksins míns, sem er 12 ára, lést í september, og við vildum gera eitthvað til þess að minnast hans,“ segir Hildur Dungal, sem skipulagði hópinn Team Maxi. Hópurinn sem hljóp til minningar um Maxa var fjölmennur.Instagram/hildurd Hún segir að foreldrar Maxa hafi tekið vel í hugmyndina og að þá hafi hún farið í það að bjóða bekkjarfélögum hans, foreldrum þeirra og kennurum að taka þátt í hlaupinu með hópnum. „Og við fengum alveg rosalega góð viðbrögð. Við bættust vinir og fjölskylda og úr varð um 70 manna hópur. Þetta endaði því sem mjög góð samverustund þar sem allir komu saman, hlupu, löbbuðu, spjölluðu, hlógu og minntust Maxa,“ segir Hildur. Hún segir það hafa verið mikið áfall fyrir bekkjarfélaga og foreldra þeirra þegar fréttirnar um andlátið bárust. Maxi lést af slysförum í september síðastliðnum. Maraþonhlauparinn og Íslandsmeistarinn Arnar Pétursson, gekk til liðs við hópinn og hljóp til minningar um Maxa.Aðsend „Þetta var auðvitað mikið áfall og þess vegna mikilvægt að við kæmum öll saman til að minnast Maxa. Það eru allar líkur á því að Team Maxi mæti að minnsta kosti árlega í hlaup,“ segir Hildur. Vinir Maxa komu saman til að minnast hans.Instagram/hildurd
Garðabær Hlaup Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Selena Gomez giftist Benny Blanco Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Ellefu ára læðan Lúsí ein eftir í heimilisleit hjá Kattholti Lífið Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Laddi 75 ára: Skapar nýja karaktera í lyftuspeglum Lífið Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Fleiri fréttir Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Sjá meira