Framkvæmd Suðurnesjalínu 2 í uppnámi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. maí 2021 06:16 Suðurnesjalína 1 er í dag eina línan sem flytur rafmagn til Suðurnesjanna. Landsnet Fyrirhuguð framkvæmd Landsnets á Suðurnesjalínu 2 er komin í uppnám að sögn upplýsingafulltrúa Landsnets, Steinunnar Þorsteinsdóttir. Þetta kemur þeim sem fylgst hafa með málinu kannski ekki á óvart en það hefur farið fram og til baka í kerfinu síðan árið 2008, þegar leggja átti svonefnda Suðvesturlínu. Í fyrra dró þó til tíðinda þegar Skipulagsstofnun skilaði umhverfismati sínu og fór Landsnet í kjölfarið að afla sér tilskyldra leyfa fyrir framkvæmdinni frá sveitarfélögum sem línan á að liggja um. Þau eru Grindavík, Hafnarfjörður, Reykjanesbær og Vogar. Landsnet fékk leyfi frá öllum sveitarfélögunum nema Vogum, sem hafnaði því að veita Landsneti framkvæmdaleyfið í mars. Vogar vilja að Landsnet leggi línuna í jörðu eins og Skipulagsstofnun mældi með í umhverfismati sínu en Landsnet hyggst leggja loftlínu, sem er mun ódýrari framkvæmd. Landsnet vísaði þessari ákvörðun Voga til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og bíða nú niðurstöðu hennar í málinu. Nefndin hefur samkvæmt lögum þrjá til sex mánuði frá því að öll gögn í málinu liggja fyrir til að kveða upp endanlegan úrskurð. Algengara er að málsmeðferðartími nefndarinnar sé nær sex mánuðum en þremur og nokkuð ljóst að engin niðurstaða fæst í það fyrr en á seinni mánuðum þessa árs. Fleiri kærur fyrir nefndinni Upplýsingafulltrúi Landsnets, Steinunn Þorsteinsdóttir, segir engin fordæmi fyrir því að framkvæmdaleyfi sem uppfyllir öll skilyrði fyrir útgáfu leyfis hafi verið hafnað og vonast eftir því að úrskurðarnefndin snúi ákvörðun Voga. Ofan á kæru Landsnets hafa svo fimm náttúruverndarsamtök kært framkvæmdaleyfin sem hin sveitarfélögin höfðu veitt Landsneti til sömu nefndar og telja þau málsmeðferð sveitarfélaganna hafa verið gallaða, grenndarkynningu hafi skort á málinu auk þess sem þau telja kerfisáætlun ólögmæta og valkostamat ófullnægjandi. Náttúruverndarsamtökin fimm eru Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands, Ungir umhverfissinnar og Hraunavinir. Sammála um þörf á annarri línu Suðurnesjalína 1 er nú eina línan sem skaffar Suðurnesjunum raforku en flestir sem koma að málinu, sveitarfélög, ráðherrar og Skipulagsstofnun virðast sammála um að þörf sé á annarri línu til að tryggja raforkuöryggi á Suðurnesjum. Sem fyrr segir strandar málið nú helst á Vogum sem vilja línuna í jörðu en ekki loftlínu. Orkumál Vogar Grindavík Hafnarfjörður Reykjanesbær Suðurnesjalína 2 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Í fyrra dró þó til tíðinda þegar Skipulagsstofnun skilaði umhverfismati sínu og fór Landsnet í kjölfarið að afla sér tilskyldra leyfa fyrir framkvæmdinni frá sveitarfélögum sem línan á að liggja um. Þau eru Grindavík, Hafnarfjörður, Reykjanesbær og Vogar. Landsnet fékk leyfi frá öllum sveitarfélögunum nema Vogum, sem hafnaði því að veita Landsneti framkvæmdaleyfið í mars. Vogar vilja að Landsnet leggi línuna í jörðu eins og Skipulagsstofnun mældi með í umhverfismati sínu en Landsnet hyggst leggja loftlínu, sem er mun ódýrari framkvæmd. Landsnet vísaði þessari ákvörðun Voga til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og bíða nú niðurstöðu hennar í málinu. Nefndin hefur samkvæmt lögum þrjá til sex mánuði frá því að öll gögn í málinu liggja fyrir til að kveða upp endanlegan úrskurð. Algengara er að málsmeðferðartími nefndarinnar sé nær sex mánuðum en þremur og nokkuð ljóst að engin niðurstaða fæst í það fyrr en á seinni mánuðum þessa árs. Fleiri kærur fyrir nefndinni Upplýsingafulltrúi Landsnets, Steinunn Þorsteinsdóttir, segir engin fordæmi fyrir því að framkvæmdaleyfi sem uppfyllir öll skilyrði fyrir útgáfu leyfis hafi verið hafnað og vonast eftir því að úrskurðarnefndin snúi ákvörðun Voga. Ofan á kæru Landsnets hafa svo fimm náttúruverndarsamtök kært framkvæmdaleyfin sem hin sveitarfélögin höfðu veitt Landsneti til sömu nefndar og telja þau málsmeðferð sveitarfélaganna hafa verið gallaða, grenndarkynningu hafi skort á málinu auk þess sem þau telja kerfisáætlun ólögmæta og valkostamat ófullnægjandi. Náttúruverndarsamtökin fimm eru Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands, Ungir umhverfissinnar og Hraunavinir. Sammála um þörf á annarri línu Suðurnesjalína 1 er nú eina línan sem skaffar Suðurnesjunum raforku en flestir sem koma að málinu, sveitarfélög, ráðherrar og Skipulagsstofnun virðast sammála um að þörf sé á annarri línu til að tryggja raforkuöryggi á Suðurnesjum. Sem fyrr segir strandar málið nú helst á Vogum sem vilja línuna í jörðu en ekki loftlínu.
Orkumál Vogar Grindavík Hafnarfjörður Reykjanesbær Suðurnesjalína 2 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Sjá meira