Vilja ræða við vini sína sem grunaðir eru um ofbeldi Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. maí 2021 13:15 Þorsteinn V. Einarsson heldur úti verkefninu Karlmennskan á samfélagsmiðlum. Kynjafræðingur, sem sagt hefur „eitraðri karlmennsku“ stríð á hendur, segist aldrei hafa fundið fyrir eins miklum vilja karlmanna til að horfast í augu við kynferðisofbeldi sem þeir hafa beitt eins og nú. Margir karlmenn hafi sett sig í samband við hann eftir nýja MeToo-bylgju sem hófst í síðustu viku. Samkvæmt tölum úr árskýrslum Stígamóta síðustu ár eru langflestir þeirra sem beita kynferðisofbeldi karlmenn, eða rúm níutíu prósent. Borið hefur á því á samfélagsmiðlum eftir að nýjasta bylgja MeToo hófst hér á landi að karlmenn lýsi yfir vilja til betrun - og gangist jafnvel við kynferðisofbeldi sem þeir hafa beitt. View this post on Instagram A post shared by karlmennskan (@karlmennskan) Þorsteinn V. Einarsson, kynjafræðingur og aðgerðasinni sem heldur úti verkefni á samfélagsmiðlum undir merkjum Karlmennskunnar, segir að allnokkrir karlmenn hafi sett sig í samband við hann í eftir að MeToo-bylgjan hófst. „Ýmist deilt sögunni sinni, hvernig þeir hafa beitt ofbeldi og einhvern veginn kannski reynt að varpa frá sér sektarkenndinni eða skömminni sem þeir eru að bera, vilja rjúfa þögnina um ofbeldið sem þeir hafa beitt.“ Finnur fyrir miklum vilja Þorsteinn varar þó gerendur við því að stíga fram án samráðs við þolendur sína. „En á sama tíma er ótrúlega mikilvægt að við horfumst í augu við gjörðir okkar eða horfumst í augu við það hvernig við höfum sleppt því að skipta okkur af aðstæðum sem eru skaðlegar eða næra einhvers konar ofbeldi, mismunun eða áreitni.“ Þá kveðst Þorsteinn aldrei hafa fundið fyrir jafnmiklum vilja karlmanna til að horfast í augu við ofbeldi sem þeir hafa beitt. „Ég finn það að menn vilja núna vakna, vilja gera eitthvað gagn og láta til sín taka. Ég hef líka fengið skilaboð frá mönnum sem spyrja: „Hvernig get ég talað við vin minn um ofbeldi? Ég hef heyrt að hann hafi beitt ofbeldi, mig grunar að hann hafi beitt ofbeldi, hvernig á ég að tala við hann um þetta?“ Og mér finnst það dásamlegt, ég held að það sé einmitt það sem við eigum að gera, að tala við vini okkar um ofbeldið og tala um viðhorfin okkar og fortíðina okkar.“ MeToo Kynferðisofbeldi Jafnréttismál Tengdar fréttir Hvað hefur þú að fela strákur? Í kvöld fórum við hjónin og sáum hina ótextuðu Promising Young Woman í Laugarásbíó. Hún var ótextuð líklega vegna þess að “einhverjum” hefur þótt viðeigandi að setja hana skyndilega í sýningu í kjölfar atburða og stemningu liðinar viku. Og viti menn, vægast sagt viðeigandi. Rosaleg ræma sem tikkar í öll boxin, allt það sem ég hef lesið í fjölmiðlum þessa viku kemur þarna fram. 10. maí 2021 11:20 „Mikil mistök“ að hafa snúist til varnar fyrir Sölva Tónlistarmaðurinn Jónas Sigurðsson segir að hann hafi gert mistök þegar hann brást til varnar Sölva Tryggvasyni fjölmiðlamanni, eftir að Sölvi hafði gefið það út á netinu að hann væri saklaus af ásökunum um ofbeldi. 9. maí 2021 10:32 „Við þurfum að halda áfram að hlusta, læra og gera betur“ Dómsmálaráðherra segir að Metoo byltingin sé sem betur fer komin til að vera. Áfram þurfi að veita þolendum skjól og segir hún að mörg verkefni séu framundan til að bæta stöðu málaflokksins. 8. maí 2021 13:48 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Fleiri fréttir Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Sjá meira
Samkvæmt tölum úr árskýrslum Stígamóta síðustu ár eru langflestir þeirra sem beita kynferðisofbeldi karlmenn, eða rúm níutíu prósent. Borið hefur á því á samfélagsmiðlum eftir að nýjasta bylgja MeToo hófst hér á landi að karlmenn lýsi yfir vilja til betrun - og gangist jafnvel við kynferðisofbeldi sem þeir hafa beitt. View this post on Instagram A post shared by karlmennskan (@karlmennskan) Þorsteinn V. Einarsson, kynjafræðingur og aðgerðasinni sem heldur úti verkefni á samfélagsmiðlum undir merkjum Karlmennskunnar, segir að allnokkrir karlmenn hafi sett sig í samband við hann í eftir að MeToo-bylgjan hófst. „Ýmist deilt sögunni sinni, hvernig þeir hafa beitt ofbeldi og einhvern veginn kannski reynt að varpa frá sér sektarkenndinni eða skömminni sem þeir eru að bera, vilja rjúfa þögnina um ofbeldið sem þeir hafa beitt.“ Finnur fyrir miklum vilja Þorsteinn varar þó gerendur við því að stíga fram án samráðs við þolendur sína. „En á sama tíma er ótrúlega mikilvægt að við horfumst í augu við gjörðir okkar eða horfumst í augu við það hvernig við höfum sleppt því að skipta okkur af aðstæðum sem eru skaðlegar eða næra einhvers konar ofbeldi, mismunun eða áreitni.“ Þá kveðst Þorsteinn aldrei hafa fundið fyrir jafnmiklum vilja karlmanna til að horfast í augu við ofbeldi sem þeir hafa beitt. „Ég finn það að menn vilja núna vakna, vilja gera eitthvað gagn og láta til sín taka. Ég hef líka fengið skilaboð frá mönnum sem spyrja: „Hvernig get ég talað við vin minn um ofbeldi? Ég hef heyrt að hann hafi beitt ofbeldi, mig grunar að hann hafi beitt ofbeldi, hvernig á ég að tala við hann um þetta?“ Og mér finnst það dásamlegt, ég held að það sé einmitt það sem við eigum að gera, að tala við vini okkar um ofbeldið og tala um viðhorfin okkar og fortíðina okkar.“
MeToo Kynferðisofbeldi Jafnréttismál Tengdar fréttir Hvað hefur þú að fela strákur? Í kvöld fórum við hjónin og sáum hina ótextuðu Promising Young Woman í Laugarásbíó. Hún var ótextuð líklega vegna þess að “einhverjum” hefur þótt viðeigandi að setja hana skyndilega í sýningu í kjölfar atburða og stemningu liðinar viku. Og viti menn, vægast sagt viðeigandi. Rosaleg ræma sem tikkar í öll boxin, allt það sem ég hef lesið í fjölmiðlum þessa viku kemur þarna fram. 10. maí 2021 11:20 „Mikil mistök“ að hafa snúist til varnar fyrir Sölva Tónlistarmaðurinn Jónas Sigurðsson segir að hann hafi gert mistök þegar hann brást til varnar Sölva Tryggvasyni fjölmiðlamanni, eftir að Sölvi hafði gefið það út á netinu að hann væri saklaus af ásökunum um ofbeldi. 9. maí 2021 10:32 „Við þurfum að halda áfram að hlusta, læra og gera betur“ Dómsmálaráðherra segir að Metoo byltingin sé sem betur fer komin til að vera. Áfram þurfi að veita þolendum skjól og segir hún að mörg verkefni séu framundan til að bæta stöðu málaflokksins. 8. maí 2021 13:48 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Fleiri fréttir Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Sjá meira
Hvað hefur þú að fela strákur? Í kvöld fórum við hjónin og sáum hina ótextuðu Promising Young Woman í Laugarásbíó. Hún var ótextuð líklega vegna þess að “einhverjum” hefur þótt viðeigandi að setja hana skyndilega í sýningu í kjölfar atburða og stemningu liðinar viku. Og viti menn, vægast sagt viðeigandi. Rosaleg ræma sem tikkar í öll boxin, allt það sem ég hef lesið í fjölmiðlum þessa viku kemur þarna fram. 10. maí 2021 11:20
„Mikil mistök“ að hafa snúist til varnar fyrir Sölva Tónlistarmaðurinn Jónas Sigurðsson segir að hann hafi gert mistök þegar hann brást til varnar Sölva Tryggvasyni fjölmiðlamanni, eftir að Sölvi hafði gefið það út á netinu að hann væri saklaus af ásökunum um ofbeldi. 9. maí 2021 10:32
„Við þurfum að halda áfram að hlusta, læra og gera betur“ Dómsmálaráðherra segir að Metoo byltingin sé sem betur fer komin til að vera. Áfram þurfi að veita þolendum skjól og segir hún að mörg verkefni séu framundan til að bæta stöðu málaflokksins. 8. maí 2021 13:48