Eitt frægasta myndband YouTube kveður vefinn Sylvía Hall skrifar 24. maí 2021 15:09 Bræðrastundin sem seinna var seld fyrir hátt í hundrað milljónir. YouTube Flestir netverjar ættu að þekkja til bræðranna Charlie og Harry, sem slógu rækilega í gegn á YouTube eftir að fjölskylda þeirra birti myndband af þeim síðarnefnda sitja með barnungan bróður sinn. Hugguleg bræðrastund varð þó fljótlega að einu frægasta augnabliki Internetsins þar sem Harry, sá yngri, bítur í fingur bróður síns á meðan sá eldri kvartar sáran. Myndbandið fræga hefur nú verið selt fyrir 760 þúsund Bandaríkjadali, sem samsvarar um 94 milljónum íslenskra króna. Kaupandinn, sem er nafnlaus en gengur undir notendanafninu 3fmusic, keypti myndandið í NFT formi sem er geymt í bálkakeðju [e. blockchain]. Frá þessu er greint á vef CBS en uppboðið fór fram í gær. Fjölskyldan stóð fyrir uppboði myndbandsins og var slegist um myndbandið á lokastundum þess. Það var svo 3fmusic sem varð hlutskarpastur og tryggði sér eignarréttinn yfir myndbandinu. Upprunalega myndbandið er með rúmlega 883 milljónir áhorfa á YouTube en það var birt á vefnum þann 22. maí árið 2007. Það hefur nú verið afskráð af vefnum en er enn aðgengilegt og segir í titli þess að „beðið sé eftir NFT-ákvörðun“. Það er þó ekki aðeins eignarréttur yfir myndbandinu sjálfu sem fylgir með í kaupunum heldur mun eigandinn fá tækifæri til þess að „endurgera“ myndbandið með upprunalegum stjörnum þess; Charlie og Harry. Fjölskyldan kveðst vona að salan muni hjálpa bræðrunum í framtíðinni en þeir eru nú 15 og 17 ára gamlir. Að öllum líkindum verður söluféð notað í að fjárfesta í menntun þeirra að sögn föður þeirra. Samfélagsmiðlar Mest lesið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Lífið Fleiri fréttir Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Sjá meira
Myndbandið fræga hefur nú verið selt fyrir 760 þúsund Bandaríkjadali, sem samsvarar um 94 milljónum íslenskra króna. Kaupandinn, sem er nafnlaus en gengur undir notendanafninu 3fmusic, keypti myndandið í NFT formi sem er geymt í bálkakeðju [e. blockchain]. Frá þessu er greint á vef CBS en uppboðið fór fram í gær. Fjölskyldan stóð fyrir uppboði myndbandsins og var slegist um myndbandið á lokastundum þess. Það var svo 3fmusic sem varð hlutskarpastur og tryggði sér eignarréttinn yfir myndbandinu. Upprunalega myndbandið er með rúmlega 883 milljónir áhorfa á YouTube en það var birt á vefnum þann 22. maí árið 2007. Það hefur nú verið afskráð af vefnum en er enn aðgengilegt og segir í titli þess að „beðið sé eftir NFT-ákvörðun“. Það er þó ekki aðeins eignarréttur yfir myndbandinu sjálfu sem fylgir með í kaupunum heldur mun eigandinn fá tækifæri til þess að „endurgera“ myndbandið með upprunalegum stjörnum þess; Charlie og Harry. Fjölskyldan kveðst vona að salan muni hjálpa bræðrunum í framtíðinni en þeir eru nú 15 og 17 ára gamlir. Að öllum líkindum verður söluféð notað í að fjárfesta í menntun þeirra að sögn föður þeirra.
Samfélagsmiðlar Mest lesið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Lífið Fleiri fréttir Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Sjá meira