Leikmenn Man. United þurftu að hanga á Old Trafford í sjö tíma fyrir leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2021 11:00 Paul Pogba og félagar í liði Manchester United þurftu að mæta mjög snemma á Old Trafford til að koma í veg fyrir að stuðningsmönnum félagsins tækist að stöðva liðsrútuna. EPA-EFE/Michael Regan Ole Gunnar Solskjær var ekki tilbúinn að kenna mótmælendunum um tapið á móti Liverpool í gærkvöldi en það var á hreinu að undirbúningur liðsins var gjörbreyttur þökk sé umræddum stuðningsmönnum sem söfnuðust í kringum liðshótelið og leikvanginn. Manchester United tapaði 2-4 á móti erkifjendum sínum í Liverpool á heimavelli sínum í gær en Liverpool hafði ekki unnið á Old Trafford í stjóratíð Jürgen Klopp. Leikurinn átti að fara fram fyrir tíu dögum en var frestað vegna mótmæla stuðningsmanna sem brutust inn á leikvanginn. Mikil öryggisgæsla var í kringum leikvanginn í gær og fjölmennti lögreglan í Manchester á svæðið. Ole Gunnar Solskjaer pleads for calm as Man Utd erect ring of steel around Old Trafford https://t.co/ORgt17YpqH— Telegraph Football (@TeleFootball) May 11, 2021 Leikmenn Manchester United þurftu að dúsa á Old Trafford í heila sjö klukkutíma fyrir leik. Þeir komu á völlinn í kringum hádegið í stað þess að eyða tímanum á hótelinu. Reiðir stuðningsmenn Manchester United umkringdu liðshótelið fyrir leikinn fyrir tíu dögum og liðsrútan fór aldrei af stað. Nú var aftur á áætlun að koma í veg fyrir að rútan færi af stað en forráðamenn Manchester United sáu við því með því að láta leikmenn mæta miklu fyrr á leikvanginn. "They transformed Old Trafford into a hotel" @David_Ornstein reveals how #MUFC avoided the Old Trafford protests by arriving over six hours before kick off v #LFC pic.twitter.com/0d6rq1kgRs— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 14, 2021 Það þýddi að leikmenn Manchester United borðuðu á Old Trafford og tóku orkublundinn þar líka. Starfsmenn United höfðu komið fyrir rúmum í svítum leikvangsins þar sem leikmenn gátu lagt sig í friði. Manchester United hefur núna tapað tveimur heimaleikjum í röð síðan að mótmælin hófust en Solskjær vildi ekki nota þau sem afsökun. „Um leið og við vorum mættir þá var öll einbeiting okkar á leikinn. Það er samt gjörólíkur undirbúningur að koma á völlinn á hádegi fyrir leik sem er að byrja korter yfir átta. Það er langur tími til að vera hér en mér fannst strákarnir vinna vel úr því,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. „Auðvitað truflaði þetta okkur aðeins og var engin óskastaða en við urðum bara að taka á því,“ sagði Solskjær. "We have tried to keep it a close as possible." Ole Gunnar Solskjaer talks about Manchester United preparations ahead of the Liverpool game amidst the fan protests outside Old Trafford saying his squad are good at adapting #MUNLIV pic.twitter.com/VR6rHghfQt— Football Daily (@footballdaily) May 13, 2021 „Liverpool átti sigurinn skilinn. Við fengum á okkur mörk á lykiltímum í leiknum. Við gáfum þeim tvö þessara marka. Við skoruðum aftur og fengum frábært færi en hlutirnir féllu bara ekki með okkur,“ sagði Solskjær. Manchester United fær að vera með nokkra áhorfendur í stúkunni á næsta heimaleik á móti Fulham og vonast Solskjær til að það breyti andrúmsloftinu í kringum heimaleiki liðsins. Enski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira
Manchester United tapaði 2-4 á móti erkifjendum sínum í Liverpool á heimavelli sínum í gær en Liverpool hafði ekki unnið á Old Trafford í stjóratíð Jürgen Klopp. Leikurinn átti að fara fram fyrir tíu dögum en var frestað vegna mótmæla stuðningsmanna sem brutust inn á leikvanginn. Mikil öryggisgæsla var í kringum leikvanginn í gær og fjölmennti lögreglan í Manchester á svæðið. Ole Gunnar Solskjaer pleads for calm as Man Utd erect ring of steel around Old Trafford https://t.co/ORgt17YpqH— Telegraph Football (@TeleFootball) May 11, 2021 Leikmenn Manchester United þurftu að dúsa á Old Trafford í heila sjö klukkutíma fyrir leik. Þeir komu á völlinn í kringum hádegið í stað þess að eyða tímanum á hótelinu. Reiðir stuðningsmenn Manchester United umkringdu liðshótelið fyrir leikinn fyrir tíu dögum og liðsrútan fór aldrei af stað. Nú var aftur á áætlun að koma í veg fyrir að rútan færi af stað en forráðamenn Manchester United sáu við því með því að láta leikmenn mæta miklu fyrr á leikvanginn. "They transformed Old Trafford into a hotel" @David_Ornstein reveals how #MUFC avoided the Old Trafford protests by arriving over six hours before kick off v #LFC pic.twitter.com/0d6rq1kgRs— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 14, 2021 Það þýddi að leikmenn Manchester United borðuðu á Old Trafford og tóku orkublundinn þar líka. Starfsmenn United höfðu komið fyrir rúmum í svítum leikvangsins þar sem leikmenn gátu lagt sig í friði. Manchester United hefur núna tapað tveimur heimaleikjum í röð síðan að mótmælin hófust en Solskjær vildi ekki nota þau sem afsökun. „Um leið og við vorum mættir þá var öll einbeiting okkar á leikinn. Það er samt gjörólíkur undirbúningur að koma á völlinn á hádegi fyrir leik sem er að byrja korter yfir átta. Það er langur tími til að vera hér en mér fannst strákarnir vinna vel úr því,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. „Auðvitað truflaði þetta okkur aðeins og var engin óskastaða en við urðum bara að taka á því,“ sagði Solskjær. "We have tried to keep it a close as possible." Ole Gunnar Solskjaer talks about Manchester United preparations ahead of the Liverpool game amidst the fan protests outside Old Trafford saying his squad are good at adapting #MUNLIV pic.twitter.com/VR6rHghfQt— Football Daily (@footballdaily) May 13, 2021 „Liverpool átti sigurinn skilinn. Við fengum á okkur mörk á lykiltímum í leiknum. Við gáfum þeim tvö þessara marka. Við skoruðum aftur og fengum frábært færi en hlutirnir féllu bara ekki með okkur,“ sagði Solskjær. Manchester United fær að vera með nokkra áhorfendur í stúkunni á næsta heimaleik á móti Fulham og vonast Solskjær til að það breyti andrúmsloftinu í kringum heimaleiki liðsins.
Enski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira