Rök uppstillingarnefndarinnar komu á óvart Sylvía Hall skrifar 29. maí 2021 16:16 Sara Dögg Svanhildardóttir segir það vera vonbrigði að hafa ekki fengið 3. sæti á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi eftir að hafa sóst eftir því. Vísir/Egill Sara Dögg Svanhildardóttir bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans fékk ekki 3. sæti á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi eftir að hafa gefið kost á sér til þess. Sara Dögg, sem hefur verið virk í innra starfi Viðreisnar frá stofnun flokksins, segir ákvörðun uppstillingarnefndarinnar vera vonbrigði og rökin fyrir henni hafi komið á óvart. „Ég hef verið, að ég held og þó ég segi sjálf frá, mjög öflugur bæjarfulltrúi. Það vissulega kom mér á óvart að ég fengi ekki sæti,“ segir Sara Dögg í samtali við Vísi. Hún segir uppstillingarnefndina hafa rökstutt ákvörðun sína með þeim hætti að vera hennar á listanum myndi gera hann of einsleitan og að hún væri of gömul. „Ég sem hafði haldið að það væri enginn eins og ég. Mér fannst það svolítið skondið. Svo er ég talin of gömul. Það eru rökin sem ég fæ.“ Viðreisn kynnti lista sinn í kjördæminu á fimmtudag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður flokksins, leiðir listann en í öðru sætinu kemur fjölmiðlamaðurinn Sigmar Guðmundsson nýr inn. Viðreisn náði inn tveimur mönnum á þing í kjördæminu í síðustu kosningum. „Pólitíkin er víða“ Sara Dögg segir þetta mikil vonbrigði fyrir sig persónulega, þó hún viti að enginn eigi kröfu til sætis á lista. Sjálf hefði hún þó haldið að vinna hennar sem bæjarfulltrúi sýndi fram á málefni sem fólk vildi sjá fara lengra. „Ég veit að ég er með stuðning í þessu kjördæmi og búin að vinna þannig vinnu sem bæjarfulltrúi að ég held að það sé ýmislegt að finna eftir mig sem fólk hefði viljað sjá að ég tæki lengra,“ segir hún en bætir við að nú muni hún beina kröftum sínum að starfi sínu sem bæjarfulltrúi í Garðabæ, enda brenni hún fyrir því starfi. Þónokkur umræða hefur skapast í kringum uppstillingu Viðreisnar fyrir komandi kosningar, en fyrr í vikunni var greint frá því að Benedikt Jóhannessyni hefði verið boðið 2. sæti á lista flokksins í Reykjavík. Sjálfur sagðist hann hafa samþykkt það gegn því að fá afsökunarbeiðni, sem hann fékk ekki. Hann er því ekki á lista flokksins fyrir komandi þingkosningar. Sara Dögg segist þakklát fyrir stuðninginn sem hún hefur fengið undanfarið. Hún vildi því upplýsa félaga sína í flokknum um milli hverra valið stóð, en nokkrir hafi sóst eftir 3. sætinu. „En leynd ríkir yfir hverjir gefa kost á sér,“ skrifaði Sara Dögg á Facebook. Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Karlar í öðrum kjördæmum komu í veg fyrir oddvitasæti Benedikts Meðlimur í uppstillingarnefnd Viðreisnar segir Benedikt Jóhannesson hafa látið það skýrt í ljós að hann vildi aðeins oddvitasæti á lista flokksins fyrir komandi kosningar. Flokkurinn hafi ekki getað orðið við því þar sem þrír karlar væru nú þegar oddvitar í öðrum kjördæmum. 27. maí 2021 20:43 Sigmar Guðmunds skipar annað sætið á eftir Þorgerði Katrínu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, mun leiðir framboðslista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi (Kraganum) fyrir komandi þingkosningar. Sigmar Guðmundsson fjölmiðlamaður er í 2. sæti listans og Elín Anna Gísladóttir verkfræðingur skipar 3. sætið. 27. maí 2021 13:17 Sigmar Guðmunds skipar annað sætið á eftir Þorgerði Katrínu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, mun leiðir framboðslista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi (Kraganum) fyrir komandi þingkosningar. Sigmar Guðmundsson fjölmiðlamaður er í 2. sæti listans og Elín Anna Gísladóttir verkfræðingur skipar 3. sætið. 27. maí 2021 13:17 Hanna Katrín og Þorbjörg Sigríður leiða lista Viðreisnar í Reykjavík Þingkonurnar Hanna Katrín Friðriksson og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir munu leiða lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur í komandi þingkosningum. Hanna Katrín leiðir listann í Reykjavíkurkjördæmi norður og Þorbjörg Sigríður suður. 26. maí 2021 07:32 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Sjá meira
„Ég hef verið, að ég held og þó ég segi sjálf frá, mjög öflugur bæjarfulltrúi. Það vissulega kom mér á óvart að ég fengi ekki sæti,“ segir Sara Dögg í samtali við Vísi. Hún segir uppstillingarnefndina hafa rökstutt ákvörðun sína með þeim hætti að vera hennar á listanum myndi gera hann of einsleitan og að hún væri of gömul. „Ég sem hafði haldið að það væri enginn eins og ég. Mér fannst það svolítið skondið. Svo er ég talin of gömul. Það eru rökin sem ég fæ.“ Viðreisn kynnti lista sinn í kjördæminu á fimmtudag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður flokksins, leiðir listann en í öðru sætinu kemur fjölmiðlamaðurinn Sigmar Guðmundsson nýr inn. Viðreisn náði inn tveimur mönnum á þing í kjördæminu í síðustu kosningum. „Pólitíkin er víða“ Sara Dögg segir þetta mikil vonbrigði fyrir sig persónulega, þó hún viti að enginn eigi kröfu til sætis á lista. Sjálf hefði hún þó haldið að vinna hennar sem bæjarfulltrúi sýndi fram á málefni sem fólk vildi sjá fara lengra. „Ég veit að ég er með stuðning í þessu kjördæmi og búin að vinna þannig vinnu sem bæjarfulltrúi að ég held að það sé ýmislegt að finna eftir mig sem fólk hefði viljað sjá að ég tæki lengra,“ segir hún en bætir við að nú muni hún beina kröftum sínum að starfi sínu sem bæjarfulltrúi í Garðabæ, enda brenni hún fyrir því starfi. Þónokkur umræða hefur skapast í kringum uppstillingu Viðreisnar fyrir komandi kosningar, en fyrr í vikunni var greint frá því að Benedikt Jóhannessyni hefði verið boðið 2. sæti á lista flokksins í Reykjavík. Sjálfur sagðist hann hafa samþykkt það gegn því að fá afsökunarbeiðni, sem hann fékk ekki. Hann er því ekki á lista flokksins fyrir komandi þingkosningar. Sara Dögg segist þakklát fyrir stuðninginn sem hún hefur fengið undanfarið. Hún vildi því upplýsa félaga sína í flokknum um milli hverra valið stóð, en nokkrir hafi sóst eftir 3. sætinu. „En leynd ríkir yfir hverjir gefa kost á sér,“ skrifaði Sara Dögg á Facebook.
Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Karlar í öðrum kjördæmum komu í veg fyrir oddvitasæti Benedikts Meðlimur í uppstillingarnefnd Viðreisnar segir Benedikt Jóhannesson hafa látið það skýrt í ljós að hann vildi aðeins oddvitasæti á lista flokksins fyrir komandi kosningar. Flokkurinn hafi ekki getað orðið við því þar sem þrír karlar væru nú þegar oddvitar í öðrum kjördæmum. 27. maí 2021 20:43 Sigmar Guðmunds skipar annað sætið á eftir Þorgerði Katrínu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, mun leiðir framboðslista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi (Kraganum) fyrir komandi þingkosningar. Sigmar Guðmundsson fjölmiðlamaður er í 2. sæti listans og Elín Anna Gísladóttir verkfræðingur skipar 3. sætið. 27. maí 2021 13:17 Sigmar Guðmunds skipar annað sætið á eftir Þorgerði Katrínu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, mun leiðir framboðslista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi (Kraganum) fyrir komandi þingkosningar. Sigmar Guðmundsson fjölmiðlamaður er í 2. sæti listans og Elín Anna Gísladóttir verkfræðingur skipar 3. sætið. 27. maí 2021 13:17 Hanna Katrín og Þorbjörg Sigríður leiða lista Viðreisnar í Reykjavík Þingkonurnar Hanna Katrín Friðriksson og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir munu leiða lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur í komandi þingkosningum. Hanna Katrín leiðir listann í Reykjavíkurkjördæmi norður og Þorbjörg Sigríður suður. 26. maí 2021 07:32 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Sjá meira
Karlar í öðrum kjördæmum komu í veg fyrir oddvitasæti Benedikts Meðlimur í uppstillingarnefnd Viðreisnar segir Benedikt Jóhannesson hafa látið það skýrt í ljós að hann vildi aðeins oddvitasæti á lista flokksins fyrir komandi kosningar. Flokkurinn hafi ekki getað orðið við því þar sem þrír karlar væru nú þegar oddvitar í öðrum kjördæmum. 27. maí 2021 20:43
Sigmar Guðmunds skipar annað sætið á eftir Þorgerði Katrínu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, mun leiðir framboðslista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi (Kraganum) fyrir komandi þingkosningar. Sigmar Guðmundsson fjölmiðlamaður er í 2. sæti listans og Elín Anna Gísladóttir verkfræðingur skipar 3. sætið. 27. maí 2021 13:17
Sigmar Guðmunds skipar annað sætið á eftir Þorgerði Katrínu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, mun leiðir framboðslista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi (Kraganum) fyrir komandi þingkosningar. Sigmar Guðmundsson fjölmiðlamaður er í 2. sæti listans og Elín Anna Gísladóttir verkfræðingur skipar 3. sætið. 27. maí 2021 13:17
Hanna Katrín og Þorbjörg Sigríður leiða lista Viðreisnar í Reykjavík Þingkonurnar Hanna Katrín Friðriksson og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir munu leiða lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur í komandi þingkosningum. Hanna Katrín leiðir listann í Reykjavíkurkjördæmi norður og Þorbjörg Sigríður suður. 26. maí 2021 07:32