Finnur Tómas í hóp gegn Val en Kjartan Henry bíður svars úr covid-prófi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. maí 2021 11:42 Finnur Tómas Pálmason gæti leikið sinn fyrsta leik í sumar þegar KR tekur á móti Val á Meistaravöllum í kvöld. vísir/hulda margrét Finnur Tómas Pálmason verður í leikmannahópi KR gegn Val í stórleik 4. umferðar í Pepsi Max-deild karla í kvöld en óvíst er hvort Kjartan Henry Finnbogason geti tekið þátt. „Finnur Tómas verður í hóp en ég veit ekki með Kjartan. Hann fer í seinna covid-prófið sitt í dag. Hann hefur verið sóttkví í fimm daga og við höfum ekki enn fengið svar og það veltur allt á því,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, í samtali við Vísi í dag. Finnur Tómas kom til KR á láni frá Norrköping en Kjartan Henry skrifaði undir þriggja ára samning við KR-inga í síðustu viku eftir að hafa fengið sig lausan frá Esbjerg í Danmörku. Grétar Snær Gunnarsson fór af velli í hálfleik í 1-1 jafnteflinu við Fylki í síðustu umferð. „Það voru smávægileg meiðsli, stífleiki í nára. En hann hefur æft með okkur og er í fínu lagi,“ sagði Rúnar. Hann hlakkar til leiksins í kvöld, gegn erkifjendunum og Íslandsmeisturum. „Það er alltaf gaman að spila við Val. Þetta eru alltaf hörkuleikir. Það er mikill rígur milli þessara félaga og hefur alltaf verið,“ sagði Rúnar. Valur vann KR á Meistaravöllum í miklum markaleik á síðasta tímabili, 4-5, en KR vann Val á Hlíðarenda, 0-1. Leikur KR og Vals hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leik KR og Vals og hina þrjá leiki kvöldsins hefst klukkan 18:30. Leikirnir verða svo gerðir upp Pepsi Max Stúkunni. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla KR Tengdar fréttir Rúnar getur nú stillt upp sömu framlínu og síðast þegar KR vann tvöfalt Eftir komu Kjartans Henrys Finnbogasonar getur KR nú stillt upp sömu framlínu og þegar liðið varð síðast tvöfaldur meistari fyrir áratug. 12. maí 2021 14:00 „Ég er ekki í þessu til að eignast vini“ „Ég elska KR og mun gera allt sem ég get til að liðið njóti velgengni,“ segir Kjartan Henry Finnbogason sem lendir á Íslandi í dag. Eftir stormasaman vetur í Danmörku ætlar hann sér að raða inn mörkum fyrir KR á komandi mánuðum og árum. 12. maí 2021 13:01 KR staðfestir komu Kjartans Henrys Kjartan Henry Finnbogason hefur skrifað undir þriggja ára samning við KR. Hann snýr því aftur til uppeldisfélagsins sem hann lék síðast með 2014. 12. maí 2021 09:17 Kjartan Henry laus allra mála hjá Esbjerg og á heimleið Kjartan Henry Finnbogason hefur leikið sinn síðasta leik fyrir danska B-deildarliðið Esbjerg og er á heimleið. 11. maí 2021 10:44 Finnur Tómas lánaður til KR Finnur Tómas Pálmason mun spila með KR í Pepsi Max deild karla í fótbolta í sumar en hann kemur á láni frá Norrköping. 6. maí 2021 08:16 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Í beinni: Valur - Stjarnan | Barist á mörkum skiptingar Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Sjá meira
„Finnur Tómas verður í hóp en ég veit ekki með Kjartan. Hann fer í seinna covid-prófið sitt í dag. Hann hefur verið sóttkví í fimm daga og við höfum ekki enn fengið svar og það veltur allt á því,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, í samtali við Vísi í dag. Finnur Tómas kom til KR á láni frá Norrköping en Kjartan Henry skrifaði undir þriggja ára samning við KR-inga í síðustu viku eftir að hafa fengið sig lausan frá Esbjerg í Danmörku. Grétar Snær Gunnarsson fór af velli í hálfleik í 1-1 jafnteflinu við Fylki í síðustu umferð. „Það voru smávægileg meiðsli, stífleiki í nára. En hann hefur æft með okkur og er í fínu lagi,“ sagði Rúnar. Hann hlakkar til leiksins í kvöld, gegn erkifjendunum og Íslandsmeisturum. „Það er alltaf gaman að spila við Val. Þetta eru alltaf hörkuleikir. Það er mikill rígur milli þessara félaga og hefur alltaf verið,“ sagði Rúnar. Valur vann KR á Meistaravöllum í miklum markaleik á síðasta tímabili, 4-5, en KR vann Val á Hlíðarenda, 0-1. Leikur KR og Vals hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leik KR og Vals og hina þrjá leiki kvöldsins hefst klukkan 18:30. Leikirnir verða svo gerðir upp Pepsi Max Stúkunni. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla KR Tengdar fréttir Rúnar getur nú stillt upp sömu framlínu og síðast þegar KR vann tvöfalt Eftir komu Kjartans Henrys Finnbogasonar getur KR nú stillt upp sömu framlínu og þegar liðið varð síðast tvöfaldur meistari fyrir áratug. 12. maí 2021 14:00 „Ég er ekki í þessu til að eignast vini“ „Ég elska KR og mun gera allt sem ég get til að liðið njóti velgengni,“ segir Kjartan Henry Finnbogason sem lendir á Íslandi í dag. Eftir stormasaman vetur í Danmörku ætlar hann sér að raða inn mörkum fyrir KR á komandi mánuðum og árum. 12. maí 2021 13:01 KR staðfestir komu Kjartans Henrys Kjartan Henry Finnbogason hefur skrifað undir þriggja ára samning við KR. Hann snýr því aftur til uppeldisfélagsins sem hann lék síðast með 2014. 12. maí 2021 09:17 Kjartan Henry laus allra mála hjá Esbjerg og á heimleið Kjartan Henry Finnbogason hefur leikið sinn síðasta leik fyrir danska B-deildarliðið Esbjerg og er á heimleið. 11. maí 2021 10:44 Finnur Tómas lánaður til KR Finnur Tómas Pálmason mun spila með KR í Pepsi Max deild karla í fótbolta í sumar en hann kemur á láni frá Norrköping. 6. maí 2021 08:16 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Í beinni: Valur - Stjarnan | Barist á mörkum skiptingar Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Sjá meira
Rúnar getur nú stillt upp sömu framlínu og síðast þegar KR vann tvöfalt Eftir komu Kjartans Henrys Finnbogasonar getur KR nú stillt upp sömu framlínu og þegar liðið varð síðast tvöfaldur meistari fyrir áratug. 12. maí 2021 14:00
„Ég er ekki í þessu til að eignast vini“ „Ég elska KR og mun gera allt sem ég get til að liðið njóti velgengni,“ segir Kjartan Henry Finnbogason sem lendir á Íslandi í dag. Eftir stormasaman vetur í Danmörku ætlar hann sér að raða inn mörkum fyrir KR á komandi mánuðum og árum. 12. maí 2021 13:01
KR staðfestir komu Kjartans Henrys Kjartan Henry Finnbogason hefur skrifað undir þriggja ára samning við KR. Hann snýr því aftur til uppeldisfélagsins sem hann lék síðast með 2014. 12. maí 2021 09:17
Kjartan Henry laus allra mála hjá Esbjerg og á heimleið Kjartan Henry Finnbogason hefur leikið sinn síðasta leik fyrir danska B-deildarliðið Esbjerg og er á heimleið. 11. maí 2021 10:44
Finnur Tómas lánaður til KR Finnur Tómas Pálmason mun spila með KR í Pepsi Max deild karla í fótbolta í sumar en hann kemur á láni frá Norrköping. 6. maí 2021 08:16