Bókuðu á víxl um stjórnarskrárverk í bæjarstjórn Hafnarfjarðar Kjartan Kjartansson skrifar 13. maí 2021 12:45 Verkið sem deilurnar standa um. Bæjarstjóri bauð flýtimeðferð til að koma verkinu upp aftur en ekki hefur náðst samkomulag við listamennina um það. Fulltrúar meiri- og minnihlutans í borgarstjórn Hafnarfjarðarbæjar skiptust á bókunum í gær um umdeilt listaverk sem tengist kröfu um nýja stjórnarskrá sem var fjarlægt af vegg menningarhússins Hafnarborgar á dögunum. Minnihlutinn vildi biðja listamenn afsökunar en bæjarstjóri telur að skerpa þurfi verklagsreglur. Styr hefur staðið um verk sem hékk utan á Hafnarborginni í tengslum við sýninguna „Í leit að töfrum – tillaga að nýrri stjórnarskrá“ eftir Ólaf Ólafsson og Libiu Castro en var síðar fjarlægt. Verkið var dúkur sem á stóð „Ekki kjafta ykkur frá niðurstöðum stjórnlagaráðs“. Listamennirnir hafa sakað bæjaryfirvöld um ritskoðun. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri, sagði að tilskilin leyfi fyrir verkinu hefðu ekki legið fyrir í síðustu viku. Til töluverðra umræðna kom um málið í borgarstjórn Hafnarfjarðarbæjar í gær eins og rakið er í fundargerð. Guðlaug Kristjánsdóttir, fulltrúi Bæjarlistans, lagði til að bæjarstjórnin ógilti ákvörðun bæjarráðs þar sem fjallað var um staðsetningu verksins og sagði faglega og listræna sýningarstjórn einstakra sýninga í Hafnarborg eiga erindi við bæjarráð. Tillaga Guðlaugar var felld með sex atkvæðum meirihluta fulltrúa Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og óháðra gegn fjórum atkvæðum minnihlutans. Fulltrúi Miðflokksins sat hjá. Fordæmdu afskipti stjórnmálamanna Næst lögðu fulltrúar Viðreisnar, Samfylkingar og Bæjarlistans fram tillögu um að bæjarstjórnin bæði listamennina tvo afsökunar á því að verkið hefði verið tekið niður. Rósa bæjarstjóri bókaði þá að skerpa þyrfti vinnu við verklagsreglur Hafnarborgar, hlutverk og umboð þeirra sem að safninu koma. Ekki síst ætti það við um hlutverk bæjarráðs og stjórnar Hafnarborgar. Fulltrúar minnihlutans lögðu þá enn fram bókun þar sem þeir sökuðu bæjarstjórann um að misskilja tillögu þeirra og rökstuðning fyrir henni. Tóku þeir undir yfirlýsingu Listráðs Hafnarborgar þar sem öll afskipti stjórnmálamanna af listrænni starfsemi safnsins voru fordæmd. Tillaga minnihlutans um að biðja listamennina afsökunar var felld með sömu sex atkvæðum meirihlutans gegn fjórum atkvæðum þeirra. Fulltrúi Miðflokksins sat aftur hjá. Sama gangi yfir alla Fulltrúar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks létu bóka að listaverkið umdeilda hefði verið tekin niður þar sem tilskilin leyfi hafi vantað fyrir uppsetningu þess. Hafnarborg væri í eigu bæjarins og þegar óskað væri eftir að setja upp skilti, myndverk eða annað á eða við húsnæði bæjarins þyrfti slíkt erindi að fara í formlegt ferli og afgreiðslu. „Þar gengur það sama yfir alla sem áhuga hafa á slíku. Formleg afgreiðsla lá ekki fyrir í þessu máli,“ sagði í bókuninni. Ekki hafi náðst samkomulag við listamennina um að koma verkinu aftur upp við listasafnið með flýtimeðferð samkvæmt málamiðlunartillögu bæjarstjóra sem bæjarráðs samþykkti í síðustu viku. Lýstu fulltrúar minnihlutans þá furðu og vonbrigðum með að fulltrúar meirihlutans hefðu fellt tillöguna um að biðja listamennina afsökunar og sökuðu þá um ósveigjanleika. „Undirrituð vilja fyrir sína hönd biðja listafólkið formlega afsökunar á þeirri meðferð sem þau hafa sætt af hálfu Hafnarfjarðarbæjar síðustu vikur,“ sagði í bókun sem þau Adda María Jóhannsdóttir, Friðþjófur Helgi Karlsson, Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir og Jón Ingi Hákonarson skrifuðu undir. Hafnarfjörður Menning Styttur og útilistaverk Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Sjá meira
Styr hefur staðið um verk sem hékk utan á Hafnarborginni í tengslum við sýninguna „Í leit að töfrum – tillaga að nýrri stjórnarskrá“ eftir Ólaf Ólafsson og Libiu Castro en var síðar fjarlægt. Verkið var dúkur sem á stóð „Ekki kjafta ykkur frá niðurstöðum stjórnlagaráðs“. Listamennirnir hafa sakað bæjaryfirvöld um ritskoðun. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri, sagði að tilskilin leyfi fyrir verkinu hefðu ekki legið fyrir í síðustu viku. Til töluverðra umræðna kom um málið í borgarstjórn Hafnarfjarðarbæjar í gær eins og rakið er í fundargerð. Guðlaug Kristjánsdóttir, fulltrúi Bæjarlistans, lagði til að bæjarstjórnin ógilti ákvörðun bæjarráðs þar sem fjallað var um staðsetningu verksins og sagði faglega og listræna sýningarstjórn einstakra sýninga í Hafnarborg eiga erindi við bæjarráð. Tillaga Guðlaugar var felld með sex atkvæðum meirihluta fulltrúa Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og óháðra gegn fjórum atkvæðum minnihlutans. Fulltrúi Miðflokksins sat hjá. Fordæmdu afskipti stjórnmálamanna Næst lögðu fulltrúar Viðreisnar, Samfylkingar og Bæjarlistans fram tillögu um að bæjarstjórnin bæði listamennina tvo afsökunar á því að verkið hefði verið tekið niður. Rósa bæjarstjóri bókaði þá að skerpa þyrfti vinnu við verklagsreglur Hafnarborgar, hlutverk og umboð þeirra sem að safninu koma. Ekki síst ætti það við um hlutverk bæjarráðs og stjórnar Hafnarborgar. Fulltrúar minnihlutans lögðu þá enn fram bókun þar sem þeir sökuðu bæjarstjórann um að misskilja tillögu þeirra og rökstuðning fyrir henni. Tóku þeir undir yfirlýsingu Listráðs Hafnarborgar þar sem öll afskipti stjórnmálamanna af listrænni starfsemi safnsins voru fordæmd. Tillaga minnihlutans um að biðja listamennina afsökunar var felld með sömu sex atkvæðum meirihlutans gegn fjórum atkvæðum þeirra. Fulltrúi Miðflokksins sat aftur hjá. Sama gangi yfir alla Fulltrúar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks létu bóka að listaverkið umdeilda hefði verið tekin niður þar sem tilskilin leyfi hafi vantað fyrir uppsetningu þess. Hafnarborg væri í eigu bæjarins og þegar óskað væri eftir að setja upp skilti, myndverk eða annað á eða við húsnæði bæjarins þyrfti slíkt erindi að fara í formlegt ferli og afgreiðslu. „Þar gengur það sama yfir alla sem áhuga hafa á slíku. Formleg afgreiðsla lá ekki fyrir í þessu máli,“ sagði í bókuninni. Ekki hafi náðst samkomulag við listamennina um að koma verkinu aftur upp við listasafnið með flýtimeðferð samkvæmt málamiðlunartillögu bæjarstjóra sem bæjarráðs samþykkti í síðustu viku. Lýstu fulltrúar minnihlutans þá furðu og vonbrigðum með að fulltrúar meirihlutans hefðu fellt tillöguna um að biðja listamennina afsökunar og sökuðu þá um ósveigjanleika. „Undirrituð vilja fyrir sína hönd biðja listafólkið formlega afsökunar á þeirri meðferð sem þau hafa sætt af hálfu Hafnarfjarðarbæjar síðustu vikur,“ sagði í bókun sem þau Adda María Jóhannsdóttir, Friðþjófur Helgi Karlsson, Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir og Jón Ingi Hákonarson skrifuðu undir.
Hafnarfjörður Menning Styttur og útilistaverk Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Sjá meira