Reynslunni ríkari þrátt fyrir engin stig Sylvía Hall skrifar 24. maí 2021 11:21 James Newman flutti lagið Embers fyrir hönd Bretlands í Eurovision í ár. Getty/Soeren Stache „Ég vil einblína á það jákvæða við þessa ótrúlegu lífreynslu. Ég stóð á sviði og söng fyrir hundruð milljónir lag sem ég samdi og elska,“ skrifar James Newman, fulltrúi Breta í Eurovision í ár, á Twitter-síðu sína í dag. Newman flutti lagið Embers, sem hann samdi sjálfur og flutti á úrslitakvöldinu. Svo fór að hann hafnaði í 26. og neðsta sæti keppninnar með engin stig, hvorki frá dómnefndum né símakosningu áhorfenda. Þegar kynnar kvöldsins tilkynntu að Bretland fengi engin stig í keppninni í ár fagnaði þó salurinn Newman vel og innilega, sem sjálfur virtist taka tilkynningunni af æðruleysi. I know this is gutting, but the way the whole arena rallied around James Newman was a really touching #Eurovision pic.twitter.com/9U6cZDhgxT— Scott Bryan (@scottygb) May 22, 2021 Hann segist þakklátur fyrir keppnina, enda hafi hann lært mikið af öllum þeim sem fylgdu honum í ferlinu og komu að keppninni sjálfri. Þar sé fagfólk á ferð sem sé heiður að vinna með. „Þetta er besta fólkið í bransanum og ég fékk tækifæri til þess að vinna með þeim og deila þessari ótrúlegu reynslu sem ég er svo heppinn að hafa fengið tækifæri til þess að upplifa.“ Newman er reyndur lagahöfundur og hefur samið fyrir margar stórar poppstjörnur. Hefur hann meðal annars samið tónlist með Calvin Harris og bróður sínum John Newman. „Ég vil þakka aðdáendunum sem studdu mig í gegnum allt ferlið, þið gerðuð það þess virði. Þegar allt kemur til alls eruð þið fólkið sem ég geri þetta fyrir.“ Hér má sjá flutning Newman frá úrslitakvöldinu. Eurovision Bretland Tengdar fréttir Baráttumaður fyrir Brexit vill Bretland úr Eurovision Nigel Farage, fyrrverandi formaður Breska sjálfstæðisflokksins og síðar Brexit-flokksins, og ötull stuðningsmaður útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, vill að Bretar hætti að taka þátt í Eurovision. Bretland fékk engin stig á úrslitakvöldi keppninnar í gær. 23. maí 2021 18:00 Svona gáfu þjóðirnar okkur stig Finnskir, ástralskir og danskir Eurovision-aðdáendur gáfu Íslandi tólf stig í símakosningu Eurovision í gær. Ísland hafnaði í fjórða sæti í keppninni, en þau Daði Freyr og Gagnamagnið „stigu á svið“ fyrir Íslands hönd og fluttu lagið 10 Years. 23. maí 2021 09:24 Mest lesið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Fleiri fréttir Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Sjá meira
Newman flutti lagið Embers, sem hann samdi sjálfur og flutti á úrslitakvöldinu. Svo fór að hann hafnaði í 26. og neðsta sæti keppninnar með engin stig, hvorki frá dómnefndum né símakosningu áhorfenda. Þegar kynnar kvöldsins tilkynntu að Bretland fengi engin stig í keppninni í ár fagnaði þó salurinn Newman vel og innilega, sem sjálfur virtist taka tilkynningunni af æðruleysi. I know this is gutting, but the way the whole arena rallied around James Newman was a really touching #Eurovision pic.twitter.com/9U6cZDhgxT— Scott Bryan (@scottygb) May 22, 2021 Hann segist þakklátur fyrir keppnina, enda hafi hann lært mikið af öllum þeim sem fylgdu honum í ferlinu og komu að keppninni sjálfri. Þar sé fagfólk á ferð sem sé heiður að vinna með. „Þetta er besta fólkið í bransanum og ég fékk tækifæri til þess að vinna með þeim og deila þessari ótrúlegu reynslu sem ég er svo heppinn að hafa fengið tækifæri til þess að upplifa.“ Newman er reyndur lagahöfundur og hefur samið fyrir margar stórar poppstjörnur. Hefur hann meðal annars samið tónlist með Calvin Harris og bróður sínum John Newman. „Ég vil þakka aðdáendunum sem studdu mig í gegnum allt ferlið, þið gerðuð það þess virði. Þegar allt kemur til alls eruð þið fólkið sem ég geri þetta fyrir.“ Hér má sjá flutning Newman frá úrslitakvöldinu.
Eurovision Bretland Tengdar fréttir Baráttumaður fyrir Brexit vill Bretland úr Eurovision Nigel Farage, fyrrverandi formaður Breska sjálfstæðisflokksins og síðar Brexit-flokksins, og ötull stuðningsmaður útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, vill að Bretar hætti að taka þátt í Eurovision. Bretland fékk engin stig á úrslitakvöldi keppninnar í gær. 23. maí 2021 18:00 Svona gáfu þjóðirnar okkur stig Finnskir, ástralskir og danskir Eurovision-aðdáendur gáfu Íslandi tólf stig í símakosningu Eurovision í gær. Ísland hafnaði í fjórða sæti í keppninni, en þau Daði Freyr og Gagnamagnið „stigu á svið“ fyrir Íslands hönd og fluttu lagið 10 Years. 23. maí 2021 09:24 Mest lesið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Fleiri fréttir Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Sjá meira
Baráttumaður fyrir Brexit vill Bretland úr Eurovision Nigel Farage, fyrrverandi formaður Breska sjálfstæðisflokksins og síðar Brexit-flokksins, og ötull stuðningsmaður útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, vill að Bretar hætti að taka þátt í Eurovision. Bretland fékk engin stig á úrslitakvöldi keppninnar í gær. 23. maí 2021 18:00
Svona gáfu þjóðirnar okkur stig Finnskir, ástralskir og danskir Eurovision-aðdáendur gáfu Íslandi tólf stig í símakosningu Eurovision í gær. Ísland hafnaði í fjórða sæti í keppninni, en þau Daði Freyr og Gagnamagnið „stigu á svið“ fyrir Íslands hönd og fluttu lagið 10 Years. 23. maí 2021 09:24