Rússneskir tölvuþrjótar ráðast á hjálpar- og mannréttindasamtök Samúel Karl Ólason skrifar 28. maí 2021 11:14 Tölvuþrjótarnir notuð póstkerfi bandarískrar stofnunar sem heldur utan um þróunaraðstoð ríkisins til að senda trúverðuga tölvupósta sem innihéldu veiru. AP/J. David Ake Rússneskir tölvuþrjótar, sem taldir eru bera ábyrgð á SolarWinds árásinni svokölluðu, hafa nú gert árás á rúmlega 150 stofnanir og samtök í minnst 24 löndum víðsvegar um heiminn, með því að notast við tölvukerfi ríkisstofnunar sem sér um þróunaraðstoð Bandaríkjanna (USAID). Sérfræðingar Microsoft segja um þrjú þúsund tölvupósta úr tölvukerfi USAID hafa verið senda í árásinni. Tölvuþrjótarnir eru kallaðir Bobelium og segja sérfræðingar þá á vegum leyniþjónustu Rússlands. Tom Burt, aðstoðarforstjóri Microsoft, sagði frá árásinni í blogfærslu í gærkvöldi. Þann 25. maí sendu tölvuþrjótarnir trúverðugan póst úr tölvukerfi USAID með hlekk sem innihélt veiru sem myndi gera þrjótunum kleift að taka yfir tölvur í tölvukerfum þar sem hlekkurinn var opnaður. Tölvurárásir sem þessar kallast Phishing-árásir. Tölvupósturinn frá rússnesku tölvuþrjótunum leit svona út.Microsoft Hann segir ljóst að meðlimir Nobelium vinni á þann veg að öðlast aðgang að traustum aðilum og nota þá til að gera árásir á fleiri tölvukerfi. Þá er tekið fram í annarri og tæknilegri færslu Microsoft að árásin standi enn yfir. Hér má sjá hvernig tölvupóstarnir litu út. SolarWinds-árásinni hefur verið lýst sem þeirri verstu í sögu Bandaríkjanna. Sjá einnig: Ráðgjafi vissi af og varaði við hættunni á tölvuárás Burt segir nýju árásina beinast að miklu leyti gegn hjálpar- og mannréttindasamtökum og það sé í takt við fyrri árásir Rússa. Í faraldri nýju kórónuveirunnar hafi annar hópur rússneskra tölvuþrjóta gert árásir á heilbrigðisstofnanir sem komu að þróun bóluefna og árið 2019 hafi þeir gert ítrekaðar árásir á stofnanir sem koma að lyfjanotkun íþróttamanna. Þá höfðu rússneskir íþróttamenn verið bannaðir frá nokkrum alþjóðlegum íþróttaviðburðum vegna umfangsmikillar notkunar ólöglegra lyfja rússneskra íþróttamanna. Sjá einnig: Rússar áttu við þúsundir lyfjaprófa Í færslu sinni segir Burt einnig að mikil þörf sé á skýrum alþjóðareglum varðandi tölvuárásir ríkja og það þurfi að bregðast við árásum sem þessum. Microsoft hefur ekki gefið út hvort árásin hafi borið árangur. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, munu funda í Genf í júní og munu þeir eflaust ræða tölvuárásir Rússa í Bandaríkjunum sem ráðamenn þar í landi hafa kvartað mikið yfir að undanförnu. Þar á meðal er árás á stærstu eldsneytisleiðslu Bandaríkjanna, sem rússneskri tölvuþrjótar hafa verið sakaðir um. Sjá einnig: Tölvuárás gerð á stærstu eldsneytisleiðslu Bandaríkjanna Í apríl tilkynnti Biden að Bandaríkin myndu beita Rússum refsiaðgerðum og vísa erindrekum úr landi vegna SolarWinds árásarinnar og annarra. Bandaríkin Rússland Tölvuárásir Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Tölvuþrjótarnir eru kallaðir Bobelium og segja sérfræðingar þá á vegum leyniþjónustu Rússlands. Tom Burt, aðstoðarforstjóri Microsoft, sagði frá árásinni í blogfærslu í gærkvöldi. Þann 25. maí sendu tölvuþrjótarnir trúverðugan póst úr tölvukerfi USAID með hlekk sem innihélt veiru sem myndi gera þrjótunum kleift að taka yfir tölvur í tölvukerfum þar sem hlekkurinn var opnaður. Tölvurárásir sem þessar kallast Phishing-árásir. Tölvupósturinn frá rússnesku tölvuþrjótunum leit svona út.Microsoft Hann segir ljóst að meðlimir Nobelium vinni á þann veg að öðlast aðgang að traustum aðilum og nota þá til að gera árásir á fleiri tölvukerfi. Þá er tekið fram í annarri og tæknilegri færslu Microsoft að árásin standi enn yfir. Hér má sjá hvernig tölvupóstarnir litu út. SolarWinds-árásinni hefur verið lýst sem þeirri verstu í sögu Bandaríkjanna. Sjá einnig: Ráðgjafi vissi af og varaði við hættunni á tölvuárás Burt segir nýju árásina beinast að miklu leyti gegn hjálpar- og mannréttindasamtökum og það sé í takt við fyrri árásir Rússa. Í faraldri nýju kórónuveirunnar hafi annar hópur rússneskra tölvuþrjóta gert árásir á heilbrigðisstofnanir sem komu að þróun bóluefna og árið 2019 hafi þeir gert ítrekaðar árásir á stofnanir sem koma að lyfjanotkun íþróttamanna. Þá höfðu rússneskir íþróttamenn verið bannaðir frá nokkrum alþjóðlegum íþróttaviðburðum vegna umfangsmikillar notkunar ólöglegra lyfja rússneskra íþróttamanna. Sjá einnig: Rússar áttu við þúsundir lyfjaprófa Í færslu sinni segir Burt einnig að mikil þörf sé á skýrum alþjóðareglum varðandi tölvuárásir ríkja og það þurfi að bregðast við árásum sem þessum. Microsoft hefur ekki gefið út hvort árásin hafi borið árangur. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, munu funda í Genf í júní og munu þeir eflaust ræða tölvuárásir Rússa í Bandaríkjunum sem ráðamenn þar í landi hafa kvartað mikið yfir að undanförnu. Þar á meðal er árás á stærstu eldsneytisleiðslu Bandaríkjanna, sem rússneskri tölvuþrjótar hafa verið sakaðir um. Sjá einnig: Tölvuárás gerð á stærstu eldsneytisleiðslu Bandaríkjanna Í apríl tilkynnti Biden að Bandaríkin myndu beita Rússum refsiaðgerðum og vísa erindrekum úr landi vegna SolarWinds árásarinnar og annarra.
Bandaríkin Rússland Tölvuárásir Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira