Hvetja konur til að eignast fleiri börn, nema í Xinjiang Samúel Karl Ólason skrifar 11. maí 2021 11:26 Nemendur í Xinjiang kllæða dúkkur í föt. Héraðið hefur á nokkrum árum farið úr því að vera með einhverja hæstu fæðingartíðni í Kína, í að vera með eina þá verstu. EPA-EFE/WU HONG Verulega hefur dregið úr fólksfjölgun í Kína og hefur 1,4 milljarða manna samfélagið þar verið að eldast töluvert. Víðsvegar um Kína er verið að hvetja konur til að eignast fleiri börn, nema í Xinjiang-héraði. Þar er þrýst á konur til að eignast færri börn og þær jafnvel þvingaðar í ófrjósemisaðgerðir. Fólksfjölgun í Kína hefur ekki verið jafn hæg síðan á sjöunda áratug síðustu aldar og fjórtán prósent þjóðarinnar eru nú eldri en 65 ára, samanborið við tæp níu prósent árið 2010. Sjá einnig: Kínverjum ekki fjölgað jafn hægt í marga áratugi Í Xinjiang-héraði, þar sem yfirvöld í Kína hafa verið sökuð um þjóðarmorð gegn innfæddum Úígúrum og að setja hundruð þúsunda í endurmenntunarbúðir, þar sem fregnir hafa borist af ýmsum ódæðum, er verið að þvinga konur til að eignast færri börn, til að nota getnaðarvarnir og jafnvel í ófrjósemisaðgerðir. AP fréttaveitan sagði frá því í fyrra að á nokkrum árum hefði fæðingartíðni í Xinjiang farið úr því að vera með þeim hæstu í Kína, í þá lægstu. Blaðamenn New York Times segja aðgerðum yfirvalda í Kína ætlað að gerbreyta samfélagslegri uppbyggingu héraðsins. Ráðamenn segja notkun getnaðarvarna, eins og lykkjunnar, vera valkvæðar, en viðtöl við íbúa Xinjiang, opinber tölfræði, yfirlýsingar embættismanna og fréttir í ríkismiðlum Kína, sýna að svo er ekki. NYT ræddi til að mynda við eina konu sem var þvinguð til að notast við lykkjuna. Aðrar sögðu frá því að hafa verið þvingaðar í ófrjósemisaðgerðir og að í kjölfarið hafi embættismenn verið sendir til að búa á heimilum þeirra og fylgjast með þeim um tíma og tilkynna þær og fjölskyldur þeirra ef meint brot á reglunum færi fram. Ef umræddar konur ættu of mörg börn eða neituðu að nota getnaðarvarnir voru þær sektaðar, eða jafnvel fluttar í áðurnefndar endurmenntunarbúðir. Þessir menn eru sagðir hafa brotið á konunum kynferðislega. Ríki víða um heim hafa gagnrýnt ráðmenn í Kína harðlega vegna aðgerða þeirra í Xinjiang en Kommúnistaflokkurinn skilgreinir þá gagnrýni iðulega sem „and-kínverskan áróður“ og segja öðrum ríkjum að skipta sér ekki af innanríkismálum Kína. Hríðfallandi fæðingartíðni í Xinjiang hefur verið lýst sem sigri fyrir konur héraðsins. Í skýrslu sem birt var af ríkisstjórn héraðsins í janúar segir að vegna áætlunar yfirvalda í að draga úr öfgum hafi hugur einhverra kvenna verið freslaður. Þær hafi sloppið úr þeirri gildru öfga og sloppið við að verða „fjölgunartól“. Kína Mannréttindi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira
Fólksfjölgun í Kína hefur ekki verið jafn hæg síðan á sjöunda áratug síðustu aldar og fjórtán prósent þjóðarinnar eru nú eldri en 65 ára, samanborið við tæp níu prósent árið 2010. Sjá einnig: Kínverjum ekki fjölgað jafn hægt í marga áratugi Í Xinjiang-héraði, þar sem yfirvöld í Kína hafa verið sökuð um þjóðarmorð gegn innfæddum Úígúrum og að setja hundruð þúsunda í endurmenntunarbúðir, þar sem fregnir hafa borist af ýmsum ódæðum, er verið að þvinga konur til að eignast færri börn, til að nota getnaðarvarnir og jafnvel í ófrjósemisaðgerðir. AP fréttaveitan sagði frá því í fyrra að á nokkrum árum hefði fæðingartíðni í Xinjiang farið úr því að vera með þeim hæstu í Kína, í þá lægstu. Blaðamenn New York Times segja aðgerðum yfirvalda í Kína ætlað að gerbreyta samfélagslegri uppbyggingu héraðsins. Ráðamenn segja notkun getnaðarvarna, eins og lykkjunnar, vera valkvæðar, en viðtöl við íbúa Xinjiang, opinber tölfræði, yfirlýsingar embættismanna og fréttir í ríkismiðlum Kína, sýna að svo er ekki. NYT ræddi til að mynda við eina konu sem var þvinguð til að notast við lykkjuna. Aðrar sögðu frá því að hafa verið þvingaðar í ófrjósemisaðgerðir og að í kjölfarið hafi embættismenn verið sendir til að búa á heimilum þeirra og fylgjast með þeim um tíma og tilkynna þær og fjölskyldur þeirra ef meint brot á reglunum færi fram. Ef umræddar konur ættu of mörg börn eða neituðu að nota getnaðarvarnir voru þær sektaðar, eða jafnvel fluttar í áðurnefndar endurmenntunarbúðir. Þessir menn eru sagðir hafa brotið á konunum kynferðislega. Ríki víða um heim hafa gagnrýnt ráðmenn í Kína harðlega vegna aðgerða þeirra í Xinjiang en Kommúnistaflokkurinn skilgreinir þá gagnrýni iðulega sem „and-kínverskan áróður“ og segja öðrum ríkjum að skipta sér ekki af innanríkismálum Kína. Hríðfallandi fæðingartíðni í Xinjiang hefur verið lýst sem sigri fyrir konur héraðsins. Í skýrslu sem birt var af ríkisstjórn héraðsins í janúar segir að vegna áætlunar yfirvalda í að draga úr öfgum hafi hugur einhverra kvenna verið freslaður. Þær hafi sloppið úr þeirri gildru öfga og sloppið við að verða „fjölgunartól“.
Kína Mannréttindi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira