Langri bið eða ævintýri þýsks höfundar lýkur á Drekavöllum Sindri Sverrisson skrifar 29. maí 2021 09:00 Leikmenn Manchester City eða Chelsea munu hafa ástæðu til að fagna í kvöld. Getty Chelsea getur fullkomnað hreint út sagt ævintýralega fjóra mánuði, eftir handriti Þjóðverjans Thomas Tüchel, og Manchester City getur uppfyllt langþráðan draum, þegar liðin mætast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í Portúgal í kvöld. Leikurinn hefst kl. 19 en upphitun á Stöð 2 Sport 2 hefst klukkutíma fyrr. Leikurinn var færður frá Istanbúl til Porto vegna kórónuveirufaraldursins, og munu 16.500 manns fá að mæta á Drekavelli til að sjá Evrópumeistara krýnda. Þrátt fyrir alla sína velgengni síðasta áratuginn, þar á meðal fimm Englandsmeistaratitla, er um að ræða fyrsta úrslitaleik City í Meistaradeildinni. Sigur í Evrópukeppni bikarhafa árið 1970 er eini alvöru titill liðsins á alþjóðlegum vettvangi. Pep Guardiola, sem gerði Barcelona tvívegis að Evrópumeistara, hefur komið City af miklu öryggi í úrslitaleikinn í ár, í gegnum PSG, Dortmund og Borussia Mönchengladbach í útsláttarkeppninni án þess að tapa einum einasta leik, eða gera svo mikið sem eitt jafntefli. Liðið getur unnið þrennu í ár því City hefur þegar unnið ensku úrvalsdeildina og deildabikarinn. Það fá 14.500 stuðningsmenn að mæta á leikinn í Porto í kvöld.Getty/Marc Atkins Englandsmeistararnir hafa hins vegar tapað báðum leikjum sínum gegn Chelsea eftir að Lundúnaliðið tók algjörum stakkaskiptum með komu Tüchels. Það eru tvö af fimm töpum City í síðustu 47 leikjum. Tüchel, sem tók við af Frank Lampard í lok janúar, er mættur í úrslitaleik keppninnar í annað sinn á innan við ári stýrði fyrir níu mánuðum liði PSG í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, í tapinu gegn Bayern München. Möguleg byrjunarlið: Manchester City: Ederson - Walker, Stones, Rúben Dias, Zinchenko -Bernardo Silva, Fernandinho, Gündogan - Mahrez, De Bruyne, Foden Chelsea: Mendy - Christensen, Thiago Silva, Rüdiger - Azpilicueta, Jorginho, Kanté, Chilwell - Pulisic, Werner, Mount Tüchel hefur umbreytt Chelsea og skilað því öruggu sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð, bikarúrslitaleik og úrslitaleik í Meistaradeildinni. Þó City sé talið sigurstranglegra gæti Chelsea endurtekið leikinn frá því í München árið 2012, þegar Roberto Di Matteo stýrði liðinu til sigurs á Bayern og þar með í keppninni. Chelsea hefur gefið eftir að undanförnu en ætti að vera með sitt sterkasta lið þar sem Edouard Mendy og N'Golo Kanté virðast klárir í slaginn. Hjá Manchester City eru engin meiðsli. Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu er á Stöð 2 Sport 2 kl. 19 í kvöld. Upphitun hefst klukkutíma fyrr en leikurinn sjálfur er í opinni dagskrá. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Fótbolti Fleiri fréttir San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Sjá meira
Leikurinn hefst kl. 19 en upphitun á Stöð 2 Sport 2 hefst klukkutíma fyrr. Leikurinn var færður frá Istanbúl til Porto vegna kórónuveirufaraldursins, og munu 16.500 manns fá að mæta á Drekavelli til að sjá Evrópumeistara krýnda. Þrátt fyrir alla sína velgengni síðasta áratuginn, þar á meðal fimm Englandsmeistaratitla, er um að ræða fyrsta úrslitaleik City í Meistaradeildinni. Sigur í Evrópukeppni bikarhafa árið 1970 er eini alvöru titill liðsins á alþjóðlegum vettvangi. Pep Guardiola, sem gerði Barcelona tvívegis að Evrópumeistara, hefur komið City af miklu öryggi í úrslitaleikinn í ár, í gegnum PSG, Dortmund og Borussia Mönchengladbach í útsláttarkeppninni án þess að tapa einum einasta leik, eða gera svo mikið sem eitt jafntefli. Liðið getur unnið þrennu í ár því City hefur þegar unnið ensku úrvalsdeildina og deildabikarinn. Það fá 14.500 stuðningsmenn að mæta á leikinn í Porto í kvöld.Getty/Marc Atkins Englandsmeistararnir hafa hins vegar tapað báðum leikjum sínum gegn Chelsea eftir að Lundúnaliðið tók algjörum stakkaskiptum með komu Tüchels. Það eru tvö af fimm töpum City í síðustu 47 leikjum. Tüchel, sem tók við af Frank Lampard í lok janúar, er mættur í úrslitaleik keppninnar í annað sinn á innan við ári stýrði fyrir níu mánuðum liði PSG í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, í tapinu gegn Bayern München. Möguleg byrjunarlið: Manchester City: Ederson - Walker, Stones, Rúben Dias, Zinchenko -Bernardo Silva, Fernandinho, Gündogan - Mahrez, De Bruyne, Foden Chelsea: Mendy - Christensen, Thiago Silva, Rüdiger - Azpilicueta, Jorginho, Kanté, Chilwell - Pulisic, Werner, Mount Tüchel hefur umbreytt Chelsea og skilað því öruggu sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð, bikarúrslitaleik og úrslitaleik í Meistaradeildinni. Þó City sé talið sigurstranglegra gæti Chelsea endurtekið leikinn frá því í München árið 2012, þegar Roberto Di Matteo stýrði liðinu til sigurs á Bayern og þar með í keppninni. Chelsea hefur gefið eftir að undanförnu en ætti að vera með sitt sterkasta lið þar sem Edouard Mendy og N'Golo Kanté virðast klárir í slaginn. Hjá Manchester City eru engin meiðsli. Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu er á Stöð 2 Sport 2 kl. 19 í kvöld. Upphitun hefst klukkutíma fyrr en leikurinn sjálfur er í opinni dagskrá. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Möguleg byrjunarlið: Manchester City: Ederson - Walker, Stones, Rúben Dias, Zinchenko -Bernardo Silva, Fernandinho, Gündogan - Mahrez, De Bruyne, Foden Chelsea: Mendy - Christensen, Thiago Silva, Rüdiger - Azpilicueta, Jorginho, Kanté, Chilwell - Pulisic, Werner, Mount
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Fótbolti Fleiri fréttir San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Sjá meira