Vill sjá styttri málsmeðferðartíma og fræðslu innan dómskerfisins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. maí 2021 19:37 Helga Vala Helgadóttir. Vísir/Vilhelm Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, telur að breytingar í dómskerfinu geti orðið til þess að bæta stöðu þolenda kynferðisofbeldis sem kæra gerendur. Hún hefur starfað sem réttargæslumaður brotaþola og segir að oft sé málsmeðferðartími of langur og að fræðslu sé þörf innan og utan dómskerfisins. Í Facebook-færslu sem Helga Vala birti fyrr í dag segir Helga Vala frá reynslu sinni sem lögmaður brotaþola kynferðis- og ofbeldisbrota. „Ég hitti aldrei á þessum tíma brotaþola sem hefði að gamni sínu gengið í gegnum þá raun sem því fylgir,“ skrifar Helga Vala meðal annars í færslunni sem sjá má hér að neðan. Ég starfaði um árabil sem lögmaður brotaþola kynferðis- og ofbeldisbrota. Gekk vaktir á Neyðarmóttöku í viku í senn á 6...Posted by Helga Vala Helgadóttir on Saturday, 8 May 2021 Styttri málsmeðferðartíma með auknu fjármagni Í samtali við fréttastofu segir Helga Vala að hún myndi vilja sjá breytingar á því í hvaða farveg mál þolenda kynferðisbrota eru sett innan dómskerfisins. Hún segir til að mynda að veita þyrfti brotaþolum aðild að málum á einhvern hátt, en í dag séu þeir einfaldlega vitni að brotum gegn sér. „Í öðru lagi myndi ég vilja láta auka fjárveitingu til lögreglunnar, þannig að hún hefði möguleika á að rannsaka málin hraðar. Þessi langi, langi málsmeðferðartími endar stundum á því að vera ívilnandi fyrir sakborning sem hefur þurft að bíða lengi og fær vægari refsingu er ekki bættur á nokkurn hátt upp fyrir brotaþola, sem þarf að bíða jafn lengi og getur oft ekki lokað málinu fyrr en dómsmáli er lokið,“ segir Helga Vala. Hún segir langan málsmeðferðartíma skrifast á ákæruvaldið, en að þeir sem hafa fjárveitingarvaldið geti þó ákveðið að setja meira fjármagn í málaflokkinn. Þá myndi hún vilja að brotaþolum yrðu dæmdar auknar miskabætur úr ríkissjóði þegar mál dragast fram úr hófi. „Þetta er verulega íþyngjandi fyrir brotaþola, hvað þetta tekur langan tíma.“ Telur fræðslu í dómskerfinu geta komið að gagni Helga Vala segir þá að gott gæti verið að fræða dómara betur í málaflokkinum. „Brotaþolar sýna gríðarlega ólík viðbrögð, bæði eftir eðli brots, tengslum við geranda, persónuleika og aðstæðum öllum. Það segir sig bara sjálft að viðbrögð brotaþola eru ekki alltaf þau sömu,“ segir Helga Vala. Hún segir ekki hægt að gera brotaþolum það að fara eftir ákveðnum reglum eða viðmiðum um viðbrögð, þegar þeir hafa orðið fyrir ofbeldi. „Sú kennsla mætti vera meiri inni í dómskerfinu,“ segir Helga Vala. Hún segir almenna fræðslu um málaflokkinn ekki síður mikilvæga og bætir við að hún vilji hrósa öllum þeim sem stigið hafa fram og greint frá reynslu sinni af ofbeldi. „Ég bara beygi mig í duftið af stolti yfir öllu þessu fólki sem er að stíga fram, því það er ekkert einfalt,“ segir Helga Vala að lokum. MeToo Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „Við þurfum að halda áfram að hlusta, læra og gera betur“ Dómsmálaráðherra segir að Metoo byltingin sé sem betur fer komin til að vera. Áfram þurfi að veita þolendum skjól og segir hún að mörg verkefni séu framundan til að bæta stöðu málaflokksins. 8. maí 2021 13:48 Minnist dóttur sinnar sem jafnaði sig aldrei á nauðgun „Dóttir mín getur ekki tekið þátt í þessari nýju metoo-bylgju, þrátt fyrir að hafa verið nauðgað. Elísabet er nefnilega dáin,“ skrifar Guðbjörn Guðbjörnsson yfirtollvörður, sem rekur átakanlega sögu dóttur sinnar heitinnar í stöðuuppfærslu á Facebook í dag. 8. maí 2021 12:20 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB Sjá meira
Í Facebook-færslu sem Helga Vala birti fyrr í dag segir Helga Vala frá reynslu sinni sem lögmaður brotaþola kynferðis- og ofbeldisbrota. „Ég hitti aldrei á þessum tíma brotaþola sem hefði að gamni sínu gengið í gegnum þá raun sem því fylgir,“ skrifar Helga Vala meðal annars í færslunni sem sjá má hér að neðan. Ég starfaði um árabil sem lögmaður brotaþola kynferðis- og ofbeldisbrota. Gekk vaktir á Neyðarmóttöku í viku í senn á 6...Posted by Helga Vala Helgadóttir on Saturday, 8 May 2021 Styttri málsmeðferðartíma með auknu fjármagni Í samtali við fréttastofu segir Helga Vala að hún myndi vilja sjá breytingar á því í hvaða farveg mál þolenda kynferðisbrota eru sett innan dómskerfisins. Hún segir til að mynda að veita þyrfti brotaþolum aðild að málum á einhvern hátt, en í dag séu þeir einfaldlega vitni að brotum gegn sér. „Í öðru lagi myndi ég vilja láta auka fjárveitingu til lögreglunnar, þannig að hún hefði möguleika á að rannsaka málin hraðar. Þessi langi, langi málsmeðferðartími endar stundum á því að vera ívilnandi fyrir sakborning sem hefur þurft að bíða lengi og fær vægari refsingu er ekki bættur á nokkurn hátt upp fyrir brotaþola, sem þarf að bíða jafn lengi og getur oft ekki lokað málinu fyrr en dómsmáli er lokið,“ segir Helga Vala. Hún segir langan málsmeðferðartíma skrifast á ákæruvaldið, en að þeir sem hafa fjárveitingarvaldið geti þó ákveðið að setja meira fjármagn í málaflokkinn. Þá myndi hún vilja að brotaþolum yrðu dæmdar auknar miskabætur úr ríkissjóði þegar mál dragast fram úr hófi. „Þetta er verulega íþyngjandi fyrir brotaþola, hvað þetta tekur langan tíma.“ Telur fræðslu í dómskerfinu geta komið að gagni Helga Vala segir þá að gott gæti verið að fræða dómara betur í málaflokkinum. „Brotaþolar sýna gríðarlega ólík viðbrögð, bæði eftir eðli brots, tengslum við geranda, persónuleika og aðstæðum öllum. Það segir sig bara sjálft að viðbrögð brotaþola eru ekki alltaf þau sömu,“ segir Helga Vala. Hún segir ekki hægt að gera brotaþolum það að fara eftir ákveðnum reglum eða viðmiðum um viðbrögð, þegar þeir hafa orðið fyrir ofbeldi. „Sú kennsla mætti vera meiri inni í dómskerfinu,“ segir Helga Vala. Hún segir almenna fræðslu um málaflokkinn ekki síður mikilvæga og bætir við að hún vilji hrósa öllum þeim sem stigið hafa fram og greint frá reynslu sinni af ofbeldi. „Ég bara beygi mig í duftið af stolti yfir öllu þessu fólki sem er að stíga fram, því það er ekkert einfalt,“ segir Helga Vala að lokum.
MeToo Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „Við þurfum að halda áfram að hlusta, læra og gera betur“ Dómsmálaráðherra segir að Metoo byltingin sé sem betur fer komin til að vera. Áfram þurfi að veita þolendum skjól og segir hún að mörg verkefni séu framundan til að bæta stöðu málaflokksins. 8. maí 2021 13:48 Minnist dóttur sinnar sem jafnaði sig aldrei á nauðgun „Dóttir mín getur ekki tekið þátt í þessari nýju metoo-bylgju, þrátt fyrir að hafa verið nauðgað. Elísabet er nefnilega dáin,“ skrifar Guðbjörn Guðbjörnsson yfirtollvörður, sem rekur átakanlega sögu dóttur sinnar heitinnar í stöðuuppfærslu á Facebook í dag. 8. maí 2021 12:20 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB Sjá meira
„Við þurfum að halda áfram að hlusta, læra og gera betur“ Dómsmálaráðherra segir að Metoo byltingin sé sem betur fer komin til að vera. Áfram þurfi að veita þolendum skjól og segir hún að mörg verkefni séu framundan til að bæta stöðu málaflokksins. 8. maí 2021 13:48
Minnist dóttur sinnar sem jafnaði sig aldrei á nauðgun „Dóttir mín getur ekki tekið þátt í þessari nýju metoo-bylgju, þrátt fyrir að hafa verið nauðgað. Elísabet er nefnilega dáin,“ skrifar Guðbjörn Guðbjörnsson yfirtollvörður, sem rekur átakanlega sögu dóttur sinnar heitinnar í stöðuuppfærslu á Facebook í dag. 8. maí 2021 12:20
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent