Landlæknir telur Landspítala geta sinnt leghálssýnarannsóknum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. maí 2021 09:06 Undir álitið skrifar Alma Möller landlæknir. Embætti landlæknis segir Landspítala eiga að geta sinnt rannsóknum á leghálssýnum, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Rannsóknirnar eru nú framkvæmdar í Danmörku en fagsamtök heilbrigðisstarfsmanna hafa kallað eftir því að þær verði fluttar heim. Heilbrigðisráðherra óskaði eftir áliti landslæknisembættisins á því hvort Landspítali gæti uppfyllt gæðaviðmið vegna greiningu sýna í tengslum við skimun fyrir leghálskrabbameinum, að áeggjan heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt álitinu er það eindregin niðurstaða landlæknis að Landspítalinn geti vel sinnt svokölluðum HPV-veirugreiningum, enda sé uppfylli rannsóknarstofan skilyrði ISO15189 staðalsins og hafi hlotið faggildingu frá SWEDAC. Í greinargerð sinni um rannsóknirnar hafi Landspítalinn skýrt frá því hvernig gæðaeftirliti sé sinnt og það sé fullnægjandi að mati landlæknisembættisins. Þá hafi deildin áður sinnt HPV greiningum. Ættu að geta uppfyllt kröfur um fjölda sýna Landlæknir bendir á í þessu sambandi að heilsugæslan hafi haldið því fram að mikilvægt væri að HPV-greiningarnar og frumurannsóknir færu fram á sömu rannsóknarstofu. Landlæknir segir hins vegar að ekki ætti að útiloka þann mögulega að framkvæmda HPV-greiningarnar hérlendis en frumurannsóknir erlendis og bendir á að þar sem um 85 prósent sýna séu HPV-neikvæð á hverjum tíma þyrfti aðeins að greina 15 prósent erlendis. Þannig væri hægt að greina meirihluta sýna hér heima. Umsögn embættisins um frumurannsóknirnar snýr að stórum hluta að fjölda sýna en Kristján Oddsson, sem fer fyrir skimunarmálum hjá heilsugæslunni, hefur ítrekað bent á að frumurannsóknum muni fara fækkandi samhliða bólusetningum gegn HPV. Því sé hæpið að rannsóknarstofa hérlendis uppfyllti viðmið um þann fjölda sýna sem hver rannsóknarstofa og hver frumuskoðari skoðar á ári. Í áliti sínu ítrekar landlæknir að embættið hafi ákveðið að hér skuli fylgja dönskum leiðbeiningum en þar er mælt með að hver deild rannsaki minnst 25.000 sýni á ári. Hins vegar sé tekið fram að að það skorti gagnreynda þekkingu varðandi þessa kröfu. Í evrópskum og norskum leiðbeiningum sé talað um 15.000 sýni á ári per rannsóknarstofu og 3.000 sýni per frumuskoðara. Þá sé ekki talað um heildarfjölda per stofu í sænskum leiðbeiningum en 2.000 sýni per frumuskoðara. Hérlendis er gert ráð fyrir að samfara því að HPV-greining verði fyrsta rannsókn, fækki frumusýnum úr 27.000 í 7.000. Landspítali hyggst hins vegar hafa tvo starfsmenn í fullu starfi við að skoða sýnin og ættu þeir því að ná að uppfylla fyrrnefndar kröfur. Verða að tryggja gæði „Embætti landlæknis vekur athygli á að starfsemi sem byggir á svo fáum einstaklingum er viðkvæm og almennt er talið að nýliðun frumuskoðara verði erfiðari eftir því sem þörf fyrir þessa aðferð fer minnkandi,“ segir í álitinu. Þá segir að verði ákveðið að fela Landspítalanum verkefnið verði að tryggja færni fagfólks með öllum tiltækum ráðum og gera kröfu um að frumuskoðarar standist ákveðin próf. Um innra eftirlit segir að áður en Landspítalinn tæki að sér verkefnið þyrfti að liggja fyrir nánari útlistun á því hvernig þjálfun starfsfólks yrði sinnt og hvernig samstarf við erlenda rannsóknarstofu yrði útfært en henni yrði falið að endurmeta 3-4 prósent sýna til að tryggja gæði. Í niðurstöðum álitsins segir að ekki sé hægt að fullyrða fyrirfram hvort Landspítali muni uppfylla gæðaviðmið er varðar frumugreiningarnar en það ætti að vera hægt að tryggja gæði þeirra með vönduðu skipulagi. Forsendur þess séu að gætt verði að kröfu um lágmarksfjölda sýna per frumuskoðara, að gætt verði að ítrustu þjálfun og símenntun fagfólks, að vandað innra eftirlit verði viðhaft og að gerð verði viðbragðsáætlun um hvernig brugðist verði við ef innri gæðaviðmið eru ekki uppfyllt. Til þess þyrfti Landspítali að semja við erlenda rannsóknarstofu, sem yrði bakhjarl fyrir starfsemina. Tengd skjöl Svar_við_erindi_vardandi_greiningar_á_synum_vegna_skimunar_á_leghalskrabbameiniPDF623KBSækja skjal Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Heilsugæsla Landspítalinn Tengdar fréttir Konur búa nú við kvíðann sem átti að fyrirbyggja: „Lítilsvirðandi og niðurlægjandi fyrir íslenskar konur“ „Þetta er ótrúlega slæm tilfinning,“ segir Jacqueline Gudgeirsson um biðina eftir niðurstöðum úr leghálssýnarannsóknum. Hún er meðal þeirra sem hafa greint frá reynslu sinni í Facebook-hópnum „Aðför að heilsu kvenna“ en hún fór í fyrstu sýnatöku 1. október síðastliðinn og bíður enn endanlegra niðurstaða. 11. maí 2021 13:23 „Heilbrigðisráðherra fellur enn einu sinni á prófinu“ Þingmenn hafa áhyggjur af því að frestur heilbrigðisráðherra á skilum á skýrslu um skimanir fyrir krabbameini í leghálsi leiði til þess að ekki verði hægt að ræða hana efnislega fyrir þinglok. 10. maí 2021 17:46 Ráðherra biður um frest og felur Haraldi skýrslugerðina Haraldur Briem fyrrverandi sóttvarnalæknir hefur fallist á beiðni heilbrigðisráðherra um að vinna skýrslu til Alþingis um breytingar á skipulagi og framkvæmd skimunar fyrir krabbameini í leghálsi hér á landi. 10. maí 2021 13:57 Ósáttir sérfræðingar sagðir hafa komið á fund velferðarnefndar Þingmenn furðuðu sig á seinagangi við gerð skýrslu um flutning á skimunum fyrir leghálskrabbameini kvenna á Alþingi í dag. 5. maí 2021 14:05 Svartíminn átta vikur á næstunni: Kenna Krabbameinsfélaginu og Covid-19 um langan biðtíma Svartími vegna leghálssýna verður átta vikur á næstunni, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að vel gangi að koma sýnum út og svör berist innan þriggja vikna frá komu á rannsóknarstofuna. 29. apríl 2021 10:24 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Heilbrigðisráðherra óskaði eftir áliti landslæknisembættisins á því hvort Landspítali gæti uppfyllt gæðaviðmið vegna greiningu sýna í tengslum við skimun fyrir leghálskrabbameinum, að áeggjan heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt álitinu er það eindregin niðurstaða landlæknis að Landspítalinn geti vel sinnt svokölluðum HPV-veirugreiningum, enda sé uppfylli rannsóknarstofan skilyrði ISO15189 staðalsins og hafi hlotið faggildingu frá SWEDAC. Í greinargerð sinni um rannsóknirnar hafi Landspítalinn skýrt frá því hvernig gæðaeftirliti sé sinnt og það sé fullnægjandi að mati landlæknisembættisins. Þá hafi deildin áður sinnt HPV greiningum. Ættu að geta uppfyllt kröfur um fjölda sýna Landlæknir bendir á í þessu sambandi að heilsugæslan hafi haldið því fram að mikilvægt væri að HPV-greiningarnar og frumurannsóknir færu fram á sömu rannsóknarstofu. Landlæknir segir hins vegar að ekki ætti að útiloka þann mögulega að framkvæmda HPV-greiningarnar hérlendis en frumurannsóknir erlendis og bendir á að þar sem um 85 prósent sýna séu HPV-neikvæð á hverjum tíma þyrfti aðeins að greina 15 prósent erlendis. Þannig væri hægt að greina meirihluta sýna hér heima. Umsögn embættisins um frumurannsóknirnar snýr að stórum hluta að fjölda sýna en Kristján Oddsson, sem fer fyrir skimunarmálum hjá heilsugæslunni, hefur ítrekað bent á að frumurannsóknum muni fara fækkandi samhliða bólusetningum gegn HPV. Því sé hæpið að rannsóknarstofa hérlendis uppfyllti viðmið um þann fjölda sýna sem hver rannsóknarstofa og hver frumuskoðari skoðar á ári. Í áliti sínu ítrekar landlæknir að embættið hafi ákveðið að hér skuli fylgja dönskum leiðbeiningum en þar er mælt með að hver deild rannsaki minnst 25.000 sýni á ári. Hins vegar sé tekið fram að að það skorti gagnreynda þekkingu varðandi þessa kröfu. Í evrópskum og norskum leiðbeiningum sé talað um 15.000 sýni á ári per rannsóknarstofu og 3.000 sýni per frumuskoðara. Þá sé ekki talað um heildarfjölda per stofu í sænskum leiðbeiningum en 2.000 sýni per frumuskoðara. Hérlendis er gert ráð fyrir að samfara því að HPV-greining verði fyrsta rannsókn, fækki frumusýnum úr 27.000 í 7.000. Landspítali hyggst hins vegar hafa tvo starfsmenn í fullu starfi við að skoða sýnin og ættu þeir því að ná að uppfylla fyrrnefndar kröfur. Verða að tryggja gæði „Embætti landlæknis vekur athygli á að starfsemi sem byggir á svo fáum einstaklingum er viðkvæm og almennt er talið að nýliðun frumuskoðara verði erfiðari eftir því sem þörf fyrir þessa aðferð fer minnkandi,“ segir í álitinu. Þá segir að verði ákveðið að fela Landspítalanum verkefnið verði að tryggja færni fagfólks með öllum tiltækum ráðum og gera kröfu um að frumuskoðarar standist ákveðin próf. Um innra eftirlit segir að áður en Landspítalinn tæki að sér verkefnið þyrfti að liggja fyrir nánari útlistun á því hvernig þjálfun starfsfólks yrði sinnt og hvernig samstarf við erlenda rannsóknarstofu yrði útfært en henni yrði falið að endurmeta 3-4 prósent sýna til að tryggja gæði. Í niðurstöðum álitsins segir að ekki sé hægt að fullyrða fyrirfram hvort Landspítali muni uppfylla gæðaviðmið er varðar frumugreiningarnar en það ætti að vera hægt að tryggja gæði þeirra með vönduðu skipulagi. Forsendur þess séu að gætt verði að kröfu um lágmarksfjölda sýna per frumuskoðara, að gætt verði að ítrustu þjálfun og símenntun fagfólks, að vandað innra eftirlit verði viðhaft og að gerð verði viðbragðsáætlun um hvernig brugðist verði við ef innri gæðaviðmið eru ekki uppfyllt. Til þess þyrfti Landspítali að semja við erlenda rannsóknarstofu, sem yrði bakhjarl fyrir starfsemina. Tengd skjöl Svar_við_erindi_vardandi_greiningar_á_synum_vegna_skimunar_á_leghalskrabbameiniPDF623KBSækja skjal
Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Heilsugæsla Landspítalinn Tengdar fréttir Konur búa nú við kvíðann sem átti að fyrirbyggja: „Lítilsvirðandi og niðurlægjandi fyrir íslenskar konur“ „Þetta er ótrúlega slæm tilfinning,“ segir Jacqueline Gudgeirsson um biðina eftir niðurstöðum úr leghálssýnarannsóknum. Hún er meðal þeirra sem hafa greint frá reynslu sinni í Facebook-hópnum „Aðför að heilsu kvenna“ en hún fór í fyrstu sýnatöku 1. október síðastliðinn og bíður enn endanlegra niðurstaða. 11. maí 2021 13:23 „Heilbrigðisráðherra fellur enn einu sinni á prófinu“ Þingmenn hafa áhyggjur af því að frestur heilbrigðisráðherra á skilum á skýrslu um skimanir fyrir krabbameini í leghálsi leiði til þess að ekki verði hægt að ræða hana efnislega fyrir þinglok. 10. maí 2021 17:46 Ráðherra biður um frest og felur Haraldi skýrslugerðina Haraldur Briem fyrrverandi sóttvarnalæknir hefur fallist á beiðni heilbrigðisráðherra um að vinna skýrslu til Alþingis um breytingar á skipulagi og framkvæmd skimunar fyrir krabbameini í leghálsi hér á landi. 10. maí 2021 13:57 Ósáttir sérfræðingar sagðir hafa komið á fund velferðarnefndar Þingmenn furðuðu sig á seinagangi við gerð skýrslu um flutning á skimunum fyrir leghálskrabbameini kvenna á Alþingi í dag. 5. maí 2021 14:05 Svartíminn átta vikur á næstunni: Kenna Krabbameinsfélaginu og Covid-19 um langan biðtíma Svartími vegna leghálssýna verður átta vikur á næstunni, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að vel gangi að koma sýnum út og svör berist innan þriggja vikna frá komu á rannsóknarstofuna. 29. apríl 2021 10:24 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Konur búa nú við kvíðann sem átti að fyrirbyggja: „Lítilsvirðandi og niðurlægjandi fyrir íslenskar konur“ „Þetta er ótrúlega slæm tilfinning,“ segir Jacqueline Gudgeirsson um biðina eftir niðurstöðum úr leghálssýnarannsóknum. Hún er meðal þeirra sem hafa greint frá reynslu sinni í Facebook-hópnum „Aðför að heilsu kvenna“ en hún fór í fyrstu sýnatöku 1. október síðastliðinn og bíður enn endanlegra niðurstaða. 11. maí 2021 13:23
„Heilbrigðisráðherra fellur enn einu sinni á prófinu“ Þingmenn hafa áhyggjur af því að frestur heilbrigðisráðherra á skilum á skýrslu um skimanir fyrir krabbameini í leghálsi leiði til þess að ekki verði hægt að ræða hana efnislega fyrir þinglok. 10. maí 2021 17:46
Ráðherra biður um frest og felur Haraldi skýrslugerðina Haraldur Briem fyrrverandi sóttvarnalæknir hefur fallist á beiðni heilbrigðisráðherra um að vinna skýrslu til Alþingis um breytingar á skipulagi og framkvæmd skimunar fyrir krabbameini í leghálsi hér á landi. 10. maí 2021 13:57
Ósáttir sérfræðingar sagðir hafa komið á fund velferðarnefndar Þingmenn furðuðu sig á seinagangi við gerð skýrslu um flutning á skimunum fyrir leghálskrabbameini kvenna á Alþingi í dag. 5. maí 2021 14:05
Svartíminn átta vikur á næstunni: Kenna Krabbameinsfélaginu og Covid-19 um langan biðtíma Svartími vegna leghálssýna verður átta vikur á næstunni, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að vel gangi að koma sýnum út og svör berist innan þriggja vikna frá komu á rannsóknarstofuna. 29. apríl 2021 10:24