Braggar frá seinni heimsstyrjöldinni víkja fyrir Krónuverslun Eiður Þór Árnason skrifar 10. maí 2021 23:27 Núverandi eigandi stefnir á að gefa bröggunum nýtt líf. Skapti Hallgrímsson Tveir braggar sem reistir voru af breska hernum í seinni heimsstyrjöldinni víkja nú fyrir nýrri verslun Krónunnar á Akureyri. Fyrirhugað er að gefa bröggunum nýtt hlutverk, endureisa þá annars staðar og nýta allt sem nýta má úr þeim og samliggjandi vörugeymslu. Byrjað var að rífa niður bragganna í dag en þeir hafa lengi verið áberandi kennileiti á horni Tryggvabrautar og Hvannavalla á Akureyri, ekki fjarri verslunarmiðstöðinni Glerártorgi. Greint er frá þessu á fréttamiðlinum Akureyri.net en braggarnir voru hluti af Delta Camp-búðum breska hersins sem reistar voru árið 1941 þegar umsvif hersins voru talsverð í Eyjafirði. Braggarnir hafa lengi verið áberandi á horni Tryggvabrautar og Hvannavalla.Skapti Hallgrímsson Braggarnir standa nú á lóð Festar en smásölufyrirtækið hefur stefnt að því að opna Krónuverslun á Akureyri frá árinu 2016. Nokkuð er síðan umrædd lóð varð fyrir valinu og stendur nú til að opna verslunina haustið 2022. Braggarnir eru nú í eigu GV grafa. Guðmundur V. Gunnarsson, annar eigandi fyrirtækisins, segir að nánast allt úr bröggunum tveimur og samliggjandi vörugeymslu verði nýtt, þar á meðal stálgrindur og þakefni. Þá stefnir hann að því að endurreisa braggana og nýta undir starfsemi félagsins. Vörugeymslan verði brotin niður og sökklar undir bröggunum, en allt það efni verði til að mynda mulið og notað sem uppfyllingarefni. Hræddur um að þeir yrðu sendir í brotajárn „Ég er búinn að bíða í mörg eftir því að braggarnir yrðu falir!“ sagði Sigurður bóndi á Steinsstöðum við Akureyri.net í morgun. „Mig langaði dálítið í þá en var þó aðallega hræddur um að þeir yrðu rifnir og sendir í brotajárn. Ég gat ekki hugsað mér það nú á tímum, þegar menn vilja helst endurnýta allt. Bæði er þetta úrvals efni og svo auðvitað hluti af sögunni.“ Guðmundur V. Gunnarsson, framkvæmdastjóri og annar eigandi GV grafa, til vinstri. Með honum er Fjölnir Sigurjónsson.Skapti Hallgrímsson Niðurstaðan var sú að GV gröfur fá bragganna en Sigurður fær að nýta allt sem hægt er úr vörugeymslunni. Hefur hann meðal annars áhuga á að nota stálgrindina til að reisa fjós en hann ræktar nautgripi til kjötframleiðslu á bænum Steinsstöðum II í Öxnadal ásamt eiginkonu sinni Ásrúnu Árnadóttur. Talið er að braggarnir á horni Tryggvabrautar og Hvannavalla hafi verið minnst sex talsins þegar breski herinn var með viðveru á svæðinu. Þeir tveir síðustu, sem nú er verið að taka niður, voru lengi hluti húsnæðis byggingavörudeildar KEA. Akureyri Verslun Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Sjá meira
Byrjað var að rífa niður bragganna í dag en þeir hafa lengi verið áberandi kennileiti á horni Tryggvabrautar og Hvannavalla á Akureyri, ekki fjarri verslunarmiðstöðinni Glerártorgi. Greint er frá þessu á fréttamiðlinum Akureyri.net en braggarnir voru hluti af Delta Camp-búðum breska hersins sem reistar voru árið 1941 þegar umsvif hersins voru talsverð í Eyjafirði. Braggarnir hafa lengi verið áberandi á horni Tryggvabrautar og Hvannavalla.Skapti Hallgrímsson Braggarnir standa nú á lóð Festar en smásölufyrirtækið hefur stefnt að því að opna Krónuverslun á Akureyri frá árinu 2016. Nokkuð er síðan umrædd lóð varð fyrir valinu og stendur nú til að opna verslunina haustið 2022. Braggarnir eru nú í eigu GV grafa. Guðmundur V. Gunnarsson, annar eigandi fyrirtækisins, segir að nánast allt úr bröggunum tveimur og samliggjandi vörugeymslu verði nýtt, þar á meðal stálgrindur og þakefni. Þá stefnir hann að því að endurreisa braggana og nýta undir starfsemi félagsins. Vörugeymslan verði brotin niður og sökklar undir bröggunum, en allt það efni verði til að mynda mulið og notað sem uppfyllingarefni. Hræddur um að þeir yrðu sendir í brotajárn „Ég er búinn að bíða í mörg eftir því að braggarnir yrðu falir!“ sagði Sigurður bóndi á Steinsstöðum við Akureyri.net í morgun. „Mig langaði dálítið í þá en var þó aðallega hræddur um að þeir yrðu rifnir og sendir í brotajárn. Ég gat ekki hugsað mér það nú á tímum, þegar menn vilja helst endurnýta allt. Bæði er þetta úrvals efni og svo auðvitað hluti af sögunni.“ Guðmundur V. Gunnarsson, framkvæmdastjóri og annar eigandi GV grafa, til vinstri. Með honum er Fjölnir Sigurjónsson.Skapti Hallgrímsson Niðurstaðan var sú að GV gröfur fá bragganna en Sigurður fær að nýta allt sem hægt er úr vörugeymslunni. Hefur hann meðal annars áhuga á að nota stálgrindina til að reisa fjós en hann ræktar nautgripi til kjötframleiðslu á bænum Steinsstöðum II í Öxnadal ásamt eiginkonu sinni Ásrúnu Árnadóttur. Talið er að braggarnir á horni Tryggvabrautar og Hvannavalla hafi verið minnst sex talsins þegar breski herinn var með viðveru á svæðinu. Þeir tveir síðustu, sem nú er verið að taka niður, voru lengi hluti húsnæðis byggingavörudeildar KEA.
Akureyri Verslun Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Sjá meira