Útlendingastofnun geti vel hætt að senda fólk til Grikklands Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 27. maí 2021 16:01 Rauði krossinn segir að flóttafólk á Grikklandi mæti kerfislægum hindrunum og kynþáttahatri. aðsend Rauði krossinn furðar sig á málflutningi Útlendingastofnunar og túlkun hennar á regluverki í kring um hælisumsóknir á Íslandi. Lögfræðingur hjálparsamtakanna og talsmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd segir það ekki rétt sem kom fram í máli Útlendingastofnunar í viðtali Vísis sem birtist í morgun. „Þessi ummæli komu okkur mjög á óvart,“ segir Guðríður Lára Þrastardóttir, hjá Rauða krossinum, við Vísi. „Því Útlendingastofnun hefur til dæmis áður ákveðið að taka öll mál til efnislegrar meðferðar hjá fólki sem kemur frá Grikklandi eða Ungverjalandi og heyrir undir Dyflinarreglugerðina. Þá tók stofnunin auðvitað ákvörðun vorið 2020 um að breyta mati sínu á því hvort taka bæri Dyflinar- og verndarmál til efnismeðferðar í ljósi Covid-19. Stofnunin hefur víðtækt svigrúm til mats og skyldu til að breyta mati sínu ef aðstæður breytast." Íris Kristinsdóttir, sviðsstjóri verndarsviðs hjá Útlendingastofnun, hélt því fram við Vísi í gær að Útlendingastofnun gæti ekki ákveðið að taka öll mál flóttafólks á Íslandi, sem þegar hefði hlotið alþjóðlega vernd í Grikklandi, til efnislegrar meðferðar. Spurð hvort stofnunin gæti ekki farið þá leið sagði hún: „Nei, í raun og veru ekki. Því lögin segja að ef þú hefur hlotið alþjóðlega vernd í öðru landi ber stofnunni ekki að fjalla efnislega um málið nema að sérstakar ástæður eða sérstök tengsl eigi við. Og ef að það á ekki við þá segja lögin í raun að við getum ekki tekið þessi mál til efnislegrar málsmeðferðar.“ Guðríður Lára segir þetta rangt. „Stjórnendum stofnunarinnar er veitt ákveðið svigrúm í lögunum til mats á aðstæðum fólks,“ segir hún og vísar í lög um útlendinga þar sem segir að stofnunin skuli taka umsóknir til efnislegrar meðferðar „ef sérstakar ástæður mæla annars með því“. Sérstakar ástæður eigi við um Grikkland Í reglugerð sem dómsmálaráðherra setti árið 2018 eru nefnd nokkur dæmi um hvað beri að túlka sem sérstakar ástæður en þar segir meðal annars: „ef umsækjandi mun eiga erfitt uppdráttar í viðtökuríki vegna alvarlegrar mismununar, s.s. ef ríkið útilokar viðkomandi frá menntun, nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu, nauðsynlegri þjónustu vegna fötlunar, eða atvinnuþátttöku á grundvelli kynhneigðar, kynþáttar eða kyns eða ef umsækjandi getur vænst þess að staða hans, í ljósi framangreindra ástæðna, verði verulega síðri en staða almennings í viðtökuríki“. Guðríður Lára, lögfræðingur Rauða krossins og talsmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd.aðsend Guðríður Lára segir að mati Rauða krossins eigi þetta við um aðstæður þeirra sem hafa hlotið vernd í Grikklandi: „Fyrir utan kynþáttahatur, sem er útbreytt í Grikklandi, þá mætir flóttafólk þar kerfislægum hindrunum gegn því að njóta lagalegra réttinda. Þar eru ómannúðlegar aðstæður sem fólk býr við, það er oft húsnæðislaust eða í ólöglegu húsnæði og fær takmarkaðra aðgengi að bæði heilbrigðisþjónustu og félagsþjónustu heldur en heimafólk. Það eru ýmsar stjórnsýslulegar hindranir sem flóttafólki er í raun ómögulegt að yfirstíga, flóttafólk verður fyrir mismunun í Grikklandi, það er alveg klárt.“ Þá segir hún að grísk stjórnvöld séu almennt farin að sýna klærnar gagnvart flóttamönnum og séu til að mynda búin að afturkalla sérstakan stuðningspakka sem var í gildi fyrir hópinn. „Við teljum að ástandið á Grikklandi sé þannig að það eigi að meta það svo að þarna gildi sérstakar ástæður um fólk sem kemur þaðan og hefur verið veitt vernd“ segir hún. Hælisleitendur Tengdar fréttir Kærir Útlendingastofnun fyrir að svipta Palestínumann mat og húsnæði Lögmaður palestínsks flóttamanns hefur kært ákvörðun Útlendingarstofnunar um að svipta hann húsnæði og fæði til kærunefndar útlendingamála. Lögmaðurinn segir framferði stofnunarinnar með öllu ólögmætt. 20. maí 2021 17:33 Fjórtán hafa misst þjónustu fyrir að gangast ekki undir Covid-próf Fjórtán einstaklingar hafa misst þjónustu á vegum Útlendingastofnunar eftir að hafa neitað að fara í Covid-19 próf þegar til stóð að senda þá úr landi. Þeir hafa nú misst húsnæði og fæðisgreiðslur á vegum Útlendingastofnunar. Stofnunin neitar því að aðgerðirnar brjóti gegn mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. 20. maí 2021 16:46 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
„Þessi ummæli komu okkur mjög á óvart,“ segir Guðríður Lára Þrastardóttir, hjá Rauða krossinum, við Vísi. „Því Útlendingastofnun hefur til dæmis áður ákveðið að taka öll mál til efnislegrar meðferðar hjá fólki sem kemur frá Grikklandi eða Ungverjalandi og heyrir undir Dyflinarreglugerðina. Þá tók stofnunin auðvitað ákvörðun vorið 2020 um að breyta mati sínu á því hvort taka bæri Dyflinar- og verndarmál til efnismeðferðar í ljósi Covid-19. Stofnunin hefur víðtækt svigrúm til mats og skyldu til að breyta mati sínu ef aðstæður breytast." Íris Kristinsdóttir, sviðsstjóri verndarsviðs hjá Útlendingastofnun, hélt því fram við Vísi í gær að Útlendingastofnun gæti ekki ákveðið að taka öll mál flóttafólks á Íslandi, sem þegar hefði hlotið alþjóðlega vernd í Grikklandi, til efnislegrar meðferðar. Spurð hvort stofnunin gæti ekki farið þá leið sagði hún: „Nei, í raun og veru ekki. Því lögin segja að ef þú hefur hlotið alþjóðlega vernd í öðru landi ber stofnunni ekki að fjalla efnislega um málið nema að sérstakar ástæður eða sérstök tengsl eigi við. Og ef að það á ekki við þá segja lögin í raun að við getum ekki tekið þessi mál til efnislegrar málsmeðferðar.“ Guðríður Lára segir þetta rangt. „Stjórnendum stofnunarinnar er veitt ákveðið svigrúm í lögunum til mats á aðstæðum fólks,“ segir hún og vísar í lög um útlendinga þar sem segir að stofnunin skuli taka umsóknir til efnislegrar meðferðar „ef sérstakar ástæður mæla annars með því“. Sérstakar ástæður eigi við um Grikkland Í reglugerð sem dómsmálaráðherra setti árið 2018 eru nefnd nokkur dæmi um hvað beri að túlka sem sérstakar ástæður en þar segir meðal annars: „ef umsækjandi mun eiga erfitt uppdráttar í viðtökuríki vegna alvarlegrar mismununar, s.s. ef ríkið útilokar viðkomandi frá menntun, nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu, nauðsynlegri þjónustu vegna fötlunar, eða atvinnuþátttöku á grundvelli kynhneigðar, kynþáttar eða kyns eða ef umsækjandi getur vænst þess að staða hans, í ljósi framangreindra ástæðna, verði verulega síðri en staða almennings í viðtökuríki“. Guðríður Lára, lögfræðingur Rauða krossins og talsmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd.aðsend Guðríður Lára segir að mati Rauða krossins eigi þetta við um aðstæður þeirra sem hafa hlotið vernd í Grikklandi: „Fyrir utan kynþáttahatur, sem er útbreytt í Grikklandi, þá mætir flóttafólk þar kerfislægum hindrunum gegn því að njóta lagalegra réttinda. Þar eru ómannúðlegar aðstæður sem fólk býr við, það er oft húsnæðislaust eða í ólöglegu húsnæði og fær takmarkaðra aðgengi að bæði heilbrigðisþjónustu og félagsþjónustu heldur en heimafólk. Það eru ýmsar stjórnsýslulegar hindranir sem flóttafólki er í raun ómögulegt að yfirstíga, flóttafólk verður fyrir mismunun í Grikklandi, það er alveg klárt.“ Þá segir hún að grísk stjórnvöld séu almennt farin að sýna klærnar gagnvart flóttamönnum og séu til að mynda búin að afturkalla sérstakan stuðningspakka sem var í gildi fyrir hópinn. „Við teljum að ástandið á Grikklandi sé þannig að það eigi að meta það svo að þarna gildi sérstakar ástæður um fólk sem kemur þaðan og hefur verið veitt vernd“ segir hún.
Hælisleitendur Tengdar fréttir Kærir Útlendingastofnun fyrir að svipta Palestínumann mat og húsnæði Lögmaður palestínsks flóttamanns hefur kært ákvörðun Útlendingarstofnunar um að svipta hann húsnæði og fæði til kærunefndar útlendingamála. Lögmaðurinn segir framferði stofnunarinnar með öllu ólögmætt. 20. maí 2021 17:33 Fjórtán hafa misst þjónustu fyrir að gangast ekki undir Covid-próf Fjórtán einstaklingar hafa misst þjónustu á vegum Útlendingastofnunar eftir að hafa neitað að fara í Covid-19 próf þegar til stóð að senda þá úr landi. Þeir hafa nú misst húsnæði og fæðisgreiðslur á vegum Útlendingastofnunar. Stofnunin neitar því að aðgerðirnar brjóti gegn mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. 20. maí 2021 16:46 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Kærir Útlendingastofnun fyrir að svipta Palestínumann mat og húsnæði Lögmaður palestínsks flóttamanns hefur kært ákvörðun Útlendingarstofnunar um að svipta hann húsnæði og fæði til kærunefndar útlendingamála. Lögmaðurinn segir framferði stofnunarinnar með öllu ólögmætt. 20. maí 2021 17:33
Fjórtán hafa misst þjónustu fyrir að gangast ekki undir Covid-próf Fjórtán einstaklingar hafa misst þjónustu á vegum Útlendingastofnunar eftir að hafa neitað að fara í Covid-19 próf þegar til stóð að senda þá úr landi. Þeir hafa nú misst húsnæði og fæðisgreiðslur á vegum Útlendingastofnunar. Stofnunin neitar því að aðgerðirnar brjóti gegn mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. 20. maí 2021 16:46