Stefnir á þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði eftir kosningasigur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. maí 2021 18:32 Nicola Sturgeon er fyrsti ráðherra Skotlands. Jeff J Mitchell/Getty Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, hefur heitið því að ráðist verði í þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands frá Bretlandi eftir þingkosningarnar sem fram fóru í gær. Hún segir engan vafa um að kosningarnar myndu skila þingmeirihluta sem væri fylgjandi sjálfstæði. Bori Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur sagt að hann myndi koma í veg fyrir slíka þjóðaratkvæðagreiðslu, en það telur Sturgeon í hæsta máta undarlegt. „Eina fólkið sem tekur ákvarðanir um framtíð Skotlands eru Skotar og enginn stjórnmálamaður í Westminster getur eða ætti að standa því í vegi,“ hefur Reuters eftir Sturgeon. Niðurstöður kosninganna í heild liggja ekki fyrir, en Skoski þjóðarflokkurinn, flokkur Sturgeon, hefur tryggt sér 62 þeirra 86 sæta sem niðurstöður liggja fyrir um. Í heild eru 129 þingsæti í skoska þinginu. Ólíklegt er talið að flokkurinn nái að tryggja sér hreinan þingmeirihluta. Skoski græningjaflokkurinn, sem einnig er fylgjandi sjálfstæði, er þó talinn munu tryggja sér yfir sex þingsæti. Þannig verði meirihluti þingmanna fylgjandi sjálfstæði. „Það virðist hafið yfir allan vafa að meirihluti þingsins verður fylgjandi sjálfstæði Skotlands,“ sagði Sturgeon í dag. Kvaðst hún telja réttast að sá meirihluti heiðraði skuldbindingu sína við Skosku þjóðina, og vísaði þannig til kröfunnar um þjóðaratkvæðagreiðslu. Árið 2014 fór fram þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði Skotlands frá Bretlandi. Hún fór svo að rúm 55 prósent greiddu atkvæði gegn sjálfstæði. Skotland Bretland Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Sjá meira
Bori Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur sagt að hann myndi koma í veg fyrir slíka þjóðaratkvæðagreiðslu, en það telur Sturgeon í hæsta máta undarlegt. „Eina fólkið sem tekur ákvarðanir um framtíð Skotlands eru Skotar og enginn stjórnmálamaður í Westminster getur eða ætti að standa því í vegi,“ hefur Reuters eftir Sturgeon. Niðurstöður kosninganna í heild liggja ekki fyrir, en Skoski þjóðarflokkurinn, flokkur Sturgeon, hefur tryggt sér 62 þeirra 86 sæta sem niðurstöður liggja fyrir um. Í heild eru 129 þingsæti í skoska þinginu. Ólíklegt er talið að flokkurinn nái að tryggja sér hreinan þingmeirihluta. Skoski græningjaflokkurinn, sem einnig er fylgjandi sjálfstæði, er þó talinn munu tryggja sér yfir sex þingsæti. Þannig verði meirihluti þingmanna fylgjandi sjálfstæði. „Það virðist hafið yfir allan vafa að meirihluti þingsins verður fylgjandi sjálfstæði Skotlands,“ sagði Sturgeon í dag. Kvaðst hún telja réttast að sá meirihluti heiðraði skuldbindingu sína við Skosku þjóðina, og vísaði þannig til kröfunnar um þjóðaratkvæðagreiðslu. Árið 2014 fór fram þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði Skotlands frá Bretlandi. Hún fór svo að rúm 55 prósent greiddu atkvæði gegn sjálfstæði.
Skotland Bretland Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Sjá meira